Fara í efni  

Bæjarstjórn

1188. fundur 29. apríl 2014 kl. 17:00 - 19:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson 1. varaforseti
 • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Sigríður Hrund Snorradóttir varamaður
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Guðmundur Páll Jónsson 1. varaforseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar.
Forseti minntist látins bæjarfulltrúa, Gísla Sigurjóns Sigurðssonar:
Minningarorð um Gísla Sigurjón Sigurðsson
f. 4. nóvember 1934 - d. 23. apríl 2014.
Látinn er Gísli Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akranesi.
Gísli sat í bæjarstjórn Akraness 1970-1974 fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Gísli var fæddur 4. nóvember 1934 á Akranesi. Hann var kjörinn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi frá 1970 - 1974. Auk bæjarfulltrúastarfsins gegndi Gísli ýmsum opinberum trúnaðarstörfum um ævina, var lengi í byggingarnefnd bæjarins og stjórnarmaður í stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita. Hann var félagslyndur maður og vinamargur, var í Skátafélagi Akraness frá barnsaldri, söng með karlakórnum Svönum á sínum yngri árum og félagi í Oddfellowstúkunni Agli á Akranesi og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Bæjarstjórn Akraness sendir fjölskyldu Gísla Sigurjóns Sigurðssonar samúðarkveðjur um leið og framlag hans til bæjarmála á Akranesi er þakkað.
Bæjarfulltrúar og embættismenn risu úr sætum og vottuðu hinum látna virðingu sína.

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - A hluti

1401032

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013, A-hluti, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Gáma
1.4 Byggðasafn
1.5 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Til máls tóku: ÞÞÓ, EBr, RÁ, IV, GPJ, EBr og IV.

Samþykkt 9:0 að vísa reikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - B - hluti

1401033

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013, B-hluti, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.
2.1 Höfði hjúkrunar og dvalarheimili
2.2 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.3 Háhiti ehf.

Samþykkt 9:0 að vísa reikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - samstæða

1401034

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2012, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.

Samþykkt 9:0 að vísa reikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

4.Höfði - endurfjármögnun lána

1403113

Erindi Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis dags. 15.4.2014, þar sem óskað er eftir heimild til endurfjármögnunar lána Höfða frá Íbúðalánasjóði, hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 159.000.000 kr. í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimili. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að endurfjármagna eldra óhagstæðara lán sem tekið var árið 2011 til að fjármagna stækkun þjónusturýmis hjúkrunarheimilisins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins að eignarhald að félaginu megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Akraneskaupstaður selji eignarhlut í HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis til annarra opinberra aðila, skuldbindur Akraneskaupstaður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra kt. 300660-3989 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Akraneskaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Samþykkt 9:0

5.Sveitarstjórnarkosningar 2014 - 31. maí 2013.

1401042

Tillaga um gerð og frágang kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna 31. maí 2014 ásamt afgreiðslu launagreiðslna til kjörstjórna og annarra starfsmanna.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna kosninga til sveitarstjórna þann 31. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga númer 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði ákvörðun um greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna.

Samþykkt 9:0.

6.Samkomulag v/ Heiðarbraut 40

1401127

Bæjarráð vísar samþykkt sem gerð var á fundi þann 10.4.2014, á drögum að samningi á breyttri notkun lóðarinnar við Heiðarbraut 40, til staðfestingar í bæjarstjórn.

Til máls tóku: EBr, IV, RÁ og GS.

Samþykkt 8:1.

7.Deiliskipulagsbreyting - Stofnanareitur - Heiðarbraut 40

1401127

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 16.4.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillögu vegna lóðar við Heiðarbrautar 40, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin mælir jafnframt með að nágrönnum verði sent kynningarbréf vegna málsins.

Til máls tóku: EBr og GPJ.

Bæjarstjórn samþykkir 9:0 að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að nágrönnum verði sent kynningarbréf.

8.Deiliskipulagsbreyting, Kalmansvellir 4A.

1403134

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 2.4.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að heimila ISH ehf. að leggja fram breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar á lóð við Kalmansvelli 4 A.

Til máls tók: EBr og GPJ.

Samþykkt 9:0.

9.Deiliskipulagsbreyting - Þjóðbraut 1

1403195

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 2.4.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að eiganda Þjóðbrautar 1, verði heimilað að leggja fram breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar vegna fyrirhugaðra breytinga á sal og þjónusturými á 2. hæð í íbúðir.

Til máls tók: GS og GPJ.

Samþykkt 9:0.

10.Grenigrund 7, umsókn um stækkun bílgeymslu og breytingar innbyrðis.

1403115

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 1.4.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að grenndarkynna stækkun á bílgeymslu og breytingar innbyrðis á lóð við Grenigrund 7, fyrir húseigendum við Grenigrund 5,6 og 8.

Samþykkt 9:0.

11.Kjarasamningsumboð 2014 - Samband ísl. sveitarf.

1404084

Kjarasamningsumboð vegna starfsmanna Akraneskaupstaðar sem eru félagsmenn í tilteknum félögum.

Bæjarstjórn Akraness felur hér með Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við eftirtalin stéttarfélög: Félag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Félag stjórnenda í leikskóla, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands og Stéttarfélag lögfræðinga.

12.Fundargerðir 2014 - bæjarstjórn.

1401184

1186. fundargerð bæjarstjórnar frá 25.3.2014 og 1187. fundargerð frá 25.3.2014.

Fundargerðin staðfest 9:0.

13.Fundargerðir 2014 - bæjarráð.

1401158

3215. fundargerð bæjarráðs frá 31.3.2014 og 3216. fundargerð frá 10.4.2014.

Lagðar fram.

14.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs.

1401159

137. fundargerð fjölskylduráðs frá 1.4.2014 og 138. fundargerð frá 15.4.2014.

Lagðar fram.

15.Fundargerðir 2014 - framkvæmdaráð.

1401160

118. fundargerð framkvæmdaráðs frá 3.4.2014.

Lögð fram.

16.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd.

1401161

109. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 31.3.2014 og 110. fundargerð frá 14.4.2014.

Lagðar fram.

17.Fundargerðir 2014 - Fasteignafélag Akaness slf

1404114

28. fundargerð Fasteignafélags Akraness slf. frá 9.4.2014.

Lögð fram.

18.Fundargerðir 2014 - Fasteignafélag Akraness ehf

1404113

8. fundargerð Fasteignafélags Akraneskaupstaðar ehf. frá 9.4.2014 og fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Akraneskaupstaðar frá 9.4.2014.

Lagðar fram.

19.Fundargerðir 2014 - stjórn OR

1403061

198. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 17.1.2014 og 199. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26.1.2014.

Lagðar fram.

20.Fundargerðir 2014 - Höfði

1401149

38. fundagerð stjórnar Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis frá 14.4.2014.

Lögð fram.

21.Fundargerðir 2014 - Yfirkjörstjórn

1404033

Fundargerðir yfirkjörstjórnar frá 3. og 4. apríl 2014.

Lagðar fram.

22.Fundargerðir 2014 - Faxaflóahafnir sf.

1401090

119. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 11.4.2014.

Samþykkt 9:0 að taka fundargerðina með afbrigðum til kynningar á fundinum.

Lögð fram.

Til máls tók: GS og GPJ.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00