Fara í efni  

Bæjarstjórn

1275. fundur 22. maí 2018 kl. 17:00 - 18:05 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna.

1.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017-2018

1703123

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. maí síðastliðinn menningarstefnu Akraneskaupstaðar og vísaði henni til bæjarstjórnar til samþykktar.
Til máls tók: IP

Bæjarstjórn Akraness samþykkir menningarstefnu Akraneskaupstaðar og þakkar menningar- og safnanefnd fyrir vel unnin störf við gerð hennar.

Samþykkt 9:0.

2.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur

1611149

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 18. maí síðastliðinn viðauka um framlengingu leigu- og rekstrarsamnings á milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness og vísaði honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt 9:0.

3.Öldungaráð

1804207

Endurskoðuð tillaga um samþykkt um stofnun öldungaráðs Akraness var samþykkt í bæjarráði þann 18. maí síðastliðinn og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tók: EBr, ÓA og VÞG.

Samþykkt 9:0.

4.Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt

1805127

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 18. maí síðastliðinn breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar og vísaði til bæjarstjórnar til samþykktar.

Samkvæmt 18. gr. sveitarstjórnarlaga þarf tvær umræður í bæjarstjórn vegna breytingar á samþykktinni og staðfestingu ráðuneytisins.
Til máls tók: SI.

Samþykkt 9:0 að vísa samþykkt um stjórn og fundasköp Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 12. júní næstkomandi.

5.Björg Hallvarðsdóttir AK 15 - forkaupsréttur

1805076

Bæjarráð féll frá forkaupsrétti vegna fiskiskipsins Bjargar Hallvarðsdóttur AK 15, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskiskipum en ekki þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja þeim. Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Akraness staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Samþykkt 9:0.

6.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3343. fundargerð bæjarráðs frá 9. maí 2018.
3344. fundargerð bæjarráðs frá 18. maí 2018.
Til máls tók:
ÞG um fundargerð nr. 3343, lið nr. 6 og um fundargerð nr. 3344, liði nr. 3, nr. 7 og nr. 10.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð

1801008

83. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 8. maí 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

82. fundargerð Skóla- og frístundaráðs frá 15. maí 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Forseti heimilar bæjarfulltrúum að taka til máls undir þessum lið og ræða önnur mál þar sem þetta er síðasti reglulegi fundur bæjarstjórnar kjörtímabilið 2014 til og með 2018.

Til máls tóku:
VÞG, IV, IP, SI, EBr, RÓ, IP, VLJ, ÞG, ÓA og SFÞ.

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00