Fara í efni  

Bæjarstjórn

1317. fundur 08. september 2020 kl. 17:00 - 19:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædis Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 1905393, Málefni Grundartanga.

Málið verður nr. 5 í dagskránni verði afbrigðin samþykkt.

Samþykkt 9:0

1.Covid 19 - Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003191

Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga hefur verið framlengd til 10. nóvember 2020. Auglýsing þess efnis birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. ágúst sl.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir með heimild samkvæmt VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaganna nr. 138/2011 sbr. auglýsingu nr. 780/2020 eftirfarandi ráðstafanir til 10. nóvember 2020:

a. Að sveitarstjórn sé heimilt að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar, fagráða og nefnda sveitarfélagsins sbr. 1. tl. 1. mgr. auglýsingarinnar.

Samþykkt 9:0.

b. Að engar takmarkanir verða á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar, fagráða og nefnda með fjarfundabúnaði sbr. 2. tl. 1. mgr. auglýsingarinnar.

Samþykkt 9:0.

c. Að heimilt sé að staðfesta fundargerðir með samþykki í tölvupósti eða með öðrum rafrænum hætti, sbr. 5. tl. 1. mgr. auglýsingarinnar.

Samþykkt 9:0.

2.Jafnlaunavottun - úttekt

2005060

Jafnlaunastefna Akraneskaupstaðar lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness vísar Jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar til umsagnar í bæjarráði, fagráðum, ungmennaráði og öldungaráði Akraness.

Samþykkt 9:0.

3.Deiliskipulag Stofnanareits - Kirkjubraut 39 breyting

2004155

Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Kirkjubraut 39.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: SMS.

SMS víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að tillagan verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 8:0.

SMS tekur sæti á fundinum á nýjan leik.

4.Deiliskipulag - Garðabraut 1

1911181

Erindi frá Teiknistofu arkitekta, Árna Ólafssyni, f.h. KFUM og KFUK á Akranesi þar sem óskað var eftir því að tillaga að deiliskipulagi Garðabrautar 1, sem félagið hefur látið vinna, yrði auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Skipulagslýsing var auglýst og kynnt í apríl 2020 og kynningarfundur haldinn um skipulagstillöguna 16. júlí 2020.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að tillagan verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

5.Málefni Grundartanga

1905393

Áskorun bæjarstjórnar Akraness til ríkisstjórnar Íslands.
Til máls tók: ELA.

„Nýlega hefur Norðurál á Grundartanga upplýst um vilja sinn til þess að ráðast í 14 milljarða fjárfestingu á Grundartanga til frekari fullvinnslu á afurðum sínum og aukinnar verðmætasköpunar gegn því að samkomulag náist við ríkisfyrirtækið Landsvirkjun um langtíma raforkusamninga með viðunandi verði fyrir báða samningsaðila.

Bæjarstjórn Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að fylgja eftir yfirlýsingum sínum um kröftuga viðspyrnu í efnahagslífinu og vilja sínum til að ýta undir fjárfestingar fyrirtækja þegar þær bjóðast með því að lýsa yfir stuðningi við uppbyggingaráform Norðuráls.“

Samþykkt 9:0.

6.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3428. fundargerð bæjarráðs frá 27. ágúst 2020.
Til máls tóku:
ELA um fundarlið nr. 1, 2, 6 og 7.
RÓ um fundarlið nr. 1 og 7.
ELA um fundarlið nr. 1 og 7.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

168. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 25. ágúst 2020.
169. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 31. ágúst 2020.
Til máls tóku:
EBr um framkvæmdir við Suðurgötu.
RBS um framkvæmdir við Suðurgötu
RBS um fundargerð nr. 168, dagskrárlið nr. 1 og nr. 2.
RBS um fundargerð nr. 169, dagskrárlið nr. 8.
RÓ um Suðurgötu 108.
RÓ um fundargerð nr. 169, dagskrárlið nr. 10.
RBS um fundargerð nr. 169, dagskrárlið nr. 10.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

138. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 25. ágúst 2020.
139. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 1. september 2020.
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1 og 5.
BD um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1 og 5.
SFÞ um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1.
RBS um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1.
SMS um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1.
KHS um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1.
RBS um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1.
SMS um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1.
KHS um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1.
SFÞ um fundargerð nr. 139, fundarlið nr. 1.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

134. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 2. september 2020.
Til máls tók:
KHS um fundarlið nr. 1.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2001007

111. fundargerð stjórnar Höfða frá 29. júní 2020.
Til máls tóku:
ÓA um fundarlið nr. 4 og 5.
ELA um fundarlið nr. 4 og 5.
ÓA um fundarlið nr. 4.
ELA um fundarlið nr. 4.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2020 - SSV

2001008

154. fundargerð stjórnar SSV frá 27. maí 2020.
155. fundargerð stjórnar SSV frá 26. ágúst 2020.
Til máls tóku:
ÓA um fundargerð nr. 154, fundarlið nr. 2.
ÓA um fundargerð nr. 155, fundarlið nr. 3 og 6.
EBr um fundargerð nr. 154, fundarlið nr. 2 og 7.
EBr um fundargerð nr. 155, fundarlið nr. 3, 4, og 9.
RÓ um fundargerð nr. 155, fundarlið nr. 6.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2020 - Sorpurðun Vesturlands

2005282

Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 12. ágúst 2020
Til máls tóku:
RÓ um fundarlið nr. 2.
SFÞ um fundarlið nr. 2.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2020 - Orkuveita Reykjavíkur

2001015

292. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. júní 2020.
Forseti óskar eftir að varaforseti nr. 1 EBr taki við fundarstjórn þar sem hann óski eftir að taka til máls.
EBr tekur við fundarstjórn.

Til máls tóku:
VLJ um fundarlið nr. 1.
ÓA um fundarlið nr. 1.
VLJ um fundarlið nr. 1.
ÓA um fundarlið nr. 1.
VLJ um funarlið nr. 1.

VLJ tekur að nýju við stjórn fundarins.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2020 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2002057

885. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. júní 2020.
886. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. ágúst 2020.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00