Fara í efni  

Bæjarstjórn

1385. fundur 20. desember 2023 kl. 20:00 - 20:28 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
 • Einar Brandsson 1. varaforseti
 • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2302196 Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar, mál nr. 2306130 Langtímveikindi starfsmanna 2023 (veikindapottur), mál nr. 2312169 Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts. mál nr. 2312127 KFÍA - rekstrarsamningur vegna Jaðarsbakkasvæðisins, mál nr. 2312178 Fundir bæjarstjórnar og mál nr. 2301002 Fundargerðir bæjarráðs nr. 3551 frá 14. desember 2023 og nr. 3552 frá 20. desember 2023.
Málin verða nr. 3 til og með 8 verði afbrigðin samþykkt og þá verður mál nr. 2301019 Fundargerðir Orkuveitunnar nr. 9 í dagskránni.

Samþykkt 9:0

1.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027.

2306146

Tillaga um hækkun útsvars til samræmis við samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga dags. 15. desember 2023 varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvars.Um tilfærslu fjármuna er að ræða á milli ríkis og sveitarfélaga og er útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkuð um 0,23% en tekjuskattsprósenta ríkisins lækkuð í sama mæli þannig að útsvarsgreiðendur verða ekki fyrir beinum áhrifum vegna þessa.
Til máls tóku:

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi þann 16. desember 2023, samþykkir bæjarstjórn Akraness að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.

Samþykkt 9:0

2.Reglur 2024 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

2312070

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. desember síðastliðinn reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2024 og vísaði þeim til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja vegna ársins 2024.

Samþykkt 9:0

3.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2302196

Sameiginlegur viðauki bæjarráðs, viðauki nr. 15.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 15 og ráðstafanir samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali. Viðaukinn hefur áhrif sem nemur kr. 2.663.200 á fjárhagsáætlun ársins og er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Samþykkt 9:0

4.Langtímaveikindi starfsmanna 2023 (veikindapottur)

2306130

Úthlutun úr veikindapotti vegna síðari hluta ársins 2023, tímabilið 1. júlí til og með 31. desember.

Viðauki nr. 16.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 16 samtals að fjárhæð kr. 32.492.013 og er ráðstöfuninni mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins og fær á tegundarlykilinn 16914 á hverja stofnun fyrir sig sbr. skiptingu samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.

Samþykkt 9:0

Samtals hefur þá verið úthlutað kr. 88.575.868 til stofnana Akraneskaupstaðar á árinu 2023 vegna afleysingakostnaðar sem tilkominn er vegna langtímaveikinda starfsmanna.

5.Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts

2312169

Umsóknir um styrki til greiðslu fasteignaskatta árið 2023.

Viðauki nr. 17.
Til máls tók:
Forseti sem víkur af fundi vegna vanhæfis. Ekki gerðar athugasemdir við ákvörðun bæjarfulltrúans VLJ af hálfu annarra bæjarfulltrúa.

EBr, fyrsti varaforseti, tók við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 17 sem felur í sér tilfærslu fjármuna af deild 20830-5946, samtals að fjárhæð kr. 2.350.000, og inn á deildir 08890-5948 og 07890-5948 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Samþykkt 9:0

VLJ tekur sæti á fundinum að nýju og við stjórn fundarins.

6.KFÍA - rekstrarsamningur vegna Jaðarsbakkasvæðisins

2312127

Viðauki vegna rekstrarsamnings Akraneskaupstaðar og KFÍA um Jaðarsbakkasvæðið.

Viðauki nr. 18.
Bæjarstjórn samþkkir viðauka nr. 18 vegna rekstrarsamnings Akraneskaupstaðar og KFÍA um Jaðarsbakkasvæðið frá 30. mars 2023. Viðaukinn felur í sér tilfærslu á fjármagni frá deildunum 06610, 06510 og 20830 og á deildina 06820-5948 sbr. meðfylgjandi skjal.

Samþykkt 9:0

7.Fundir bæjarstjórnar

2312178

Gerð er tillaga um að fella niður fund bæjarstjórnar sem samkvæmt fundaáætlun ársins ætti að vera 26. desember næstkomandi.Hefð er fyrir því að bæjarstjórn Akraness fundi aðeins einu sinni í desember ár hvert.
Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fund bæjarstjórnar sem samkvæmt samþykktri dagskrá var fyrirhugaður þann 26. desember 2023.

Samþykkt 9:0

Næsti fundur bæjarstjórnar Akraness verður þann 9. janúar 2024.

Samþykkt 9:0

8.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3551. fundargerð bæjarráðs frá 14. desember 2023.

3552. fudargerð bæjarráðs frá 20. desember 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - Orkuveita Reykjavíkur

2301019

342. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 2. október 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Forseti óskar bæjarfulltrúum og fjölskyldum þeirra sem og öllum bæjarbúum Akraness gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Fundi slitið - kl. 20:28.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00