Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1243. fundur 21. ágúst 2001 kl. 17:00 - 19:00

1243. fundur byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 17:00.
Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Helgi Ingólfsson,
 Ólafur R. Guðjónsson varamaður,
 Finnbogi Rafn Guðmundsson varamaður,
Auk þeirra Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa.
1.1. Ásabraut 3.  Nýtt hús.   (001.934.04) Mál nr. BN010001
200760-3959 Einar Baldvin Helgason, Suðurgata 17, 300 Akranesi
Umsókn Einars B. Helgasonar um heimild til að breyta áður samþykktum teikningum þannig að útskot sem var á stofu verði tekið af samkvæmt meðfylgjandi teikningum Guðlaugs Ó. Johnson arkitekts, Tryggvagötu 16, Reykjavík.
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 13. ágúst 2001.
1.2. Heiðargerði 16. (000.862.15) Mál nr. BN010093
Umsókn Benjamíns Jósefssonar  og Sólveigar Ásgeirsdóttur um heimild til að fjarlægja skyggni yfir útidyrahurð og klæða húsið að utan með sléttu Steni.
Gjöld:   2.900.-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 30. júlí 2001.
1.3. Víðigerði 3. Rífa skúr og breyta notkun.   (000.864.09) Mál nr. BN010094
040651-4629 Jóhannes Hreggviðsson, Víðigerði 3, 300 Akranesi
Umsókn Jóhannesar R. Hreggviðssonar og Ragnhildar Bjarnadóttur um heimild til að fjarlægja hluta af skúr sem stendur á baklóð ofangreindrar lóðar, þannig að eftir stendur suðurendinn.  Þá er einnig farið fram á að fá heimild til að reisa girðingu þar sem skúrinn stóð áður.  Að endingu er óskað eftir að notkun þess sem eftir verður af skúrnum sem skráð er sem iðnaðarhúsnæði verði skráð sem geymsla.
Gjöld:   2.900.-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 2. ágúst  2001.
Liðir 1.1, 1.2. og 1.3 hafa verið samþykktir af byggingar- og skipulagsfulltrúa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.
2. Bakkatún 10.  Stækkun bílskúrs.   (000.752.13) Mál nr. BN010087
050844-3159 Benedikt Jónmundsson, Bakkatún 10, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Benedikts um heimild til að setja kvist á bílskúr og stækka bílskúrshurð, samkvæmt meðfylgjandi teikningu Gísla S. Sigurðssonar Hjarðarholti 5.  Stærðartafla gerð af Runólfi Þ. Sigurðssyni tæknifræðingi.  Samþykki granna á Bakkatúni 14 fylgir með.
Gjöld kr.  9.729,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við byggingar- og skipulagslög.
 3. Vesturgata 48.  Breytt notkun.   (000.912.17) Mál nr. BN010088
290641-7649 Halldór Friðgeir Jónsson, Vesturgötu 48, 300 Akranesi.
Umsókn Bjarna Vésteinssonar fyrir hönd Halldórs um heimild til að breyta ofangreindu húsnæði (sem skráð er sérhæfð eign í FMR) í íbúðarhúsnæði samkvæmt teikningu Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings, Verkfræðiþjónustu Akraness ehf. Kirkjubraut 56, Akranesi.
Frestað.
4. Garðagrund / Garðar.  Nýtt hús.   (01.001.97503) Mál nr. BN000011
530959-0159 Byggðasafn Akraness og nærsv., Görðum, 300 Akranesi.
Leiðréttar teikningar af safnahúsinu og brunatæknileg hönnun, samkvæmt teikningum Jóhannesar Ingibjartssonar byggingarfræðings, Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Frestað.
5. Suðurgata 92, Niðurrif.   (000.881.15) Mál nr. BN010089
560269-5369 Sementsverksmiðjan hf., Faxabraut 11, 300 Akranesi
Umsókn Gunnars H. Sigurðssonar fyrir hönd Sementsverksmiðjunnar um heimild til að rífa ofangreint hús.
Byggingarnefnd óskar eftir frekari gögnum.
6. Vesturgata 120, Viðbygging.   (000.831.10) Mál nr. BN000029
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Endanlegar teikningar vegna viðbyggingar Brekkubæjarskóla.
Stærðir: 1385,0 m2 5261,5 m3
Byggingarnefnd samþykkir erindið, þó ekki hafi verið farið eftir skipulags- og byggingarlögum.
7. Vogabraut 5.  Viðbygging og endurbætur.   (000.564.02) Mál nr. BN010054
681178-0239 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands um heimild til að reisa viðbyggingu við bókasafn og til endurbóta á hluta af eldri byggingu, samkvæmt teikningu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18 Akranesi.
Stærðir: 168,9 m2     642,9 m3
Gjöld kr.    1.087.725
Byggingarnefnd samþykkir erindið, þó ekki hafi verið farið eftir skipulags- og byggingarlögum.
8. Vesturgata 120.  Breytingar.   (000.831.10) Mál nr. BN010091
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsókn Jóhannesar Ingibjartssonar fyrir hönd Akraneskaupstaðar um heimild til að breyta innviðum eldri hluta skólans samkvæmt meðfylgjandi teikningu Jóhannesar Ingibjartssonar bygginarfræðings, Almennu verkfræði- og teiknistofunni hf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Gjöld kr.  2.900,-
Byggingarnefnd samþykkir erindið, þó ekki hafi verið farið eftir skipulags- og byggingarlögum.
9. Úthlutunarmál.    Mál nr. BN010090
Úthlutunarreglur vegna viðhalds gamalla húsa.
Málin rædd.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00