Fara í efni  

Bæjarstjórn

1179. fundur 26. nóvember 2013 kl. 17:00 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
 • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1301269

Skýrsla bæjarstjóra 26. nóvember 2013.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

Til máls tóku: EBr, bæjarstjóri, GPJ, EBr, ÞÞÓ, SK, IV.

Einar Brandsson leggur fram eftirfandi tillögu: "Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á viðtalstímum þar sem íbúum Akraneskaupstaðar er gefin kostur á að eiga viðtal við bæjarfulltrúa".

Tillaga Einars samþykkt: 9:0.

2.Erindisbréf fyrir menningarmálanefnd

1304175

Erindi bæjarráðs dags. 14. nóvember þar sem erindisbréfi Menningarmálanefndar er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Samþykkt 9:0.

3.Aðalskipulagsbreyting Akurshóll (Akursbraut 5).

1305212

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 15. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Tillagan var auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: EBr, ÞÞÓ, bæjarstjóri, GS, hann óskaði að bókað yrði að hann leggur til að hóllinn verði friðaður., SK

Bæjarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa niðurstöðuna og senda Skipulagsstofnun aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt: 7:0

Á móti: GS og EBr.

4.Deiliskipulag Akurshóls (Akursbraut 5).

1307062

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 15. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir tillögu að deiliskipulagi Akurshóls. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: GPJ

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið með þeirri breytingu að hámarkshæð bygginga verði 4,5 m yfir gólfkóta í stað 6 m. Ákvæði um svefnloft er fellt niður og þakhalla breytt úr 22°- 45° í 22°-35°. Með því er dregið úr áhrifum byggðarinnar á nánasta umhverfi. Breytingin á ekki við meginatriði deiliskipulagsins og krefst ekki nýrrar auglýsingar deiliskipulagstillögunnar sbr. grein 5.7.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar og senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til athugunar sbr. ákvæði sömu greinar.

Samþykkt: 7:0

Á móti: GS og EBr.

5.Bæjarstjórn - 1178

1311003

Fundargerð frá 12. nóvember 2013.

Staðfest 9:0.

6.Bæjarráð - 3204

1311004

Fundargerð frá 14. nóvember 2013.

Til máls tóku undir lið 27, "Starfsheitið leikskólasérkennari": GS, IV, GPJ.

Leiðrétta þarf að það á að vera leikskólasérkennari (ekki leikskólakennari) og einnig að erindið var samþykkt.

Fundargerðin lögð fram.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 101

1311015

Fundargerð frá 18. nóvember 2013.

Til máls tók undir lið 1, "Aðalskipulagsbreyting Akurshól": EBr. og gerði athugasemdir við bókun, þess er ekki getið hvaða bæjarfulltrúar mættu, þar voru Þröstur Ólafsson, Sveinn Kristinsson, Einar Brandson, Guðmundur Páll Jónsson og Einar Benediktsson.

Fundargerðin lögð fram.

8.Fjölskylduráð - 128

1311012

Fundargerð frá 19. nóvember 2013

Til máls tóku undir lið 6, "Bæjarstjórnarfundur unga fólksins": ÞÞÓ, SK og hvetja þeir fólk til að mæta/hlusta á bæjarstjórnarfund unga fólksins.

Fundargerðin lögð fram.

9.Framkvæmdaráð - 109

1310026

Fundargerð frá 7. nóvember 2013

Lögð fram.

10.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2013

1301219

Fundargerð nr. 114 frá 8. nóvember 2013.

Lögð fram.

11.OR - fundargerðir 2013

1301513

Fundargerð nr. 193 frá 23. október og nr. 194 frá 4. nóvember 2013.

Funargerðirnar lagðar fram.

Til máls tóku: GS, GPJ

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00