Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1272. fundur 03. desember 2002 kl. 17:00 - 18:15

1272. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 3. desember 2002 kl. 17:00.

_____________________________________________________________

 

Mættir á fundi:  Björn Guðmundsson formaður,Ingþór Bergmann Þórhallsson,Helgi Ingólfsson,Guðmundur Magnússon,Jóhannes Snorrason,
Auk þeirra voru mættir  Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________

 

1. Akursbraut 9, bréf bæjarráðs (000.913.07) Mál nr. BN990161
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi bæjarráðs dags. 12.11.02, þar sem það felur byggingarnefnd að taka til sérstakrar skoðunar ástand hússins og grípa til viðeigandi ráðstafana í því efni.
Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að gera eiganda hússins grein fyrir  210 gr. byggingarreglugerðar sem fjallar um aðgerðir til úrbóta.

 

2. Meistararéttindi, blikksmíðameistari  Mál nr. BN020091
090164-2879 Kristinn Halldórsson, Vallargötu 26, 245 Sandgerði
Umsókn Kristins um heimild til að sjá um og bera ábyrgð sem blikksmíðameistari innan lögsagnarumdæmis Akraness.  Meðfylgjandi er viðurkenning byggingarnefndar Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna dags. 25. ágúst 1994.
Meistarabréf dags. 18. október 1991.
Gjöld kr.  3000,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

 

3. Breiðargata 8, Rif á skyggni (000.953.20) Mál nr. BN990163
600169-1149 Haraldur Böðvarsson hf., Bárugötu 8-10, 300 Akranesi
Umsókn Gunnars Ólafssonar fh. Haraldar Böðvarssonar um heimild til þess rífa skyggni yfir síldarmóttöku.
Gjöld kr.: 3.000,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

 

4. Vallholt 21, breytt útlit (000.562.11) Mál nr. BN990164
270457-2829 Jóhannes Snorrason, Vallholti 21, 300 Akranesi
Umsókn Jóhannesar um heimild til þess að setja nýjan opnanlegan glugga á húsið, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Samþykki eigenda Hjarðarholts 16 fylgir.
Gjöld kr.:  3.000,-
Jóhannes Snorrason vék af fundi meðan málið var rætt.  Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið, enda verði samkomulagi við Hjarðarholt 16 þinglýst.
 

5. Dalbraut 16, breytt útlit (000.591.01) Mál nr. BN990156
620671-0459 Brautin ehf., Dalbraut 16, 300 Akranesi
Umsókn Erlu Karlsdóttur fh. Brautarinnar ehf. um heimild til þess að breyta gluggum á austurhlið, samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Gjöld kr. 3.000,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa 15.11.02

 

6. Garðabraut 2, breyttir samþ. uppdrættir (000.681.01) Mál nr. BN990159
501199-3039 Ægisbraut 9 ehf., Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi
Umsókn Gísla S. Sigurðssonar fh. Ægisbrautar 9 ehf. um heimild til þess að breyta áður samþykktum teikningum hússins, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Gísla.
Breytingin felst í breyttu skipulagi 1. hæðar og kjallara.
Gjöld kr.: 3.000,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa 18.11.02

 

7. Hafnarbraut 3, breytt útlit (000.934.03) Mál nr. BN990158
600169-1149 Haraldur Böðvarsson hf., Bárugötu 8-10, 300 Akranesi
Umsókn Gunnars Ólafssonar fh. Haraldar Böðvarssonar um heimild til þess gera gönguhurð á vesturhlið hússins.
Gjöld kr.: 3.000,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15.11.02

 

8. Kirkjubraut 15, umsögn um áfengisleyfi (000.862.10) Mál nr. BN990162
120754-5059 Anna Kjartansdóttir, Vesturgötu 41, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 18. nóvember 2002, varðandi umsögn um áfengisleyfi fyrir Café 15 að Kirkjubraut 15, Akranesi
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við byggingarlög.

 

9. Skólabraut 26-28, uppteikning v. eignaskiptasamnings (000.911.06) Mál nr. BN990157
290964-3699 Kjartan Valdimarsson, Garðabraut 5, 300 Akranesi
Umsókn Kjartans um samþykki á uppteikningu hússins vegna eignaskiptasamnings, samkvæmt meðfylgjandi teikningum Nielsar Indriðasonar kt. 181144-3949.
Samþykkt af byggingarfulltrúa 01.11.02

 

10. Smiðjuvellir 7, breytt innlit og útlit (000.542.05) Mál nr. BN990160
461083-0489 Arnarfell SF, Smiðjuvöllum 7, 300 Akranesi
Umsókn Gísla S. Sigurðssonar, um heimild til þess að breyta innra skipulagi hússins og gluggum á göflum, samkvæmt meðfylgjandi teikningu Gísla.
Gjöld kr.: 3.000,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 18.11.02

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00