Fara í efni  

Bæjarstjórn

1264. fundur 28. nóvember 2017 kl. 17:00 - 17:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1701261

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 25. október síðastliðnum.

2.Apótek/lyfjabúð Dalbraut 1 - lyfsöluleyfi

1710194

Umsagnarbeiðni frá Lyfjastofnun um nýtt lyfsöluleyfi á Akranesi.
Ólafur Adolfsson víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn Akraness tekur jákvætt í erindið og fagnar frekari atvinnuuppbyggingu á Akranesi.

Samþykkt 8:0.

Ólafur Adolfsson tekur sæti á fundinum að nýju.

3.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2018

1711108

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands gerir ráð fyrir að hækkun framlaga sveitarfélaganna um 2,5% og verði samtals um 12,5 mkr. en framlag hvers og eins sveitarfélags miðast við íbúafjölda um áramót.

Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlunina á fundi sínum þann 16. nóvember 2017 og vísar ákvörðun sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2018.

Samþykkt 9:0.

4.Almennar íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga - stofnstyrkur til Brynju hússjóðs.

1607041

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. nóvember 2017 að veita Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins stofnframlag samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir vegna kaupa á íbúð á Akranesi en gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins. Hlutfall stofnframlags Akraneskaupstaðar miðast við sömu forsendur og stofnframlag Íbúðalánasjóðs.

Bæjarráð vísar ákvörðun sinni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir ákvörðun bæjarráðs um að veita Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins stofnframlag sem miðast við sömu forsendur og stofnframlag Íbúðalánasjóðs.

Samþykkt 9:0.

5.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs (gatnagerðargjöld og fl.)

1708044

Bæjarráð samþykkti tillögu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissvið um breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda og tengigjalds fráveitu á fundi sínum þann 23. nóvember 2017 og vísar ákvörðun sinni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
SFÞ og IP.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir nýja gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld og tengigjald fráveitu á Akranesi og birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0 (IP situr hjá)

6.Húsnæðismál Orkuveitu Reykjavíkur

1710227

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2017 ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á húsnæðis þess við Bæjarháls nr. 1.

Eigendur Foss fasteignafélags, sem á húseignirnar á Bæjarhálsi nr. 1, hafa samþykkt kauptilboð Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í félagið. Með því fær OR aftur forræði yfir húsunum þar sem meginstarfsemi fyrirtækisins er.
Til máls tóku:
RÓ og EBr.

Bæjarstjórn Akraness staðfestir samþykkt bæjarráðs á ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á húsnæði þess við Bæjarháls nr. 1.

Samþykkt 9:0.

7.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2017

1710049

16. fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins frá 21. nóvember 2017.
Til máls tóku:
VLJ og SI.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3227. fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember 2017.
3228. fundargerð bæjarráðs frá 23. nóvember 2017.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

69. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. nóvember 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

73. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20. nóvember 2017.
Til máls tóku:
VLJ um lið nr. 3.
ÓA um lið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2017 - Höfði

1701010

77. fundargerð stjórnar Höfða frá 30. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00