Fara í efni  

Bæjarstjórn

1273. fundur 24. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
 • Stefán Þór Þórðarson varamaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017 - A hluti

1804133

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafn
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Rekstrarniðurstaða A-hluta, fyrir óreglulega liði, þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sbr. lög 127/2016, er jákvæð um 722,2 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 179,4 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta eftir óreglulega liði er jákvæð um 245,6 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 179,4 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í þús.króna 565.874 en nam kr. 615.179 árið 2016.
Skuldaviðmið er 61% en var 62,% árið 2016.
EBITDA framlegð er 12,52% en var 4,28% árið 2016.
Veltufé frá rekstri er 13,96% en var 16,44% árið 2016.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 98% en var 99% árið 2016.
Eiginfjárhlutfall er 52% en var 55% árið 2016.
Veltufjárhlutfall er 1,7 en var 1,79 árið 2016.

Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. verði samþykktir.
Forseti leggur fram tillögu um að ræða dagskrárliði nr. 1 til og með nr. 3 saman undir dagskrárlið nr. 1 og að gerð verði grein fyrir umræðunni þar þó hvert og eitt mál verði eðli máls samkvæmt afgreitt sérstaklega.

Tillagan samþykkt 9:0.

Til máls tóku:
SFÞ, IV, KHÓ, IP, VLJ, ÓA, SFÞ, ÓA og IP.

Samþykkt 9:0 að vísa reikningum A- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 8. maí næstkomandi.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017 - B-hluti

1804134

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017 - B hluti
2.1 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2 Gáma
2.3 Háhiti ehf.
2.4 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 5,9 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 2,5 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis verði samþykktir.
Samþykkt 9:0 að vísa ársreikningum B- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 8. maí næstkomandi.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2017 - samstæða

1804135

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2017.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir óreglulega liði þ.e. þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð vegna breytinga á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sbr. lög 127/2016, var jákvæð um 716,3 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 181,9 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, eftir óreglulega liði, var jákvæð um 239,7 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 181,9 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í þús.króna 1.330.042 en nam 1.235.960 árið 2016.
Skuldaviðmið er 61% en var 62,% árið 2016.
EBITDA framlegð er 11,55% en var 3,89% árið 2016.
Veltufé frá rekstri er 12,73% en var 14,58% árið 2016.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 93% en var 94% árið 2016.
Eiginfjárhlutfall er 50% en var 53% árið 2016.
Veltufjárhlutfall er 1,62 en var 1,66 árið 2016.

Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.
Samþykkt 9:0 að vísa samstæðureikningi A- og B- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 8. maí næstkomandi.

4.Vesturgata 67 - umsókn um byggingarleyfi

1801257

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 16. apríl sl., var fjallað um erindi sem var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir voru gerðar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

5.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3340. fundargerð bæjarráðs frá 12. apríl 2018.
3341. fundargerð bæjarráðs frá 16. apríl 2018.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

81. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17. apríl 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2018 - velferðar- og mannréttindaráð

1801006

79. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 11. apríl 2018.
80. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. apríl 2018.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00