Fara í efni  

Bæjarstjórn

1306. fundur 28. janúar 2020 kl. 17:00 - 19:20 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2001205. Málið verður dagskrárliður nr. 6 verði það samþykkt.

Samþykkt 9:0.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2020

2001229

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 23. október 2019.
Til máls tók: ELA.

2.Kosning í ráð og nefndir 2020

2001232

Ása Katrín Bjarnadóttir varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur óskað eftir lausn frá störfum sem varamaður í skóla- og frístundaráði.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að Margrét Helga Ísaksen (S) taki sæti sem varamaður í skóla- og frístundaráði.

Samþykkt 9:0.

3.Kjarasamningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness

2001139

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar sl. kjarasamning Verkalýðsfélags Akranes og Sambands íslenskra sveitarfélaga og vísar honum til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tók: ELA

Bæjarstjórn Akraness staðfestir bókun bæjarráðs um kjarasamning milli Verkalýðsfélags Akraness og Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt því samþykkir bæjarstjórn sérsamning sömu aðila um desember- og persónuuppbætur til tímavinnufólks sem undirritaður var samhliða nýjum kjarasamning þann 10. janúar síðastliðinn.

Samþykkt 9:0.

4.Lögreglusamþykkt - sameiginleg samþykkt á Vesturlandi

1912242

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum, þann 16. janúar sl. sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi og vísar henni bæjarstjórnar Akraness til staðfestingar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.

Samþykkt 9:0.

5.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áf. - Asparskógar 19 og 21.

1911022

Skipulags- og umhverfisráð tók fyrir deiliskipulagsbreytingu vegna Asparskóga 19 og 21 á fundi sínum þann 13. janúar sl. Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Asparskóga 12, 14, 16 og 18 frá 14. nóvember til og með 12. desember 2019. Engin athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu vegna Asparskóga 19 og 21 og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

6.Deiliskipulag Flóahverfis - breyting

2001205

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti framkomna breytingu á greinargerð er felst í því að heimilt verða að skipta upp fyrirliggjandi lóðum. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila ofangreinda breytingu um frekari skiptingu lóða. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og umsækjanda og telst því óverulegt frávik frá deiliskipulagi.
Til máls tóku: RÓ, RBS, SMS og VLJ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytinguna samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 7:0 (ELA/RBS/GVG/KHS/EBr/ÓA), 2 sitja hjá (RÓ/SMS).

7.Reglur 2020 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

2001061

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar sl. reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á Akranesi fyrir árið 2020 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Til máls tók: ELA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á Akranesi fyrir árið 2020.

Samþykkt 9:0.

8.Suðurgata 107 - umsókn um byggingarleyfi

1909037

Sótt var um stækkun (viðbygging) á 2. hæð fjölbýlishússins við Suðurgötu 107, Akranesi. Stækkunin felst í því að byggja sólstofu yfir hluta af svölum 2. hæðar. Heimilt nýtingarhlutfall er 0,5. Eftir stækkun verður nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,48.

Breytingin var grenndarkynnt á skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum að Suðurgötu 103, Sunnubraut 14, 16 og 18. Engar athugasemdir bárust, samþykki barst frá Sunnubraut 16.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytinguna vegna viðbyggingar við Suðurgötu 107 og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

9.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3399. fundargerð bæjarráðs frá 16. janúar 2020.
Til máls tóku:

ELA um fundarlið nr. 2,7,8 og 11.
ÓA um fundarlið nr. 7.
GVG um fundarlið nr. 7.
EBr um fundarlið nr. 4 og 8.
RÓ um fundarlið nr. 2,9 og 10.
RBS um fundarlið nr. 4 og 9.
ÓA um fundarlið nr. 7.
SFÞ um fundarið nr. 2 og 11.

EBr varaforseti tekur við stjórn fundarins.

SMS um fundarlið nr. 9 og 11.
KHS um fundarlið nr. 4.
ELA um fundarlið nr. 7, 4, 9 og 10.

VJ tekur við stjórn fundarins á ný.

GVG um fundarlið nr. 7 og 11.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

120. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 14. janúar 2020.
121. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 16. janúar 2020.
122. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. janúar 2020.

Til máls tók:

RBS um fundargerð nr. 122, lið 3.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

140. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 13. janúar 2020.
Til máls tóku:

RÓ um Suðurgötu 108.
RBS um Suðurgötu 108 og fundarlið nr. 7.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

119. fundagerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 22. janúar 2020.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

187. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 17. janúar 2020.
Til máls tóku:

EBr um fundarlið nr. 4.
RBS um fundarlið nr. 4.
ÓA um fundarlið nr. 4 og 5.
EBr um fundarlið nr. 4.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00