Fara í efni  

Bæjarstjórn

1136. fundur 22. nóvember 2011 kl. 17:00 - 17:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
 • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Magnús Freyr Ólafsson varamaður
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skipulags- og umhverfisnefnd - 58

1111013

Fundargeðr skipulags- og umhverfisnefndar frá 14. nóvember 2011.

1.1.Landsskipulagsstefna

1111016

1.2.Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.

1109197

1.3.Miðbær 1 - umsókn um lóð

1110149

1.4.Vatnasvæðisnefnd - tilnefning

1110260

1.5.Umsókn um svæði - Blómalundur 4 og Baugalundur 7, 9 og 11

1109211

1.6.Skipulagsreglugerð - umsögn

1107063

2.Fjölskylduráð - 77

1110006

Fundargerð fjölskylduráðs frá 15. nóvember 2011.

Til máls tók: IV.

2.1.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1111038

2.2.Fjárhagserindi - áfrýjun 2011

1102344

2.3.Desemberuppbót á fjárhagsaðstoð

1111080

2.4.Vallarsel - ástand lóðar og tækja leikskólans

1109068

2.5.Leikskólamál -fyrirspurn um innritun barna fædd 2010

1109161

2.6.Leikskólamál-fyrirspurn um innritun barna fædd 2010

1111030

2.7.Fjárhagsáætlun leikskóla 2012

1111084

2.8.Skóladagatal 2011-2012

1103066

2.9.Styrkir 2011- v/menningar, íþróttamála, atvinnumála o.fl.

1109173

2.10.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

2.11.Starfshópur um skólamál

1108133

2.12.Aðstoð vegna húsnæðis

1107396

3.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur - 2011

1101190

163. fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 11. nóvember 2011.

4.Faxaflóahafnir sf - Fundargerðir 2011

1101169

92. fundur stjórnar Faxaflóahafna frá 11. nóvember 2011.

5.Fundargerðir Höfða 2011

1102004

9. fundargerð stjórnar Höfða frá 15. nóvember 2011.

6.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld

1010036

Bréf bæajrráðs dags. 11. nóvember 2011, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur um breytingar á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána 9:0.

7.Stjórnsýslukæra - Ráðning í stöðu kennara

1009154

Bréf bæjarráðs dags. 11. nóvember 2011, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samning um bætur v/stjórnsýslukæru um ráðningamál í Brekkubæjarskóla og fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn 9:0.

8.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur

1001061

Bréf bæjarráðs dags. 11. nóvember 2011, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að staðfesta samþykkt á samningi við Golfklúbbinn Leyni, um byggingu á vélaskemmu.

Til máls tóku: GS, GPJ, bæjarritari, GS, GPJ.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn 9:0 með þeim fyrirvara að fjárhæðir samningsins varðandi gatnagerðargjöld verði leiðrétt ef endurskoðun þeirra leiðir til þess. Fjárveitingu vegna ársins 2012 í samningnum er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2012.

9.Jólaskreytingar á vegum Akraneskaupstaðar

1011111

Bréf bæjarráðs dags. 11. nóvember 2011, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja aukafjárveitingu vegna jólaskreytinga að upphæð 2,1 m.kr. og fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Til máls tóku: IV, bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna 9:0.

10.Bæjarstjórn - 1135

1111005

Fundargerð bæjarstjórnar frá 8. nóvember 2011.

Fundargerðin samþykkt 9:0.

11.Bæjarráð - 3131

1111006

Fundargerð bæjarráðs frá 10. nóvember 2011.

11.1.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld

1010036

11.2.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

11.3.Starf verkefnastjóra um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum

1103130

11.4.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

11.5.Fimleikafélag Akraness - búnaðarkaup

1109010

11.6.Ráðningamál v/kennara í Brekkubæjarskóla

1009154

11.7.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur

1001061

11.8.Brekkubæjarskóli - aðkoma að skólastjórn og starfsmannamálum

1107106

Til máls tóku: GS, GPJ, bæjarstjóri, SK, GS, SK, IV.
Gunnar Sigurðsson óskar eftir að bréf Hrannar Eggertsdóttur og Bjarna Þórs Bjarnasonar verði bókað orðrétt í fundargerð:
Akranesi 3. nóvember 2011.
"Til bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar.
Við undirrituð fengum bréf með svokölluðum svörum við bréfi okkar frá því í sumar sem varðaði aðkomu Sveins Kristinssonar og bæjarstjórnar að skólastjórn Brekkubæjarskóla. Bréf bæjarstjórnar var snautlegt og fullt af endurtekningum og útúrsnúningum og ætlum við ekki að elta ólar við það meira, sáum að bæjarfulltrúar hafa ekki lagt á sig að kynna sér erindi okkar!!!! Við viljum hinsvegar leiðrétta þann ótrúlega misskilning að sátt hafi orðið við okkur undirrituð, Bjarna Þór og Hrönn. Sátt varð hins vegar á milli Arnbjargar Stefánsdóttur skólastjóra og Sigríðar Skúladóttur í apríl s.l. Sú sátt eða það mál, hefur ekkert með okkur að gera, alls ekkert! Við vorum kölluð til viðtals þann 3. júní, sem reyndust vera yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal! Ákærur m.a. eftir meintum klögum utan úr bæ, sem allir vita sem þekkja undirritaðan Bjarna Þór, að eru ekki sannar! Reynt var að ýja að því að veikindadagar undirritaðrar Hrannar væru ansi margir, sem á sér heldur enga stoð. (meðfylgjandi skjal frá bæjarskrifstofunni um veikindi Hrannar s.l. 10 ár.) Svo það sem bítur höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur! Um leið gengur út úr skólanum 67 ára reynsla, farsæl að því við best vitum.
Bjarni Þór Bjarnason, Hrönn Heiðbjört Eggertsdóttir."

Gunnar Sigurðsson óskaði eftir að eftirfarandi verði bókað:

Bókun á fundi Bæjarstjórnar Akraness 22.nóvember 2011

"Ég undirritaður bæjarfulltrúi lýsi furðu minni á afgreiðslu bæjarráðs Akraness þann 10. nóvember 2011 á bréfi þeirra Hrannar Eggertsdóttur og Bjarna Þórs Bjarnasonar, dagsettu 3. nóvember 2011. Bréfið er stílað á Bæjarstjórn Akraness en einungis lagt fram í bæjarráði án afgreiðslu. Eðlileg málsmeðferð er að vísa bréfum til bæjarstjórnar, til bæjarstjórnar.

Bréf þetta olli undirrituðum miklum vonbrigðum. Á lokuðum fundi bæjarstjórnar þann 29. ágúst 2011 var farið yfir málefni skólans og kynnt greinargerð forseta bæjarstjórnar. Niðurstaða þessa lokaða fundar var að fela starfsmannastjóra Akraneskaupstaðar að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum. Ég leit þannig á að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur Brekkubæjarskóla við að vinna bug á þeim starfsmannavandamálum sem þar voru uppi. Undirritaðu hefur ekkert heyrt meira um þetta mál fyrr en hann las bréf Bjarna Þórs og Hrannar. Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann.

Þar sem skyldleikar eru með mér og Hrönn Eggertsdóttur læt ég ógert að ræða hennar mál en sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammast ég mín fyrir, ef satt er, að Bjarna Þór Bjarnasyni, sem er fyrrverandi Bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Það eru ekki margir sem hafa gert jafn mikið fyrir samfélagið hér á Akranesi eins og hann.

Ég vil líka vekja athygli á því að á sama fundi bæjarráðs var tekið fyrir samkomulag um greiðslu bóta til fyrrverandi starfsmanns Brekkubæjarskóla vegna ráðningarmála. Þetta samkomulag er til staðfestingar á þessum bæjarstjórnarfundi.

Ég óska eftir því að starfsmannastjóri Akraness gefi Bæjarstjórn Akraness skriflega skýrslu um aðkomu sína að máli Bjarna Þórs og Hrannar.

Þá vil ég einnig að það komi fram hér að því miður held ég að starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla sé ekki lokið.
Akranesi 22.nóvember 2011

Gunnar Sigurðsson
bæjarfulltrúi."

11.9.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

1111069

11.10.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun 2012

1111070

11.11.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fyrirspurn um fráveitumál

1111071

11.12.SSV - spurningalisti til sveitarfélaga

1111075

11.13.Jólaskreytingar á vegum Akraneskaupstaðar

1011111

11.14.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.

1101010

11.15.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

11.16.Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga 2011

1111028

11.17.Fundargerð samráðsfundar stjórnar sambandsins og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka svei

1111027

11.18.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2011

1107002

11.19.Starfshópur um atvinnumál - 12

1111009

12.Bæjarráð - 3132

1111014

Fundargerð bæjarráðs frá 13. nóvember 2011.

12.1.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

13.Bæjarráð - 3133

1111017

Fundargeð bæjarráðs frá 16. nóvember 2011.

13.1.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00