Fara í efni  

Bæjarstjórn

1189. fundur 13. maí 2014 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Forseti Sveinn Kristinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - A hluti

1401032

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013, A-hluti, síðari umræða.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Gáma
1.4 Byggðasafn
1.5 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar
Til máls tóku: RÁ, EBr, GPJ, GS, ÞÞÓ, EBr, GPJ, IV, EBr, GPJ, EBr og SK. Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - B - hluti

1401033

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013, B-hluti. Síðari umræða.
2.1 Höfði hjúkrunar og dvalarheimili
2.2 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.3 Háhiti ehf.
Ársreikingur samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2013 - samstæða

1401034

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2013. Síðari umræða.
Ársreikningur samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

4.Aðalskipulagsbreyting vegna Þjóðvegar 15/15A, hitaveitugeymir OR.

1402170

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 12.5.2014, um breytingu á aðalskipulagi vegna Þjóðvegar 15/15A. Breytingin var auglýst, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
Samþykkt 9:0.

5.Deiliskipulag, Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 15/15A.

1402171

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 12.5.2014, um deiliskipulag Miðvogslækjarsvæðis vegna Þjóðvegar 15/15A. Deiliskipulagið var auglýst, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt 9:0.

6.Aðalskipulagsbreyting - Kirkjuhvoll (Merkigerði 7) og Vesturgata 101.

1312129

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 12.5.2014, vegna aðalskipulagsbreytingar á lóðunum við Merkigerði 7 (Kirkjuhvol) og Vesturgötu 101.
Breytingarnar voru auglýstar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.
Samþykkt 9:0.

7.Fundargerðir 2014 - bæjarstjórn.

1401184

1188. fundargerð bæjarstjórnar frá 29.4.2014.
Fundargerðin staðfest 9:0.

8.Fundargerðir 2014 - bæjarráð.

1401158

3217. fundargerð bæjarráðs frá 2.5.2014 og 3218 fundargerð frá 5.5.2014.
Lagðar fram.Til máls tók:GP um 1. lið 1. fundargerðar frá 2. maí.

9.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd.

1401161

111. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.4.2014.
Lögð fram.

10.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs.

1401159

139. fundargerð fjölskylduráðs frá 6.5.2014.
Lögð fram. Til máls um lið 1. tóku: GS, RÁ, GPJ, DJ, GS og GPJ.

11.Fundargerðir 2014 - Höfði

1401149

39. fundargerð stjórnar Höfða frá 5.5.2014
Lögð fram.

12.Fundargerðir 2014 - stjórn OR

1403061

200. fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21.3.2014.
Lögð fram.Til máls um fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur tóku: GS, GPJ og ÞÞÓ.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00