Fara í efni  

Bæjarstjórn

1362. fundur 22. nóvember 2022 kl. 17:00 - 17:43 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.OR - tillaga til eigenda um skilmálabreytingu EIB láns

2211061

Tillaga stjórnar OR til eigenda um breytingu á skilmálum EIB láns.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. nóvember 2022, skilmálabreytingu á lánasamningi Orkuveitu Reykjavíkur og Evrópska fjárfestingarbankans (EIB), nr. 85.062 að fjárhæð EUR 70 milljónum, dags. 14. desember 2016.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunartöku. Samþykkt 3:0
Til máls tóku:
Forseti gerir grein fyrir helstu efnisþáttum málsins.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir skilmálabreytingu á lánasamningi Orkuveitu Reykjavíkur og Evrópska fjárfestingarbankans (EIB), nr. 85.062 að fjárhæð EUR 70 milljónum, dags. 14. desember 2016.

Samþykkt 9:0

2.Bókasafn - kaup á tækjum

2209285

Forstöðumaður Bókasafnsins óskar eftir viðbótarfjármagni til endurnýjunar á sjálfsafgreiðsluvél.

Bæjarráð samþykkti erindi á fundi sínum þann 10. nóvember sl. og úthlutun úr tækjakaupasjóði að fjárhæð kr. 3.000.000 sem færist á deild 05210-4660 og er ráðstafað af liðnum 20830-4660. Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 21 til samræmis við ofangreint og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar málsmeðferðar. Samþykkt 3:0
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 21 sem felur í sér ráðstöfun kr. 3.000.000 af deild 20830-4660 og inn á deild 05120-4660 en um er að ræða endurnýjun á sjálfsafgreiðsluvél í Bókasafni Akraness.

Samþykkt 9:0

3.Gatnaframkvæmdir í Skógarhverfi 3C og 5

2211074

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Skógarhverfi 3C og 5.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 vegna gatnagerðar í Skógahverfi 3c og 5.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna gatnagerðar í Skógarhverfi 3c og 5 og er skv. 10. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Samþykkt 9:0

4.Þjóðvegur - gatnagerð - framkvæmdaleyfi

2211103

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Þjóðveg.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 vegna gatnagerðar við Þjóðveg.
Til máls tók: RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna gatnagerðar Við Þjóðveg og er skv. 10. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Samþykkt 9:0

5.Deiliskipulag Flóahverfi - sameining lóða.

2209140

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Flóahverfis sem felst í að sameina lóðirnar við Lækjarflóa nr. 5, nr. 7 og Nesflóa nr. 2.

Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 frá 3. október til og með 3. nóvember 2022.

Þrjú samþykki bárust og engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingu fellur á lóðarhafa.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulag Flóahverfis sem felst í sameiningu lóðanna Lækjarflóa nr. 5, Lækjarflóa nr. 7 og Nesflóa 2 í eina lóð og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

6.Deiliskipulag Flóahverfi - sameining lóða Nesflói 1 - Lækjarflói 9

2209196

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Flóahverfis sem felst í að sameina lóðirnar við Lækjarflóa 9 og Nesflóa 1.

Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44.gr skipulagslaga nr. 123/2012 frá 3. október til og með 3. nóvember 2022.

Eitt samþykki barst en engar athugasemdir.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingu fellur á lóðarhafa.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulag Flóahverfis sem felst í sameiningu lóðanna Lækjarflóa nr. 9 og Nesflóa nr. 1 í eina lóð og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingu fellur á lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

7.Deiliskipulag Akratorgsreits - Kirkjubraut 1 breyting

2204205

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Akratorgreits sem felst í að fella niður byggingarreit fyrir bílskúr og setja 8 bílastæði innan lóðar.
Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44.gr skipulagslaga nr. 123/2012 frá 2. september til og með 4. október 2022.
Ein athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við athugasemd sem barst við breytingu á skipulaginu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Ennfremur er lagt til við bæjarstjórn að greinargerð skipulagsfulltrúa sé samþykkt.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar bæjarstjórn við framkomna athugasemd við breytingu á skipulaginu.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits sem felst í að fella niður byggingarrétt fyrir bílskúr og að sett verði upp 8 bílastæði innan lóðar.

Samþykkt 9:0

8.Suðurgata 20 bílgeymsla - umsókn til skipulagsfulltrúa

2209197

Umsókn um að koma fyrir bílskúr á lóðinni Suðurgötu 20. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.

Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44.gr skipulagslaga nr. 123/2012 frá 5. október til og með 9. nóvember 2022.

Eitt samþykki barst.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir áform um byggingarleyfi fyrir lóðina Suðurgötu 20 sem felst í heimilt verður að reisa bílskúr á lóðinni.

Samþykkt 9:0

9.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3517. fundargerð bæjarráðs frá 10. nóvember 2022
Til máls tóku:
LL um dagskrárlið nr. 2.
RBS um dagskrárlið nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

250. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 14. nóvember 2022
Til máls tóku:
GIG um dagskrárlið nr. 1.
RBS um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

204. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 16. nóvember 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

192.fundur velferðar-og mannréttindaráðs 15.nóv 2022.
Til máls tók: KHS um dagskrárliði nr. 2 og nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2022 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2203254

132. fundargerð stjórnar Höfða frá 5. október 2022.
133. fundargerð stjórnar Höfða frá 17. október 2022.
134. fundargerð stjórnar Höfða frá 24. október 2022.
Til máls tók:
EBR um fundargerð nr. 132, dagskrárlið nr. 2.
EBR um fundargerð nr. 134, dagskrárlið nr. 1.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2022 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2201046

178. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 20. október 2022 ásamt fylgigögnum.
Til máls tók: KHS um dagskrárliði nr. 1, nr. 7.1 og nr. 7.2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:43.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00