Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Deiliskipulag - Höfðasel
2103268
Nýtt deiliskipulag Höfðasels byggir á eldra deiliskipulagi undir iðnaðarsvæði. Skilgreindar verða aðkomuleiðir að nýju athafnasvæði í Grjótkelduflóa austan skipulagssvæðisins frá Akrafjallsvegi. Nýjar lóðir eru skilgreindar sem iðnaðarlóðir ásamt lóðum undir helstu veitumannvirki. Skipulagið fellur undir eftirfarandi landnotkunarflokkar skv. aðalskipulagi Akraness I-314, I-315, I-316.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 8. ágúst 2025 til 19. september 2025.
Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt ásamt greinagerð skipulagsfulltrúa með lítilsháttar breytingum frá auglýsingu. Deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 8. ágúst 2025 til 19. september 2025.
Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt ásamt greinagerð skipulagsfulltrúa með lítilsháttar breytingum frá auglýsingu. Deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild.
Bæjarstjórn samþykkir nýtt deiliskipulag vegna Höfðasels, að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og að auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar bæjarstjórnar við framkomnum athugasemdum við deiliskipulag Höfðasels.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar bæjarstjórnar við framkomnum athugasemdum við deiliskipulag Höfðasels.
Samþykkt 9:0
2.Breyting á aðalskipulagi Akranes 2021-2033 - Stækkun I-314
2507058
Breytingar á aðalskipulagi Akraness 2021-2033, til samræmis við nýtt deiliskipulags Höfðasels. Breytingin inniheldur lítillega stækkun á svæði I-314 syðst upp að Höfðaselsholti. svæði I-314 er stækkað lítillega syðst upp að Höfðaselsholti. Breytingin hefur verið auglýst samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11. ágúst 2025 til og með 22. september 2025. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytingu vegna Höfðasels, að breytingin verði send Skipulagsstofnun til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytingu vegna Höfðasels, að breytingin verði send Skipulagsstofnun til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi Akraness 2021-2033 vegna Höfðasels og að aðalskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun til fullnaðarafgreiðslu.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
3.Breyting á deiliskipulagi sementsreits - A og B reitur
2510011
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi á sementsreit, A og B reit. Breytingar innihalda að reitir B7 og B8 verði sameinaðir í B7, reitir B9 og B10 verði sameinaðir í B9 ásamt lítilsháttar breytingum á lóðarstærðum og byggingarreitum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna A og B reitar á sementsreit en breytingin felst í að reitir B7 og B8 verði sameinaðir í B7 og að reitir B9 og B10 verði sameinaðir í B9, ásamt lítilsháttar breytingum á lóðarstærðum, nýtingarhlutfalli og byggingarreitum. Jafnframt að deiliskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
4.Vesturgata 133 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2502165
Umsókn um skipulagsbreytingu á Vesturgötu 133. Í breytingu felst stækkun sólstofu til suðvesturs, hækkun þaks og útlitsbreyting, viðbygging á annari hæð íbúðarhúss á suðausturhlið. Grenndarkynnt var í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 22. ágúst 2025 til 22. september 2025, fyrir lóðarhöfum Vesturgötu 131, 134, 135 og 136. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að breytingin verði samþykkt skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að breytingin verði samþykkt skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna Vesturgötu 133, að deiliskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
Samþykkt 9:0
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
Samþykkt 9:0
5.Framkvæmdaleyfi - sementsreitur, gatnagerð 2. áf
2509157
Umsókn um leyfi til framkvæmda samkvæmt 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna gatnagerðar á sementsreit, 2. áfanga.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á Sementsreit, 2. áfanga, skv. 13.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á Sementsreit, 2. áfanga, skv. 13.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á sementsreit, 2. áfanga, samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
6.Framkvæmdaleyfi - Sjóvarnargarður í Krókalóni og á Ægisbraut
2509178
Umsókn um leyfi til framkvæmda samkvæmt 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna sjóvarnargarðs í Krókalóni og við norðurenda Ægisbrautar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnargarðs í Krókalóni og við norðurenda Ægisbrautar skv. 13.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnargarðs í Krókalóni og við norðurenda Ægisbrautar skv. 13.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Til máls tók: GIG.
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnargarðs í Krókalóni og við norðurenda Ægisbrautar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnargarðs í Krókalóni og við norðurenda Ægisbrautar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt 9:0
7.Menningarverðlaun 2025
2509005
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. október sl. tillögu menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2025 og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Gert er ráð fyrir að lokað verði fyrir útsendingu frá bæjarstjórnarfundinum við afgreiðslu málsins til að tryggja trúnað en afhending nafnbótarinnar fer fram á setningarhátíð Vökudaga.
Gert er ráð fyrir að lokað verði fyrir útsendingu frá bæjarstjórnarfundinum við afgreiðslu málsins til að tryggja trúnað en afhending nafnbótarinnar fer fram á setningarhátíð Vökudaga.
Samþykkt tillaga forseta um að afgreiðslu dagskrárliðarins sé frestað þar til í lok fundar og að slökkt verði á útsendingu fundarins við afgreiðsluna.
Til máls tóku:
VLJ úr stóli forseta, LL, SAS, JMS, KHS, EBr, GIG. RBS og LÁS.
Samþykkt 9:0
Til máls tóku:
VLJ úr stóli forseta, LL, SAS, JMS, KHS, EBr, GIG. RBS og LÁS.
Samþykkt 9:0
8.Samstarf sveitarfélaga - kostir og gallar
2510081
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. október 2025 að leggja til við bæjarstjórn að senda sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar formlegt erindi þar sem lagt yrði til að sveitarfélögin setji á laggirnar stýrihóp sem taki saman eða láti taka saman greiningu á kostum og göllum þess að sveitarfélögin sameinist. Til hliðsjónar verði m.a. höfð áform stjórnvalda um breytingar varðandi samvinnu sveitarfélaga þar sem stefnt sé að því tryggja skýrari reglur um kostnaðarskiptinu sem byggi á raunkostnaði við starfsemi í hvoru/hverju sveitarfélagi fyrir sig og heimild sveitarfélags sem sinnir verkefnum fyrir annað sveitarfélag til að reikna sérstakt álag vegna veittrar þjónustu.
Bæjarráð taldi að í sameiningu sveitarfélaganna felist mikil tækifæri til að bæta enn frekar þjónustu til íbúa en úttekt/skýrslugerð/greining myndi eðli máls samkvæmt leiða fram kosti og galla þess.
Slíkri könnun þyrfti ekki að fylgja nein skuldbinding um frekari úrvinnslu en ákvörðunarvald þar að lútandi yrði alfarið í höndum hvors sveitarfélags um sig.
Bæjarráð vísaði ákvörðuninni til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarráð taldi að í sameiningu sveitarfélaganna felist mikil tækifæri til að bæta enn frekar þjónustu til íbúa en úttekt/skýrslugerð/greining myndi eðli máls samkvæmt leiða fram kosti og galla þess.
Slíkri könnun þyrfti ekki að fylgja nein skuldbinding um frekari úrvinnslu en ákvörðunarvald þar að lútandi yrði alfarið í höndum hvors sveitarfélags um sig.
Bæjarráð vísaði ákvörðuninni til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tóku:
LÁS, LL, KHS, VLJ úr stóli forseta sem les upp bréf sem er fundargátt.
Bæjarstjórn samþykkir að senda Hvalfjarðarsveit erindi þar sem lagt er til sveitarfélögin setji á laggirnar stýrihóp sem taki saman eða láti taka saman greiningu óháðs aðila á kostum og göllum þess að sveitarfélögin sameinist.
Samþykkt 9:0
LÁS, LL, KHS, VLJ úr stóli forseta sem les upp bréf sem er fundargátt.
Bæjarstjórn samþykkir að senda Hvalfjarðarsveit erindi þar sem lagt er til sveitarfélögin setji á laggirnar stýrihóp sem taki saman eða láti taka saman greiningu óháðs aðila á kostum og göllum þess að sveitarfélögin sameinist.
Samþykkt 9:0
9.Fundargerðir 2025 - bæjarráð
2501002
3603. fundur bæjarráðs frá 25. september 2025.
3604. fundur bæjarráðs frá 9. október 2025.
3604. fundur bæjarráðs frá 9. október 2025.
Til máls tók:
LL, um fundargerð nr. 3603, dagskrárliði nr. 4, nr. 9, nr. 10 og nr. 11.
LL um fundargerð nr. 3604, dagskrárliðir nr. 6, nr. 10, nr. 11 og nr. 13.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
LL, um fundargerð nr. 3603, dagskrárliði nr. 4, nr. 9, nr. 10 og nr. 11.
LL um fundargerð nr. 3604, dagskrárliðir nr. 6, nr. 10, nr. 11 og nr. 13.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
10.Fundargerðir 2025 - velferðar- og mannréttindaráð
2501003
252. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Fundargerðir 2025 - skóla- og frístundaráð
2501004
270. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 8. október 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.Fundargerðir 2025 - skipulags- og umhverfisráð
2501005
334. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 6. október 2025.
Til máls tók:
SAS um dagskrárliði nr. 2 og nr. 14.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
SAS um dagskrárliði nr. 2 og nr. 14.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.Fundargerðir 2025 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl
2501025
197. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 18. september 2025.
Umsögn Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 19. september 2025 - mál nr.S-160/2025.
Umsögn Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 19. september 2025 - mál nr.S-160/2025.
Fundargerðin og umsögn Heilbrigðisnefndar í máli nr. S-160/2025 lögð fram til kynningar.
14.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar
2501029
985. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:58.
Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2509005 Menningarverðlaun Akraness 2025 en málið var til umfjöllunar á lokuðum fundi bæjarráðs frá 9. október sl.
Forseti óskar jafnframt eftir að taka inn með afbrigðum, mál nr. 2510081 Samstarf sveitarfélaga - kostir og gallar, en málið var í útsendri dagskrá vegna lokaðs fundar bæjarstjórar.
Málin verði dagskrárliðir nr. 7 og 8 og verði afbrigðin samþykkt, og númeraröð annarra mála á fundinum hliðrist sem því nemur og verða þá nr. 9 til og með 14.
Samþykkt 9:0