Fara í efni  

Bæjarstjórn

1128. fundur 21. júní 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

1.

1.1.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum

1104071

1.2.Flóttamenn frá Írak - verkefni

1106023

1.3.starf öldrunarfulltrúa

1106015

1.4.Fundargerðir 2011- skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands

1102041

1.5.Sumarafleysing - beiðni um tímabundna ráðningu

1106030

2.Framkvæmdaráð - 59

1106003

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 7. júní 2011.

Lögð fram.

2.1.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

2.2.Skotfélag Akraness - aðstaða í í þróttahúsi við Vesturgötu

1105082

2.3.Starf dýraeftirlitsmanns

1009113

2.4.Akraneshöll - hitalampar

1102075

2.5.FIMA - húsnæðismál

1105092

2.6.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - vélhjólabraut

1102081

2.7.Faxabraut 3, eignarhluti Akraneskaupstaðar.

907040

3.Faxaflóahafnir sf - Fundargerðir 2011

1101169

Fundargerð 88. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 10. júní 2011.

Lögð fram.

4.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur - 2011

1101190

Fundargerð 156. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. maí 2011.

Lögð fram.

5.Tillaga um starfshópa á sviði félagsþjónstu, skólamála og íþrótta- og æskulýðsmála.

1106138

Til máls tók Sveinn Kristinsson og lagði hann fram eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að heimila fjölskylduráði setja á stofn tímabundið þrjá starfshópa sem verði ráðgefandi fyrir fjölskylduráð Akraneskaupstaðar á sviði félagsþjónustu, skólamála og íþrótta- og æskulýðsmála. Hver starfshópur verði skipaður fimm aðilum og skal einn fulltrúi úr fjölskylduráði sitja í hverjum starfshópi.

Bæjarstjóra og bæjarritara er falið að útbúa drög að erindisbréf fyrir framangreinda starfshópa með gildistíma frá 1. september 2011 og leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til samþykktar.

Greinargerð:

Akraneskaupstaður er fjölskylduvænt sveitarfélag þar sem lögð er áhersla á metnaðarfullt starf á sviði velferðarmála. Brýna nauðsyn ber til að hlúa sérstaklega að og bregðast við auknu umfangi í málaflokkum sem snúa að málefnum fjölskyldna og einstaklinga. Með stofnun framangreindra starfshópa er vaxandi umfangi mætt með ráðgefandi hlutverki þeirra þar sem fleiri koma að umræðum og ákvörðunartöku og vísast í því sambandi til 55. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar og erindisbréfs fyrir fjölskylduráð kaupstaðarins þar sem kveðið er á um kosningu í nefndir og starfshópa til að vinna að afmörkuðum verkefnum. Umboð starfshópanna falla niður við lok kjörtímabils bæjarstjórnar og fyrr ef verkefni er lokið."

6.Tillaga um breytingu á gildistíma erindisbréfs starfshóps um endurskoðun á umhverfisstefnu.

1106140

Til máls tók Sveinn Kristinsson og lagði hann fram eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að framlengja gildistíma erindisbréfs starfshóps um endurskoðun á umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar ? Staðardagskrá 21 ? til 31. desember 2011.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 12. apríl 2011 erindisbréf fyrir starfshópinn sem hefur það verkefni að yfirfara og endurmeta stefnu sveitarfélagsins sem Staðardagskrá 21 tekur til og móta tillögur með það að markmiði að tryggja sem best sjálfbæra þróun og lífsgæði fyrir komandi kynslóðir. Bæjarstjórn mun í framhaldi af niðurstöðum starfshópsins meta þörf á skipun sérstakrar umhverfisnefndar."

7.Lífeyrissjóður Akranesk. - breyting á samþykktum 19. apríl 2011

1105067

Á fundi bæjarráðs 26. maí 2011 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að tillögur stjórnar lífeyrissjóðsins um breytingar á samþykktum sjóðsins verði samþykktar. Bæjarstjórn samþykkti á fundi 31. maí 2011 að vísa tillögunni til síðari umræðu.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingar á samþykktunum 9:0.

8.Fánaskreytingar á ljósastaura

1106042

Bréf verkefnastjóra og formanns stjórnar Akranesstofu, dags. 5. júní 2011, þar sem sótt er um aukafjárveitingu vegna fánaskreytinga á ljósastaurum í tengslum við stórviðburði s.s. Norðurálsmót, 17. júní, Írska daga og Vökudaga. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 31. maí sl. aukafjárveitingu að fjárhæð 1,1 mkr. vegna verkefnisins. Fjárveitingu var vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir fjárveitingu að fjárhæð 1,1 mkr. vegna verkefnisins. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

9.17. júní hátíðarhöld og Norðurálsmót 17.-19. júní

1106043

Bréf verkefnastjóra og formanns stjórnar Akranesstofu, dags. 5. júní 2011, þar sem sótt er um aukafjárveitingu vegna hátíðarhalda í tilefni af 17. júní og Norðurálsmóti 17.-19. júní. Bæjarráð samþykkti þann 31. maí 2011 aukafjárveitingu að fjárhæð 2,5 mkr. vegna kostnaðar við hátíðarhöldin. Fjárveitingu var vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir fjárveitingu að fjárhæð 2,5 mkr. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

10.Faxabraut 3, eignarhluti Akraneskaupstaðar.

907040

Á fundi framkvæmdaráðs þann 7. júní 2011 var m.a. fjallað um eignarhluta Akraneskaupstaðar í Faxabraut 3. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að eignarhluti Akraneskaupstaðar í Faxabraut 3 verði seldur.

Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að auglýsa eignarhluta Akraneskaupstaðar í Faxabraut 3 til sölu.

11.Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs skv. 14. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fu

1106114

Til máls tók Guðmundur Páll Jónsson og bar fram tillögu um Svein Kristinsson (S) sem forseta bæjarstjórnar til eins árs.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

Forseti þakkaði það traust sem honum var sýnt með kjörinu.

12.Kosning 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs skv. 14. gr. um stjórn Akraneskaupstaðar og fundar

1106115

Til máls tók Hrönn Ríkharðsdóttir og bar fram tillögu um Guðmund Pál Jónsson (B) sem 1. varaforseta til eins árs.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

13.Kosning 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs skv. 14. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaða

1106116

Til máls tók Guðmundur Páll Jónsson og bar fram tillögu um Einar Brandsson (D) sem 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

14.Bæjarráð. Kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og jafn margra til vara til eins árs skv. 38.

1106117

Tilnefning kom fram um eftirtalda aðila:

Aðalmenn:

Guðmundur Páll Jónsson, formaður (B)

Hrönn Ríkharðsdóttir, varaformaður (S)

Þröstur Þór Ólafsson (V)

Varamenn:

Dagný Jónsdóttir (B)

Guðmundur Þór Valsson (S)

Hjördís Garðarsdóttir (V)

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram. Eru því ofantaldir réttkjörnir í bæjarráð Akraness til eins árs.

15.Bæjarráð. Kosning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. 58. gr. samþykktar um stj

1106118

Tilnefning kom fram um Einar Brandsson (D) sem áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og Gunnar Sigurðsson (D) sem varaáheyrnarfulltrúa til eins árs.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

16.Fjölskylduráð. Kosning þriggja aðalmanna og þriggja til vara til eins árs samkvæmt ákvæðum 64. gr. s

1106119

Tilnefning kom fram um eftirtalda aðila:

Aðalmenn:

Ingibjörg Valdimarsdóttir, formaður (S)

Guðmundur Páll Jónsson, varaformaður (B)

Þröstur Þór Ólafsson (V)

Varamenn:

Magnús Freyr Ólafsson (S)

Elsa Lára Arnardóttir (B)

Hjördís Garðarsdóttir (V)

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram. Eru því ofantaldir aðilar réttkjörnir í fjölskylduráð Akraness til eins árs.

17.Fjölskylduráð. Kosning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. samþykkt bæjarstjórn

1106120

Tilnefning kom fram um Einar Brandsson sem áheyrnarfulltrúa í fjölskylduráði og Eydísi Aðalbjörnsdóttur (D) sem varaáheyrnarfulltrúa til eins árs.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

18.Framkvæmdaráð. Kosning þriggja aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. ákvæðum 70. gr. samþy

1106121

Tilnefning kom fram um eftirtalda aðila:
Aðalmenn:

Einar Benediktsson, formaður (S)

Sveinn Kristinsson, varaformaður (S)

Dagný Jónsdóttir (B)

Varamenn:

Magnús Freyr Ólafsson (S)
Gunnhildur Björnsdóttir (S)

Kjartan Kjartansson (B)

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram. Eru því ofantaldir aðilar réttkjörnir í framkvæmdaráð Akraness til eins árs.

19.Framkvæmdaráð. Kosning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. samþykkt bæjarstjórn

1106122

Tilnefning kom fram um Gunnar Sigurðsson (D) sem áheyrnarfulltrúa og Karen E. Jónsdóttur (D) sem varaáheyrnarfulltrúa.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

20.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar.

1106123


Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 23. ágúst nk. Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 62. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar."

Samþykkt 9:0.

21.Bæjarstjórn - 1127

1105015

Fundargerð bæjarstjórnar Akraness frá 31. maí 2011.

Til máls tóku SK, EB, HR, GS, EB, SK, bæjarstjóri, GS, GPJ undir tölul. 13 í fundargerð bæjarstjórnar frá 31. maí sl. varðandi bókun um styrki til kynnisferða eða námskeiða fyrir bæjarfulltrúa.

Til máls tóku SK, EB, SK, HR, GPJ, GS, HR, EB, SK, bæjarstjóri, GS undir tölul. 14 í fundargerð bæjarstjórnar frá 31. maí sl. varðandi bókun um útboðsmál.

Fundargerðin staðfest 9:0.

22.Bæjarráð - 3119

1105016

Fundargerð bæjarráðs frá 9. júní 2011.

Til máls tók HR varðandi ummæli hennar á síðasta bæjarstjórnarfundi um öryggiskerfi á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Hrönn tók fram að hún hafi átt við húsin við Höfða en ekki hjúkrunar- og dvalarheimilið sjálft.

22.1.Saga Akraness - ritun.

906053

22.2.Sveitarstjórnarlög - umsögn um frumvarp

1106026

22.3.Orkuveita Reykjavíkur - úttekt

1105118

22.4.Nýbúafræðsla - framlag jöfnunarsjóðs 2011

1105113

22.5.Heilbrigðiseftirlit - greiðsluframlag 2011

1103125

22.6.Suðurgata 57 - "Gamla Landsbankahúsið"

1105130

22.7.17. júní hátíðarhöld og Norðurálsmót 17.-19. júní

1106043

22.8.Fánaskreytinar á ljósastaura

1106042

22.9.Stjórn fiskveiða

1106044

Til máls tóku GS, bæjarstjóri, GPJ, HR, IV, SK.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúa Útvegsmannafélags Akraness.

22.10.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

22.11.Aðalfundur OR 2011

1106061

22.12.Faxaflóahafnir - ársskýrsla

1106027

22.13.Sumarafleysing - beiðni um tímabundna ráðningu

1106030

22.14.Fundargerðir - Saga Akraness

1105138

22.15.Fundargerðir OR - 2011

1101190

22.16.Samgöngunefnd SSV - fundargerðir

1104085

22.17.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

22.18.Sólmundarhöfði - tillaga frá bæjarstjórnarfundi 31. maí 2011.

1106089

Til máls tók GS og gerði athugasemdir varðandi umgengni og frágang mannvirkja víðs vegar í bænum. GS beindi þeim tilmælum til bæjarstjóra að hann ræði við embættismenn bæjarins um aðgerðir í þessum málum.

Til máls tók GPJ og tók undir mál GS og ræddi hann einnig um nauðsyn á endurbótum á eldri götum í bænum.

Til máls tóku einnig bæjarstjóri og HR og tóku þau undir það sem fram hefur komið. HR ræddi einnig um stórbílastæði og umferðaröryggismál.

23.Stjórn Akranesstofu - 43

1105013

23.1.Viðburðir á Akranesi 2011

1104150

23.2.Verndun og endurnýjun trébáta

1105066

24.Fjölskylduráð - 68

1105011

Fundargerð fjölskylduráðs frá 7. júní 2011.

Lögð fram.

24.1.Skólastyrkur - áfrýjun 2011

1105127

24.2.Húsaleigubætur - áfrýjun 2011

1105129

24.3.Erindi félagsmálastjóra

1009108

24.4.Pólskir innflytjendur - þjónusta

1106024

Þar sem þetta var síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarfrí óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum, starfsmönnum og bæjarbúum öllum gleðilegs sumars. Undir þau orð tóku bæjarfulltrúar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00