Fara í efni  

Bæjarstjórn

1195. fundur 23. september 2014 kl. 17:00 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sigríður Indriðadóttir bæjarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi
  • Einar Brandsson bæjarfulltrúi
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi
  • Valgarður L. Jónsson bæjarfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir bæjarfulltrúi
  • Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar býður bæjarfulltrúa velkomna til fundarins.

1.Reglur um sölu eigna hjá Akraneskaupstað

1409055

Erindi bæjarráðs dags. 15.9.2014, þar sem reglur um sölu á eignum Akraneskaupstaðar eru lagðar fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Til máls tók: RÁ.
Samþykkt 9:0.

2.Fasteignakaup - Suðurgata 64 - 66

1408171

Erindi bæjarráðs dags. 19. september 2014, þar sem samþykkt um viðauka vegna kaupa á íbúðum á 2. og 3. hæð að Suðurgötu 64 og lóðakaupum á Suðurgötu 66 er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók: RÁ.
Samþykkt 9:0.

3.Fundargerðir 2014 - bæjarráð

1401158

3228. fundargerð bæjarráðs frá 11.9.2014 og
3229. fundargerð bæjarráðs frá 17.9.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Bæjarfulltrúi IV tók til máls um ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala með þeim. Bæjarstjóri tók til máls um sama lið.

Bæjarfulltrúi VE tók til máls um lið nr. 5 (mál nr. 1401204 - Deiliskipulag Breiðarsvæði - Breiðargata 8b). Bæjarfulltrúar IP, ÓA og EBr og bæjarstjóri um sama lið.

4.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs.

1401159

144. fundargerð fjölskylduráðs frá 16.9.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarfulltrúi IV tók til máls um lið nr. 5 (mál nr. 1409099 - Tómstundaframlag - nýting framlagsins - 2014) og leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 verði gert ráð fyrir að tómstundaframlag Akraneskaupstaðar gildi frá 6. aldursári til 18 ára aldurs í stað 17 ára aldurs eins og nú er.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 verði gert ráð fyrir að upphæð tómstundaframlags verði hækkuð í kr. 30.000.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 verði gert ráð fyrir að upphæð tómstundaframlags verði hækkuð í kr. 40.000.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 verði aldursmörk vegna tómstundaframlags lækkuð niður í 5. aldursárs í stað 6. aldursárs.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að vísa ofangreindri tillögu til afgreiðslu fjölskylduráðs."
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Valgarður L. Jónsson

Bæjarfulltrúi SI leggur fram þá tillögu að bæjarstjórnin sameinist um að tillagan verði ekki samþykkt eins og hún er orðuð heldur verði hækkun tómstundaframlagsins vísað til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2015.
Bæjarfulltrúi EBr, VG og SI tóku til máls um sama mál.

SI ber upp eftirfarandi tillögu:
Tillaga um hækkun tómstundaframlags verði tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2015.
Samþykkt 9:0

5.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd

1401161

119. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 15.9.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00