Fara í efni  

Bæjarstjórn

1383. fundur 28. nóvember 2023 kl. 17:00 - 18:22 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Magni Grétarsson varamaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026

2204124

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2023 viðauka við þjónustusamning á milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness og vísaði ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka við þjónustusamning á milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness en viðaukinn er fyrst og fremst til að auka skýrleika þjónustusamningsins.

Samþykkt 9:0

2.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 20. nóvember 2023 að leggja til við bæjarstjórn að ganga til samninga við Basalt arkitekta varðandi deiliskipulagsvinnu á Jaðarsbökkum samanber greinargerð skipulagsfulltrúa.



Ráðið mun bjóða framkvæmdastjóra og fulltrúa stjórnar ÍA og KFÍA (tveimur aðilum frá hvoru félagi) að sitja fundi skipulags- og umhverfisráðs sem áheyrnarfulltrúar reglulega undir þessum málslið, þar til skipulagsvinna klárast.
Til máls tóku:
GIG, RBS, KHS, EBr, SAS og VLJ úr stóli forseta.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gengið verði til samninga við Basalt arkitekta varðandi deiliskipulagsvinnu á Jaðarsbökkum.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins m.a. að finna hentugan tíma fyrir íbúafund þar sem kynnt verða næstu skref í þessari vinnu.

Samþykkt 9:0

3.Deiliskipulag Akratorg Kirkjubraut 1 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309252

Umsókn lóðarhafa að Kirkjubraut 1, um að fremri byggingin á lóðinni við Kirkjubraut 1 verði í heild sinni klædd að utan með báruklæðningu, með þeim formerkjum að allur frágangur á klæðningu verði í samræmi við byggingarstíl frá þeim tíma sem húsið er byggt.



Umsóknin var grenndarkynnt skv. 2 mgr. 43. gr skipulagslaga nf. 123/2010. Frá 16. október til 16. nóvember 2023 fyrir lóðarhöfum

að Kirkjubraut 2, 3 og 4-6, Skólabraut 37 og Heiðargerði 6 og 8. Þrjú samþykki bárust.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.



Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Akratorgs vegna Kirkjubrautar 1, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur deilskipulagskostnaður er hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

4.Skógarlundur 5 hækkun á nhl lóðar - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309220

Umsókn lóðarhafa að Skógarlundi 5 um að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar í 0,38 úr 0,35. Heimilað byggingarmagn verður 323,8 fermetrar. Annað er óbreytt.



Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11.október til 9. nóvember 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 2, 3, 4, 6 og 7.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.



Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar um 0,03, úr 0,35 í 0,38, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur deilskipulagskostnaður er hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

5.Skógarlundur 7 hækkun á nhl lóðar - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309227

Umsókn lóðarhafa að Skógarlundi 7, um að hækka nýtingarhlutfall í 0,38 úr 0,35. Heimilað byggingarmagn verður 316,5 fermetrar. Heimilt verði að fjórðungur hússins verði stallaður. Annað er óbreytt.



Erindið var grennarskynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11. október til 9. nóvember 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 4, 5, 6 og 8. Eitt samþykki barst.



Skipulags- og umhvefisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.



Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar um 0,03, úr 0,35 í 0,38, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur deilskipulagskostnaður er hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

6.Gámasvæði á Breið

2311024

Farið yfir fyrirhugaðan samning Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi, Brims hf., Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna sf. varðandi afnot og rekstur lóðanna Hafnarbrautar 15 og Breiðargötu 3.



Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og vísar því áfram til bæjarstjórnar. Ráðið áréttar mikilvægi þess að ásýnd og umgengni um svæðið verði bætt.
Til máls tóku:
SAS og EBr.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs og málið komi svo e.a. að nýju til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 7:0, 2 sitja hjá (GIG og SAS).

7.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3548. fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

282. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 13. nóvember 2023

283. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20. nóvember 2023
Til máls tóku:
RBS um fundargerð nr. 283, dagskrárliði nr. 1. og nr. 4.
SAS um fundargerð nr. 283, dagskrárliði nr. 1 og nr. 10.
EBr um fundagerð nr. 283, dagskrárliði nr. 1 og nr. 10.
GIG um fundargerð nr. 283, dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

227. fundur skóla- og frístundaráðs frá 17. nóvember 2023
Til máls tóku:
JMS um dagskrárlið nr. 2.
EBr um dagskrárlið nr. 2.
VLJ um dagkrárlið nr. 2 úr stóli forseta.
GIG um dagskrárlið nr. 2 og tengd málefni og leggur fram eftirfarandi bókun vegna gerðar sjónvarpsþáttanna "Skaginn" sem sýndur var í ríkissjónavarpinu nú nýverið:

Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir sérstakri ánægju sinni með þá athygli og umfjöllun sem knattspyrnan á Akranesi og íbúar á Akranesi hafa fengið í sjónvarpsþáttunum "Skaginn" og færir þeim sem að þáttunum stóðu bestu þakkir fyrir vel unnið verk.
Bæjarstjórn minnir einnig á bókina "Knattspyrnubærinn", sem er 100 ára knattspyrnusaga Akraness og vinnu einstaklinga við gerð vefsins Á sigurslóð. Er þeim sem að þeim verkefnum stóðu færðar bestu þakkir.
Árangur knattspyrnufólks ÍA á liðnum áratugum er landsmönnum öllum kunnur og hefur orðspor þeirra og Akraness náð langt úr fyrir landsteinana. Íbúar bæjarins hafa notið ómælds ávinnings, gleði og stolts af góðu gengi þeirrar íþrótta- og alþýðumenningar sem í knattspyrnunni er fólgin. Undir merki ÍA hefur knattspyrnan verið einn af lykilþáttum ímyndar og orðspors Akraness, en á bak við þá ímynd og það orðspor liggur þrotlaus vinna og metnaður iðkenda og sjálfboðaliða. Það er Akranesi mikilvægt að viðhalda þeirri arfleifð og sögu sem felst í árangri íþróttafólks á Akranesi, en ekki er síður mikilvægt að skapa þá aðstöðu, sem lagt getur grundvöll til framtíðar að árangri, glæstri íþróttasögu og sterkri ímynd Akraness sem íþróttabæjar.

Samþykkt 9:0

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

214. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. nóvember 2023.
Til máls tóku:
KHS um dagskrárlið nr. 1.
VLJ um dagskrárlið nr. 1 úr stóli forseta.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2301017

186. fundargerð heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 6. nóvember 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2023 - Orkuveita Reykjavíkur

2301019

341. fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. september 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2301031

937. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. nóvember 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2023 - SSV

2301016

177. fundargerð stjórnar SSV frá 3. október 2023.
Til máls tóku:
RMD um dagskrárlið nr. 5.
VLJ um dagskrárlið nr. 5 úr stóli forseta.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:22.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00