Fara í efni  

Bæjarstjórn

1355. fundur 07. júní 2022 kl. 17:00 - 18:47 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Valgarður Lyngdal Jónsson aðalmaður
 • Líf Lárusdóttir aðalmaður
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Sigríður Elín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Valgarður L. Jónsson bæjarfulltrúi býður bæjarfulltrúa velkomna til fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026 og óskar þeim öllum til hamingju með kjörið sbr. niðurstöður bæjarstjórnarkosninganna þann 14. maí sl.

VJ hefur það verkefni samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sem sá bæjarfulltrúi sem lengstan starfsferil hefur í bæjarstjórn, að boða til þessa fyrsta fundar og stýra honum þar til kosið verður til embætta í bæjarstjórn en að því loknu tekur forseti bæjarstjórnar við stjórn fundarins.

Óskað er eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að taka inn með afbrigðum mál nr. 2204115 Faxaflóahafnir sameignarfélagssamningur - breytingar og mál nr. 2206028 Umboð til handa bæjarráði á sumarleyfi bæjarstjórnar. Málin verða nr. 8 og nr. 9 í dagskrá fundarins verði afbrigðin samþykkt.

Samþykkt 9:0

1.Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022

2202104

Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna þann 14. maí vegna kjörtímabilisins 2022 - 2026.
Til máls tóku:
SFÞ, RBS, JMS og LL.

Lagt fram.

2.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar Akraness.
Kosning í ráð og nefndir samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Kjör forseta og varaforseta skv. 7. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

2.1. Forseti bæjarstjórnar

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Forseti bæjarstjórnar verði bæjarfulltrúi Valgarður Lyngdal Jónsson (S).

Samþykkt 9:0

2.2 Fyrsti varaforseti

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Fyrsti varaforseti verði bæjarfulltrúi Einar Brandsson (D).

Samþykkt 9:0

2.3 Annar varaforseti

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Annar varaforseti verði bæjarfulltrúi Ragnar B. Sæmundsson (B).

Samþykkt: 9:0

Kosning í ráð og nefndir:

2.4 Bæjarráð

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Líf Lárusdóttir (D), formaður
Valgarður L. Jónsson (S), varaformaður
Ragnar B. Sæmundsson (B)

Varamenn:
Einar Brandsson (D)
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (S)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (B)

Samþykkt 9:0

2.5 Skóla- og frístundaráð (Mennta- og menningarráð)

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (S), formaður
Einar Brandsson (D), varaformaður
Liv Åse Skarstad (B)

Varamenn:
Auðun Ingi Hrólfsson (S)
Sigríður Elín Sigurðardóttir (D)
Magni Grétarsson (B)

Samþykkt 9:0

2.6 Skipulags- og umhverfisráð

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Guðmundur Ingþór Guðjónsson (D), formaður
Valgarður L. Jónsson (S), varaformaður
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (B)


Varamenn:
Þórður Guðjónsson (D)
Anna Sólveig Smáradóttir (S)
Ragnar B. Sæmundsson (B)

Samþykkt 9:0

2.7 Velferðar- og mannréttindaráð

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Kristinn Hallur Sveinsson (S), formaður
Einar Brandsson (D), varaformaður
Aníta Eir Einarsdóttir (B)


Varamenn:
Sigrún Ríkharðsdóttir (S)
Ragnheiður Helgadóttir (D)
Liv Åse Skarstad (B)

Samþykkt 9:0

2.8 Menningar- og safnanefnd

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Guðríður Sigurjónsdóttir (S), formaður
Ella María Gunnarsdóttir (D), varafomaður
Einar Örn Guðnason (D)
Marta Lind Róbertsdóttir (B)
Jóhannes Geir Guðnason (B)
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Varamenn:
Benedikt J. Steingrímsson (S)
Heiðrún Hámundardóttir (D)
Anna María Þórðardóttir (D)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (B)
Róberta Lilja Ísólfsdóttir (B)
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Samþykkt 9:0

2.9 Barnaverndarnefnd

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Berglind Helga Jóhannsdóttir, formaður

Ragnheiður Stefánsdóttir (S), varaformaður
Guðríður Sigurjónsdóttir (S), aðalmaður
Hafrún Jóhannesdóttir (D), aðalmaður
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir (D), aðalmaður


Varamenn:
Anna Þóra Þorgilsdóttir (B), varamaður formanns
Guðríður Haraldsdóttir (S),
Sigríður Björk Kristinsdóttir (S)
Ólöf Linda Ólafsdóttir (D)
Þórður Guðjónsson (D)

Samþykkt 9:0

2.10 Stjórn Höfða

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Einar Brandsson (D), formaður
Björn Guðmundsson (S), varaformaður
Elsa Lára Arnardóttir (B)
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Varamenn:
Ragnheiður Helgadóttir (D)
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (S)
Liv Ása Skarstad (B)
Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Samþykkt 9:0

2.11 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmaður:
Valgarður L. Jónsson (S)

Varamaður:
Kristinn Hallur Sveinsson (S)

2.12. Stjórn Faxaflóahafna

Forseti setur fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins þar sem til umræðu er síðar á fundinum mál 2204115 Faxaflóahafnir sameignarfélagssamningur - breytingar.

Ekki gerðar athugasemdir við þá tillögu forseta.

2.13. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Líf Lárusdóttir (D)
Ragnar B. Sæmundsson (B)

Varamenn:
Einar Brandsson (D)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (B)

Samþykkt 9:0

2.14. Sorpurðun Vesturlands

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Emil Kristmann Sævarsson (D)
Magni Grétarsson ((B)

Varamenn:
Erla Dís Sigurjónsdóttir (D)
Sigfús Agnar Jónsson (B)

Samþykkt 9:0

2.15 Stjórn heilbrigðisnefndar Vesturlands

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmaður:
Kristinn Hallur Sveinsson (S)

Varamaður: Þóranna Kjartansdóttir (S)
Samþykkt 9:0

2.16 Fulltrúaráð Fjölbrautarskóla Vesturlands

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Margrét Helga Ísaksen (S)
Benedikt J. Steingrímsson (S)
Ragnheiður Helgadóttir (D)
Guðmann Magnússon (B)
Sigrún Ágústa Helgudóttir (B)


Varamenn:
Uchechukwu Michael Eze (S)
Auðun Ingi Hrólfsson (S)
Erla Karlsdóttir (D)
Þórdís Eva Rúnarsdóttir (B)
Eva Þórðardóttir (B)

Samþykkt 9:0

2.17 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Einar Brandsson (D)
Líf Lárusdóttir (D)
Valgarður L. Jónsson (S)
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Liv Åse Skarstad (B)


Varamenn:
Guðmundur Ingþór Guðjónsson (D)
Ragnheiður Helgadóttir (D)
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (S)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (B)
Magni Grétarsson (B)

2.18 Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Valgarður L. Jónsson (S)
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (S)
Líf Lárusdóttir (D)
Ragnar B. Sæmundsson (B)

Varamenn:
Kristinn Hallur Sveinsson (S)
Anna Sólveig Smáradóttir (S)
Einar Brandsson (D)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (B)

Samþykkt 9:0

2.19 Almannavarnavernd

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmaður:
Sævar Freyr Þráinsson

Samþykkt 9:0

2.20 Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmaður:
Sævar Freyr Þráinsson

Varamaður:
Steinar Adolfsson

Samþykkt 9:0

Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Sævar Freyr Þráinsson

Samþykkt 9:0

2.21 Þróunarfélag Grundartanga

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Ólafur Adolfsson

Samþykkt 9:0

2.22 Skipan kjörnefnda:

Fram kom eftirfarandi tillaga forseta:
Skipan frestað.

Samþykkt 9:0

2.23 Öldungaráð Akraness

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Liv Åse Skarstad (B), formaður
Kristján Sveinsson (S)
Erla Dís Sigurjónsdóttir (D)

Varamaður:
Sigfús Agnar Jónsson (B)

Samþykkt 9:0

2.24 Notendaráð um málefni fatlaðra

Fram kom eftirfarandi tillaga:
Aðalmenn:
Halldór Jónsson (D)
Ágústa Rósa Andrésdóttir (S)
Ólöf Guðmundsdóttir (B)

Samþykkt 9:0

Til máls tóku:
RBS, KHS, LÁS, RBS og KHS.

3.Málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar 2022 - 2026

2206024

Málefnasamningur Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks vegna kjörtímabilisins 2022 - 2026.
Til máls tóku:
LL, LÁS, KHS, SAS sem leggur fram eftirfarandi tillögu Framsóknar og frjálsra:

Við hjá Framsókn og frjálsum teljum að það yrði mikið framfaraskref fyrir þessa nýkosnu bæjarstjórn að taka höndum saman og móta framtíðarsýn og setja skýr markmið fyrir Akranes. Við teljum að það ætti að vera eitt af okkar fyrstu verkefnum nú í upphafi kjörtímabilsins.

Stofnaður verði stýrihópur um stefnumörkum fyrir Akraneskaupstaðar sem skipaður verði tveimur fulltrúum bæjarstjórnar, einum fulltrúa meirihluta og einum fulltrúa úr minnihluta, ásamt bæjarstjóra og völdum starfsmönnum Akraneskaupstaðar.

Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að forma erindisbréf stýrihópsins og leggja fyrir bæjarráð til úrvinnslu og umræðu. Þá teljum við mikilvægt að nýta tímann vel og vandlega og er því ósk okkar að við reynum eftir fremsta megni að staðfesta erindisbréfið og skipan í hópinn á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí þannig að stýrihópurinn geti hafist handa strax.

Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Liv Åse Skarstad (sign)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (sign)

Forseti leggur fram þá málsmeðferðartillögu að erindinu/tillögunni verði vísað til bæjarráðs sem fjalli um málið samkvæmt þeim heimildum sem ráðið hefur til afgreiðslu málsins.

Engar athugasemdir gerðar af hálfu fundarmanna vegna tillögu forseta og erindinu því vísað til bæjarráðs.

Framhald umræðu:
LL og VLJ úr stól forseta.

Málefnasamningurinn lagður fram.

4.Ráðning bæjarstjóra 2022

2206023

Ráðning Sævars Freys Þráinssonar í starf bæjarstjóra til næstu fjögurra ára.
SFÞ víkur af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku:
RBS, VLJ úr stól forseta, RBS, KHS, SAS, LÁS, GIG, VLJ úr stól forseta og JMS.

Ráðning bæjarstjóra og ráðningarkjör borin upp til samþykktar.

Samþykkt 9:0

SFÞ tekur sæti á fundinum á ný.

5.Bæjarlistamaður Akraness 2022

2204137

Bæjarlistamaður Akraness 2022.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir tilnefningu menningar- og safnanefndar um bæjarlistamann Akraness 2022.

Samþykkt 9:0

6.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 9. maí síðastliðinn að leggja til við bæjarstjórn að skipulagslýsing vegna Garðabrautar 1 verði auglýst.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing vegna Garðabrautar 1 verði auglýst.

Samþykkt 9:0

7.Írskir dagar 2022

2201226

Stöðuleyfisgjöld fyrir matarvagna á Írskum dögum 2022.
Forseti gerir þá málsmeðferðartillögu að málinu verði vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt 9:0

8.Faxaflóahafnir sameignarfélagssamningur - breytingar

2204115

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12. maí síðastliðinn, framlagðar tillögur að breytingum á sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna og eigendastefnu fyrirtækisins og vísar málinu til endanlegrar málsmeðferðar bæjarstjórnar Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlagð tillögu að breytingum á málefnasamningi Faxaflóahafna og eigendastefnu fyrirtækisins.

Samþykkt 9:0

9.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar

2206028

Bæjarstjórn samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 23. ágúst næstkomandi.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness felur bæjarráði fullnaðarafgreiðsla mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur í samræmi við samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

10.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

Fundargerð 238. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 9. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

Fundargerð 182. fundar velferðar- og mannréttindaráðs frá 11. maí 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2022 - Orkuveita Reykjavíkur

2203045

316. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 8. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2022 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2203254

127. fundargerð stjórnar Höfða frá 2. maí 2022 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:47.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00