1805127
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember síðastliðinn drög að breytingum á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar og vísar afgreiðslunni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Breytingarnar á bæjarmálasamþykktinni þurfa að hljóta tvær umræður í bæjarstjórn og staðfestingu af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og geta fyrst tekið gildi eftir birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.Fyrri umræða um breytingar á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar fór fram þann 9. október síðastliðinn.