Fara í efni  

Bæjarstjórn

1356. fundur 23. ágúst 2022 kl. 17:00 - 18:20 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri skjalamála
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar nú að loknu sumarleyfi.

1.Deiliskipulag Krókalón - Vesturgata 61 breyting

2202173

Umsókn um að stækka byggingarreit lóðarinnar að Vesturgötu 61 um 1 m, nýtingarhlutfall hækkar úr 1,22 í 1,23.

Erindið var grenndarkynnt frá 24. júní til 25. júlí 2022, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Krókalón - Vesturgata 61, að deiliskipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

2.Framkvæmdaleyfi - vegna sjóvarna á Akranesi

2206159

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sjóvarnir en um er að ræða sjóvarnir við Sólmundarhöfða og við Miðvog.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi vegna sjóvarna við Sólmundarhöfða og Miðvog.
Til máls tóku: RBS, GIG, KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna við Sólmundarhöfða og Miðvog.

Samþykkt 9:0

3.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

Fundargerðir velferðar- og mannréttindaráð
2201003
Fundargerð 183. fundar velferðar- og mannrétindaráðs frá 22. júní 2022.
Fundargerð 184. fundar velferðar- og mannréttindaráðs frá 6. júlí 2022.
Fundargerð 185. fundar velferðar- og mannréttindaráðs frá 9. ágúst 2022.
Fundargerð 186. fundar velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. ágúst 2022.
Til máls tóku: LAaS, KHS um fund 186 lið nr. 1.
Til máls tóku: RBS, KHS, GIG um fund 183. lið nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð
Fundargerð 194. fundar skóla- og frístundaráðs frá 29. júní 2022.
Fundargerð 195. fundar skóla- og frístundaráðs frá 17. ágúst 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð
Fundargerð 239. fundar skiplags- og umhverfisráðs frá 20. júní 2022.
Fundargerð 240. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 4. júlí 2022.
Fundargerð 241. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 25. júlí 2022.
Fundargerð 242. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 15. ágúst 2022.
Til máls tóku: RBS, GIG, RBS, LAS, um fund nr. 239 lið nr. 8.
Til máls tóku: RBS, um fund nr. 240 lið nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2022 - Orkuveita Reykjavíkur

2203045

317. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. mars 2022.
Til máls tók: SAS, EB, um birtingu fundargerða.

Til máls tók: RBS um lið nr. 4 í fundargerð OR.
Til máls tók: RBS, EB um lið nr. 5 í fundargerð OR.
Til máls tók: RBS, EB, VLJ um lið nr. 6 í fundargerð OR.
Til máls tók: RBS um lið nr. 9 í fundargerð OR.
Til máls tók: bæjarstjóri, VLJ, EB, bæjarstjóri, um aðalfund og málefni OR.
Til máls tók: KHS, VLJ, um lið nr. 11.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
RBS tók til máls um að viðhalda þeim sið að bæjarstjóri fari yfir málefni bæjarins.
Bæjarstjóri tók til máls og sagði að það yrði gert áfram.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00