Fara í efni  

Bæjarstjórn

1369. fundur 28. febrúar 2023 kl. 17:00 - 17:43 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
 • Einar Brandsson 1. varaforseti
 • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun á reglum - lögmannskostnaður í barnaverndarmálum

2210169

Drög að endurskoðuðum reglum um greiðslu lögmannskostnaðar við vinnslu barnaverndarmála lögð fram til afgreiðslu bæjarstjórnar Akraness.Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2023 reglur Akraneskaupstaðar um veitingu fjárstyrks vegna lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tóku: KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur Akraneskaupstaðar um veitingu fjárstyrks vegna lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Samþykkt 9:0

2.Samræmd móttaka flóttafólks

2209282

Akraneskaupstaður hefur samþykkt að gerast móttökusveitarfélag vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Á grundvelli þess munu Akraneskaupstaður og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti gera með sér þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks. Í samningnum þarf að tilgreina þann fjölda notenda sem Akraneskaupstaður hyggst taka á móti og veita þjónustu.Tillaga starfsmanna félagsþjónustu var lögð fyrir velferðar- og mannréttindaráð þann 7. febrúar 2023 og var eftirfarandi bókað:

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að í þjónustusamningi á milli Akraneskaupstaðar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis verði samþykktur, að Akraneskaupstaður veiti að lágmarki 40 og að hámarki 80 notendum þjónustu á hverjum tíma. Akraneskaupstaður samþykkir jafnframt að veita á hverju ári að hámarki 60 notendum þjónustu á 1. ári í samræmdri móttöku.Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2023 erindi velferðar- og mannréttindaráðs og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.


Bæjarstjórn Akraness samþykkir þjónustusamning Akraneskaupstaðar og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um samræmda móttöku flóttafólks.

Samþykkt 9:0

3.Sundfélag Akranes - málefni

2302072

Erindi Sundfélagsins varðandi búnaðarkaup.Bæjarráð samþykkti erindið en málið var til umfjöllunar í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í desember sl. Búnaðurinn varð fyrir skemmdum er framkvæmdir við nýja búningsklefa á Jaðarsbökkum stóðu yfir. Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fylgja eftir möguleikanum á að sækja tryggingabætur vegna tjónsins.Bæjarráð samþykkti kaup Akraneskaupstaðar á tímatökubúnaði en búnaðurinn verður eign kaupstaðarins. Fjármagni, samtals að fjárhæð kr. 3.290.000, verður ráðstafað af lið 20830-4995 og fært á deild 06510-4660 til að mæta útgjöldunum.Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2023 viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023 sbr. framangreint og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.


Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en viðaukinn er tilkomin vegna kaupa Akraneskaupstaðar á tímatökubúnaði vegna sundmóta. Viðaukinn er samtals að fjárhæð kr. 3.290.000 og er fjármagni ráðstafað af liðnum 20830-4995 og fært á deild 06510-4660.

Samþykkt 9:0

4.Þjónustuþörf leikskóla skólaárið 2022-2023

2206180

Erindi frá Akraseli vegna barna með sértækar stuðningsþarfir.Bæjarráð samþykkti erindið.Bæjarráð samþykkti að veita fjármunum, samtals að fjárhæð kr. 5.666.000, til að mæta útgjöldunum sem af þessu skapast. Fjármagning er ráðstafað af lið 20830-4995 og er fært inn á deild 04110-1691.Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2023 viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2023 og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.


Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2023 til að mæta auknum útgjöldum á leikskólanum Akranesi vegna sérkennslu.

Viðaukinn er samtals að fjárhæð kr. 5.666.000 og er fjármagni ráðstafað af liðnum 20830-4995 og fært á deild 04110-1691.

Samþykkt 9:0

5.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3526. fundargerð bæjarráðs frá 16. febrúar 2023.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

259. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20. febrúar 2023.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

210. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 22. febrúar 2023.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

198. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. febrúar 2023.
Til máls tóku: KHS undir lið nr. 2 og 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2022 - Orkuveita Reykjavíkur

2203045

325. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. nóvember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - Faxaflóahafnir

2301018

228. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 6. janúar 2023.

229. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 10. febrúar 2023.


Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:43.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00