Fara í efni  

Bæjarstjórn

1196. fundur 14. október 2014 kl. 17:00 - 18:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sigríður Indriðadóttir bæjarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi
  • Einar Brandsson bæjarfulltrúi
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi
  • Valgarður L. Jónsson bæjarfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir bæjarfulltrúi
  • Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Aðal- og deilisk. Þjóðvegur 15

1402153

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 6.10.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag verði útvíkkað yfir á lóðir við Þjóðveg 13 og 13A, vegna framkominna athugasemda við skipulagslýsingu, við breytingu á aðalskipulagi á lóð við Þjóðveg 15.
Til máls tóku: VJ og EBr.
Samþykkt 9:0.

2.Deiliskipulag Grenja, vegna Bakkatúns 30

1405038

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 6.10.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.
Til máls tóku: EBr sem víkur af fundi undir þessum lið, VJ og RÓ.
Samþykkt 8:0.

3.Starfshópur um Sementsreit

1409162

Erindisbréf fyrir starfshóp um uppbyggingu og rekstur Sementsreitsins óskast staðfest af bæjarstjórn.
Til máls tóu: ÓA og RÓ.
Hópinn skipa:
Rakel Óskarsdóttir, formaður
Dagný Jónsdóttir
Bjarnheiður Hallsdóttir

Með hópnum munu starfa Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi.

Samþykkt 9:0.

4.Starfshópur um starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar

1409231

Erindisbréf fyrir starfshóp um starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar óskast staðfest af bæjarstjórn.
Til máls tóku: RÁ og SI.

SI leggur fram eftifarandi breytingartillögu:

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykktir erindisbréfið með þeirri breytingu að fjölga skuli um einn karlkyns fulltrúa í hópnum til jöfnunar á kynjahlutföllum.

Samþykkt 9:0.

Hópinn skipa:
Sigríður Indriðadóttir, formaður
Bryndís Guðjónsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Ingveldur Jónsdóttir
Laufey Jónsdóttir
Lúðvík Gunnarsson
Sigurður Þór Sigursteinsson

5.Starfshópur um Breið.

1409230

Erindisbréf fyrir starfshóp um skipulag á Breiðarsvæði óskast staðfest af bæjarstjórn.
Til máls tóku: ÓA og EBr.
Hópinn skipa:
Einar Brandsson, formaður
Guðmundur Páll Jónsson
Guðmundur Þór Valsson
Áheyrnafulltrúi frá Faxaflóahöfnum

Með hópnum munu starfa Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingafulltrúi.

Samþykkt 9:0.

6.Fundargerðir 2014 - bæjarráð

1401158

3230. fundargerð bæjarráðs frá 2.10.2014.
Lögð fram.
Til máls tók IV og lagði fram eftirfarandi tillögu af hálfu bæjarfulltrúa samfylkingarinnar:

"Bæjarstjórn samþykkir að myndaður verði starfshópur sem hefur það verkefni að fara yfir mögulega þróun fólksfjölda á Akranesi í tengslum við fjölgun starfa á Grundartangasvæðinu. Verkefni starfshópsins þarf að vera m.a. að teikna upp nokkrar sviðsmyndir miðað við mismunandi fjölgun fólks í bænum. Skoða þarf í þessu tilliti hvar kaupstaðurinn þarf að bæta þjónustu sína til að geta tekið við ákveðnum fjölda fólks ásamt því að skoða hvort nægt húsnæði sé í boði."

IP tók til máls um lið nr. 1(mál nr. 1409229-Höfði fjárhagsáætlun 2015), um lið nr. 2(mál nr. 1312021-Laugafiskur-starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands), um lið nr. 3.(mál nr. 1206151-Laugafiskur-lyktarmengun) um lið nr. 5(mál nr. 1409226-Fundur sveitarfélaga með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis 2014) og lið nr. 12(mál nr. 1409054-Heilbrigðisstofnun Vesturlands-tillaga um samstarfssamning).

VJ tók til máls um lið nr. 2(mál nr. 1312021-Laugafiskur-starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands), um lið nr. 3(mál nr. 1206151-Laugafiskur-lyktarmengun og um lið nr. 5(mál nr. 1409226-Fundur sveitarfélaga með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis 2014).

RÓ tók til máls um lið nr. 33(mál nr. 1403078-Fundargerðir 2014-stjórn SSV).

ÓA tók til máls um tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, um lið nr. 1(mál nr. 1409229- Höfði fjárhagsáætlun 2015), um lið nr. 2(mál nr. 1312021-Laugafiskur-starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands), um lið nr. 3(mál nr. 1206151-Laugafiskur-lyktarmengun), um lið nr. 5(mál nr. 1409226-Fundur sveitarfélaga með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis 2014) og um lið nr. 12(mál nr. 1406178-Heilbrigðisstofnun Vesturlands-tillaga um samstarfssamning).

EBr tók til máls um tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og um lið nr. 5(mál nr. 1409226-Fundur sveitarfélaga með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis 2014).

VE tók til máls um nr. 1(mál nr. 1409229-Höfði fjárhagsáætlun 2015), um lið nr. 2(mál nr. 1312021-Laugafiskur-starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands), um lið nr. 26 (mál nr. 1407133-Hraðhleðsustöð á Akranesi) og um lið nr. 33(mál nr. 1403078-Fundargerðir 2014-stjórn SSV).

RÁ tók til máls um lið nr. 1(mál nr. 1409229-Höfði fjárhagsáætlun 2015).

IV tók til máls um lið nr. 33(mál nr. 1403078-Fundargerðir 2014-stjórn SSV).

EBr tók til máls um lið nr. 21(mál nr. 1409170-Kirkjubraut 2-Skagaferðir ehf., veitingaleyfi f. kaffihús).

IV tók til máls um lið nr. 21(mál nr. 1409170-Kirkjubraut 2-Skagaferðir ehf., veitingaleyfi f. kaffihús).

SI tók til máls um lið nr. 5(mál nr. 1409226-Fundur sveitarfélaga með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis 2014), um lið nr. 12(mál nr. 1406178-Heilbrigðisstofnun Vesturlands-tillaga um samstarfssamning) og um lið nr. 13(mál nr. 1409181-Laugarbraut 8-málefni sambýlisins).

SI leggur til að tillögu Samfylkingarinnar verði vísað til bæjarráðs til áframhaldandi úrvinnslu.

Samþykkt 9:0.

7.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd

1401161

120. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 6.10.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs.

1401159

145. fundargerð fjölskylduráðs frá 30.9.2014 og 146. fundargerð frá 7.10.2014.
EBr tók til máls um lið nr. 4 í 145. fundargerð frá 30.09. 2014 (mál nr. 1409134-Viðbótarstarfsdagur (hálfur)-vegna leik-, grunn- og tónlistarskóla).

SI tók til máls um lið nr. 4 í 145. fundargerð frá 30.09. 2014 (mál nr. 1409134-Viðbótarstarfsdagur (hálfur)-vegna leik-, grunn- og tónlistarskóla) og um lið nr. 7 í 146. fundargerð frá 7.10. 2014 (mál nr. 1409180-Talmeinafræðingur-aukning á stöðugildi).

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2014 - Höfði

1401149

43. fundargerð stjórnar Höfða frá 6.10.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2014 - Faxaflóahafnir sf.

1401090

124. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 22.9.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2014 - stjórn OR

1403061

206. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29.8.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00