Fara í efni  

Bæjarstjórn

1338. fundur 28. september 2021 kl. 17:00 - 17:42 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Kosning í ráð og nefndir 2021

2106025

Skipa þarf nýjan varamann Framsóknar og frjálsra í velferðar- og mannréttindaráð vegna flutninga Ölmu Daggar Sigurvinsdóttur úr sveitarfélaginu.

Tillaga er um að í stað Ölmu Daggar taki Liv Aase Skarstad sæti varamanns.
Til máls tók: ELA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir skipun Liv Aase sem varamanns í velferðar- og mannréttindaráði í stað Ölmu Daggar Sigurvinsdóttur.

Samþykkt 9:0

2.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102302

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum viðauka nr. 30, samtals að fjárhæð kr. 6.989.000, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Nánari sundurliðun viðaukans er samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 30, samtals að fjárhæð kr. 6.989.00 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Nánari sundurliðun viðaukans og kostnaðarfærsla á einstaka deildir er samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.

Samþykkt 9:0

3.Langtímaveikindi starfsmanna 2021 (veikindapottur)

2108149

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum úthlutun fjármuna vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2021. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. janúar til og með 30. júní og nemur samtals kr. 42.640.000 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 31 að fjárhæð kr. 42.640.000 og vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar. Ráðstöfuninni verður mætt af liðnum 20830-1691 að sömu fjárhæð og inn á lykil 1691 á hverri stofnun fyrir sig samkvæmt skiptingu í gögnum um veikindapott.
Til máls tóku:
ELA sem víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Fundarmenn gera ekki athugasemdir við ákvörðun bæjarfulltrúans.
RÓ og VLJ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 31 að fjárhæð kr. 42.640.000 og að ráðstöfuninni verði mætt af liðnumum 20830-1691 að sömu fjárhæð og færð á lykil 1691 á hverri stofnun fyrir sig samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.

Samþykkt 4:0,4 sitja hjá (RÓ/SMS/ÓA).

ELA tekur sæti á fundinum að nýju.

4.Deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfangi - óveruleg breyting

2108192

Breytingin felur í að spennistöð er bætt inn á deiliskipulagsuppdrátt. Norðurmörkum deiliskipulagsins er breytt á skipulagsmörkum milli Skógarhverfis 4. áfanga og 5. áfanga Skógarhverfis.
Breytingin hefur verið grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók:
SMS sem víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Fundarmenn gera ekki athugasemdir við ákvörðun bæjarfulltrúans.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að breyting á deiliskipulagi 4. áfanga verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda en breytingin hefur verið kynnt fyrir lóðarhafa að Asparskógum 5 og hann gerir ekki athugasemd við breytinguna.

Samþykkt 8:0

SMS tekur sæti á fundinum að nýju.

5.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3468. fundargerð bæjarráðs frá 16. september 2021.
Til máls tóku:
RÓ um dagskrárlið nr. 8.
SMS um dagskrárlið nr. 8.
RBS um dagskrárlið nr. 8.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

210. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 15. september 2021.
211. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20. september 2021.
Til máls tók:
RÓ um fundargerð nr. 211, dagskrárlið nr. 6.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

172. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. september 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

159. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 1. september 2021.
160. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. september 2021.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2021 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2101008

121. fundargerð stjórnar Höfða frá 6. september 2021.
Til máls tóku:
ELA um dagskrárliði nr. 1, nr. 2, nr. 3, nr. 4 og nr. 5.
ÓA um dagskrárliði nr. 1, nr. 2. nr. 3, nr. 4 og nr. 5.
ELA um dagskrárliði nr. 3 og nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:42.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00