Fara í efni  

Bæjarstjórn

1366. fundur 10. janúar 2023 kl. 17:00 - 17:20 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
 • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Þórður Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til þessa fyrsta fundar ársins 2023.

1.Smiðjuvellir 4 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2301052

Um er að ræða umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur eingöngu til lóðarinnar að Smiðjuvöllum 4 og felst í aukningu á nýtingarhlutfalli úr 0,52 í 0,55. Hækkað nýtingarhlutfall veitir heimild til aukinnar nýtingar innanhúss en ekki til breytinga á grunnfleti eða útliti húss. Breytingin er ekki talin varða hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og beiðanda.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 5. janúar 2023, að leggja til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan til 3. mgr. 44. gr. sömu laga.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi vegna Smiðjuvalla 4 sem felst í aukningu á nýtingarhlutfalli úr 0,52 í 0,55 og að málsmeðferð verði skv.2.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/20210, með vísan til 3. mgr. 44.gr. sömu laga.

Samþykkt 9:0

2.Húsnæðisáætlun 2023

2209033

Til ákvörðunar er árleg Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar.

Áætlunin hefur verið lögð fyrir skóla- og frístundaráð, velferðar- og mannréttindaráð og skipulags- og umhverfisráð til kynningar.
Til máls tóku:
SFÞ og KHS.

Bæjarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

3.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

195. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 6. janúar 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

206. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. desember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

254. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 6. janúar 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2022 - Orkuveita Reykjavíkur

2203045

324. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 31. október 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00