Fara í efni  

Bæjarstjórn

1263. fundur 14. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:24 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Höfði - endurbætur á annarri hæð

1710190

Bæjarráð tók fyrir á fundi sínum þann 1. nóvember síðastliðinn erindi Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis um endurbætur á annarri hæð í suðurálmu. Ráðið samþykkti að Akraneskaupstaður komi að fjármögnun endurbótanna á árinu 2018 og 2019 með afborgun framkvæmdalána og vaxta og vísaði ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að koma að fjármögnun endurbótanna á árinu 2018 og 2019 með afborgun framkvæmdalána og vaxta með því skilyrði að sótt verði um styrkveitingu fyrir framkvæmdinni hjá Framkvæmdasjóði aldraðra.

Samþykkt 9:0.

2.Bjarg íbúðafélag - húsnæðisstofnun

1711001

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. október síðastliðinn viljayfirlýsingu um samstarf við Bjarg íbúðafélag um uppbyggingu leiguíbúða á Akranesi í samræmi við ákvæði laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Bæjarráð vísaði ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn samþykkir viljayfirlýsingu um samstarf við Bjarg íbúðafélag hses um uppbyggingu á Akranesi og um úthlutun lóða við Asparskógar nr. 12, nr. 14. og nr. 16 í því sambandi.

Samþykkt 9:0.

3.Fjárhagsáætlun 2018 (og vegna tímabilsins 2019 - 2021)

1708093

Samþykkt bæjarráðs frá 9. nóvember síðastliðnum, þar sem fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2019 til og með 2021 er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni og tilögum og fór yfir helstu áhersluþætti og stærðir.

Til máls tóku:
SFÞ, IV, IP, RÓ og ÓA.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2018 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2019 til og með 2021, sem og tillögum sem með henni fylgja til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram 12. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0.

4.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3223. fundargerð bæjarráðs frá 26. október 2017.
3224. fundargerð bæjarráðs frá 1. nóvember 2017.
3225. fundargerð bæjarráðs frá 7. nóvember 2017.
3226. fundargerð bæjarráðs frá 9. nóvember 2017.
Til máls tók:
IP um fundargerð nr. 3223, lið nr. 8 og fundargerð nr. 3224, lið nr. 12.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

67. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 10. október 2017.
68. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. október 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

71. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17. október 2017.
72. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7. nóvember 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

72. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 6. nóvember 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

1701021

133. fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi frá 10. október 2017.
Til máls tók:
RÓ um fundargerðina í heild sinni.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1701020

853. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. október 2017.
Til máls tóku:
IV um lið nr. 20.
ÓA um liði nr. 7, nr. 8, og nr. 20.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:24.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00