Fara í efni  

Bæjarstjórn

1154. fundur 23. október 2012 kl. 17:00 - 18:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.

1.1.Skýrsla um ferlimál 2012

1210103

Til máls tóku: ÞÓ, bæjarstjóri.

1.2.Sólmundarhöfði 7 - þjónustu- og öryggisíbúðir

1109148

1.3.Höfði - fjárhagsáætlun 2012

1206089

2.Stjórn Akranesstofu - 57

1210014

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 10. október 2012.

Lögð fram.

2.1.Fjármál Akranesstofu

1210063

2.2.Norðurlandameistaramót í eldsmíði 2013

1210064

2.3.Visitakranes.is - samningur um rekstur ferðaþjónustuvefs

1209175

2.4.Vökudagar 2012

1210065

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 76

1210015

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 15. október 2012.

Lögð fram.

3.1.Holtsflöt 7 breytingar innbyrðis

1210068

3.2.Gamli vitinn umsókn um að steypa nýja stétt við vitann.

1210098

3.3.Merkigerði 9, breytt notkun á kyndistöð og klæðning.

1210097

3.4.Höfði - fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2014 - 2016.

1210123

3.5.Ferðaþjónusta á Akranesi

1209082

3.6.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.

1012111

3.7.Landsskipulagsstefna

1208016

4.Fjölskylduráð - 98

1210016

Fundargerð fjölskylduráðs frá 16. október 2012.

Lögð fram.

4.1.Kynning á verkefni og samstarfi við Akraneskaupst. vegna innflytjenda

1209135

4.2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

4.3.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa

1208119

Til máls tóku: E.Br, GPJ, HR, ÞÓ, GS, bæjarstjóri.

4.4.Fjárhagsáætlun 2012- fjölskyldustofa

1110153

5.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2012

1201149

102. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 12. október 2012.

Lögð fram.

6.Höfði - fundargerðir 2012

1201438

17. fundargerð stjórnar Höfða frá 17. október 2012.

Lögð fram.

7.Yfirkjörstjórn - fundargerðir 2012

1205043

Fundargerðir yfirkjörstjórnar frá 3. september og 9. október 2012.

Lagðar fram.

7.1.Staðgreiðsla 2013 - áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga

1210057

8.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði

1205064

Bréf bæjarráðs dags. 12. október 2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga um grófurðunarsvæði verði auglýst skv. 41. gr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2012.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 9:0.

9.Sólmundarhöfði 7 - þjónustu- og öryggisíbúðir

1109148

Bréf bæjarráðs dags. 19. október 2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að fela byggingar- og skipulagsfulltrúa að gera viðeigandi kröfur til eiganda hússins á grundvelli byggingar - og skipulagslaga, þannig að húsið verði byggt upp án frekari seinkunar í samræmi við gildandi samþykktir, eða aðrar ráðstafanir gerðar á grundvelli laga þar um.

Til máls tóku: SK, E.Br, HR, GPJ, bæjarstjóri, GS, SK.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 9:0.

10.Höfði - fjárhagsáætlun 2012

1206089

Bréf bæjarráðs dags. 19. október 2012, þar sem viðaukaáætlun Höfða vegna ársins 2012 er vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn á tillögu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar kaupstaðarins í heild sinni. Jafnframt að heimilað verði að hefja framkvæmdir við stækkun hjúkrunardeildar í samræmi við beiðni þar um.

Til máls tók: HR.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 9:0.

11.Sóknaráætlun landshlutasamtaka

1210067

Bréf bæjarráðs dags. 12. október 2012, þar sem óskað er umfjöllunar Akraneskaupstaðar á þeim hugmyndum sem uppi eru hvað varðar breytingar á samráðsvettvangi samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, hugmyndir um skipan fulltrúa í slíkan vettvang, skipan framkvæmdaráðs og fl. Tillaga formanns bæjarráðs um að bæjarstjórn komi saman til sérstaks óformlegs fundar þar sem málið verður rætt sérstaklega, en til hans verði ekki boðað fyrr en atvinnumálanefnd hefur lokið umfjöllun sinni um málið.

Til máls tóku: IV, GPJ, HR, GS, E.Br, GPJ, bæjarstjóri, SK.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum 9:0.

12.Bæjarstjórn - 1153

1210008

Fundargerð bæjarstjórnar frá 9. október 2012.

Fundargerðin staðfest 9:0.

13.Bæjarráð - 3166

1210012

Fundargerð bæjarráðs frá 11. október 2012.

Lögð fram.

13.1.Höfði - framkvæmdir við endurbyggingu hjúkrunardeildar

1210028

13.2.Skagaver, Miðbær 3 - skaðabótarkrafa

1210069

13.3.Sóknaráætlun landshlutasamtaka

1210067

13.4.Fyrirspurn um götulýsingu.

1209101

13.5.Búnaðarkaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.

1112141

14.Skagaver, Miðbær 3 - skaðabótarkrafa

1210069

Bréf bæjarráðs dags. 12. október s.l. þar sem tillögu Ívars Pálssonar hrl. um greiðslu samtals að fjárhæð 39,8 m.kr. er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gunnar tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga, vegna náinna tengsla við framkvæmdastjóra lögmannsstofu málsaðila.

Til máls tóku: SK, E.Br, GPJ, bæjarstjóri, SK.

Tillaga að afgreiðslu bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir, með vísan til minnisblaðs Landslaga frá 9. október 2012, að greiða skaðabætur vegna verðrýrnunar hússins, samræmi við niðurstöðu yfirmatsmanna og hluta kostnaðar, þ.e. vexti, kostnað vegna undirmats, hluta yfirmats og lögmannsþóknunar, samtals að fjárhæð 39,8 m.kr. Með greiðslu á þeirri kröfu telur Akraneskaupstaður að Skagaver eigi ekki frekari kröfur á hendur sveitarfélaginu. Gert verði ráð fyrir fjárveitingu í viðauka fjárhagsáætlunar 2012 vegna þeirra útgjalda sem tillagan ber með sér, og mætt með hækkun staðgreiðslutekna útsvars um sömu fjárhæð.

Tillagan samþykkt 8:0.

14.1.Jafnréttisstofa - fyrirspurn v/vinnuhóps um samræmingu fjölsk.- og atvinnulífs.

1210050

14.2.OpenStreetMap - aðgangur að gögnum

1209090

14.3.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013

1209178

14.4.Uppgjör á staðgreiðslu til sveitarfél. eftir álagningu útsvars 2012 v/tekna 2011

1210048

14.5.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði

1205064

14.6.Kór Akraneskirkju - notkun á Bíóhöllinni.

1210012

14.7.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2012.

1203022

14.8.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd

1007020

15.Bæjarráð - 3167

1210017

Fundargerð bæjarráðs frá 18. október 2012.

Lögð fram.

15.1.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

15.2.Höfði - fjárhagsáætlun 2013

1210117

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00