Fara í efni  

Bæjarstjórn

1325. fundur 12. janúar 2021 kl. 17:00 - 18:14 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2101080 Sementsverksmiðjan, mál nr. 2002293 Grjótkelduflói - landamerki og mál nr. 2101002 fundargerðir 2021 - bæjarráð.

Málin verða nr. 5, 6 og 8 í dagskránni verði afbrigðin samþykkt.

Samþykkt 9:0

1.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar

2001243

Erindi frá Brú lífeyrissjóði um endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
Bæjarstjórn Akraness frestar afgreiðslu málsins.

Samþykkt 9:0

2.Jafnlaunavottun - úttekt

2005060

Bæjarstjórn Akraness vísaði Jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar til umsagnar í bæjarráði, fagráðum, ungmennaráði og öldungaráði Akraness á fundi sínum þann 8. september 2020.

Umsagnir liggja nú fyrir og er því stefnan lögð fram til endanlegrar samþykktar.
Bæjastjórn Akraness þakkar fagráðum og nefndum kaupstaðarins fyrir þeirra umsagnir.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

3.Covid19 - rekstur íþróttafélaga

2004011

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 35 vegna úthlutunar fjármagns til íþróttafélaga hjá Íþróttabandalagi Akraness vegna COVID-19 áhrifa á árinu 2020 á fundi sínum þann 17. desember sl.

Heildarúthlutun er 10,0 m.kr., færð á liðinn 06750-5948, er mætt af liðnum 13080-1691 og hefur því ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu Akraneskaupstaðar.
Til máls tóku:
RÓ sem óskar að víkja fundi og og ekki gerð athugasemd við það af hálfu fundarmanna.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 35 að fjárhæða kr. 10,0 mkr., fjárhæðin er færð á liðinn 06750-5948, er mætt af liðnum 13080-1691 og hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 8:0.

RÓ tekur sæti á fundinum að nýju.
Fylgiskjöl:

4.Langtímaveikindi starfsmanna 2020 (veikindapottur)

2006182

Bæjarráð samþykkti úthlutun fjármuna vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2020 á fundi sínum þann 17. desember sl. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. júlí til og með 31. desember og nemur samtals kr. 21.474.880.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 36 að framangreindri fjárhæð og vísar honum til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tóku:
EBr og ELA sem óskar eftir að víkja af fundi og ekki gerð athugasemd við það af hálfu fundarmanna.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 36 að fjárhæð kr. 21.474.880 og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 7:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.

ELA tekur sæti á fundinum að nýju.
Fylgiskjöl:

5.Sementsverksmiðjan

2101080

Óhapp varð hjá Sementverksmiðjunni þriðjudaginn 5. janúar síðastliðinn og tjón hlaust af á nálægum bílum og mannvirkjum.

Forsvarsmenn Semenstverksmiðjunnar komu fyrir sameiginlegan fund skipulags- og umhverfissviðs og bæjarráðs þann 11. janúar síðastliðinn til að skýra ástæður fyrir atburðinum og viðbrögð fyrirtækisins vegna hans.
Til máls tóku:
ELA, GVG, RBS, GVG og SFÞ.

Bæjarstjórn Akraness lítur óhappið alvarlegum augum en telur viðbrögð forsvarsmanna Sementsverksmiðjunnar til marks um að fyrirtækið líti málið sömu augum.

Bæjarstjórn Akraness leggur áherslu á að þeir aðilar, íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna óhappsins, fái viðunandi úrlausn sinna mála
sem og að fyrirtækið upplýsi sem best og sem víðast þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í framhaldinu til að lágmarka sem mest áhættuna af því að svona
nokkuð geti endurtekið sig.

Bæjarstjórn Akraness bendir á þann möguleika að nýta heimasíðu Akraneskaupstaðar til upplýsingagjafar til íbúa og annarra ef vilji forsvarsmanna Sementsverkmiðjunnar stendur til þess.

Samþykkt 9:0

6.Grjótkelduflói - landamerki

2002293

Bæjarráð fjallaði um landmerki við Grjótkelduflóa á fundi sínum þann 11. janúar sl. og vísaði málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra að senda formlegt erindi til Hvalfjarðarsveitar um færslu landamerkja á milli sveitarfélaganna til samræmis við eignarhald Akraneskaupstaðar á tilteknum landsskika í landi Hvalfjarðarsveitar.

Samþykkt 9:0

7.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3444. fundargerð bæjarráðs frá 17. desember 2020.
3445. fundargerð bæjarráðs frá 23. desember 2020.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3446. fundagerð bæjarráðs frá 11. janúar 2021.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

151. fundargerð skóla- og frístundaráð frá 5. janúar 2021
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

183. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 21. desember 2020.
Til máls tóku:
EBr um dagskrárlið nr. 6.
RBS um dagskrárlið nr. 6.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

142. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. desember 2020.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

143. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 6. janúar 2021.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2020 - Orkuveita Reykjavíkur

2001015

297. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. nóvember 2020.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2020 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2002057

892. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. desember 2020.
Til máls tóku:
RÓ um dagskrárlið nr. 8.
KHS um dagskrárlið nr. 2.
ÓA um dagskrárlið nr. 8.
RÓ um dagskrárlið nr. 2.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:14.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00