Fara í efni  

Bæjarstjórn

1256. fundur 13. júní 2017 kl. 17:00 - 18:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson varamaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

1.Heiðursborgarar - reglur

1705178

Drög að reglum um heiðursborgara.
Til máls tók SI.

Bæjarstjórn samþykkir reglur um val og útnefningu heiðursborgara Akraness.

Samþykkt 9:0.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

1702004

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 1 að viðbættum launaviðauka og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:
ÓA, IP, EBr, IV, IP, RÓ og ÓA.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 1 að viðbættum launaviðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017.

Samþykkt 9:0.

3.Laun bæjarfulltrúa - endurskoðun

1601123

Með ákvörðun bæjarstjórnar Akraness 22. nóvember 2016 var úrskurði Kjaráráðs frá 29. október 2016, um hækkun þingfararkaups frá 1. nóvember 2016, frestað ótímabundið.
Með úrskurði Kjararáðs þann 29. október 2016 var þingfararkaup hækkað um 44,3% frá 1. nóvember 2016 en laun Alþingismanna voru þá hækkuð úr kr. 762.940 í kr. 1.104.040.

Með ákvörðun bæjarstjórnar Akraness þann 22. nóvember 2016 var úrskurði Kjararáðs frestað ótímabundið.

Kostnaðarrammi samkomulags aðila vinnumarkaðarins frá 25. október 2015, svonefnt SALEK-samkomulag, er samtals 32% hækkun heildarlauna frá nóvember 2013 til ársloka 2018.

Laun kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn og í ráðum hjá Akraneskaupstað, höfðu á framangreindu viðmiðunartímabili og fram til úrskurðar Kjararáðs þann 29. október 2016, hækkað um 21% samfara hækkun þingfararkaups á sama tímabili.

Með því að hækka laun bæjarfulltrúa um 9% frá og með 1. júní síðastliðnum og ekki umfram það til ársloka 2018 vill bæjarstjórn Akraness halda launum kjörinna fulltrúa á vegum bæjarins innan marka SALEK-samkomulagsins.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að leggja niður biðlaunarétt bæjarfulltrúa en það fyrirkomulag tíðkast ekki hjá samanburðarsveitarfélögum og fyrirfinnst ekki nema hjá Reykjavíkurborg þar sem bæjarfulltrúar hafa þau embætti sem aðalstarf.

Þá samþykkir bæjarstjórn að gera ákveðnar breytingar á samsetningu launakjara bæjafulltrúa að loknum sveitarstjórnarkosningum 2018 til samræmis við launasamsetningu í öðrum bæjarfélögum.

Til máls tók IV.

Bæjarstjórn samþykkir breyttar reglur um laun hjá Akraneskaupstað til bæjarfulltrúa og fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum.

Samþykkt 9:0.

4.Aðalsk. - Dalbraut og Þjóðbraut breyting

1701216

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 9. júní síðastliðinn var lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Dalbrautarreits þar sem lagt er til að miðsvæði M4 verði stækkað til norðurs á kostnað svæðis S8/V6/A7. Tillagan var unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 27. febrúar 2017. Tillagan var kynnt á almennum fundi 16. febrúar 2017.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

Til máls tók EBr.

Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Dalbrautarreits þar sem lagt er til að miðsvæði M4 verði stækkað til norðurs á kostnað svæðis S8/V6/A7 verði auglýst í samræmi við 31. gr. sbr. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Áður en tillagan verður auglýst skuli hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

Samþykkt 9:0.

5.Deilisk. Dalbraut - Þjóðbraut

1405059

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 9. júní síðastliðinn var lögð fram tillaga að deiliskipulagi Dalbraut-Þjóðbraut.

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi Dalbrautarreits sem unnin var af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 7. júní. 2017. Tillagan var sett fram á skipulagsuppdráttum og í greinargerð. Í tillögunni var gert ráð fyrir þéttri byggð með blandaðri landnotkun íbúðarbyggðar og miðbæjarstarfsemi. Tillagan var kynnt á almennum fundi 16. febrúar 2017. Deiliskipulag Dalbrautarreits frá 2006 verður fellt úr gildi og ákvæði þess felld inn í skipulagstillöguna. Jafnframt verður mörkum deiliskipulags Dalbrautar-Þjóðbrautar frá 1988 breytt til samræmis við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingarblaði vegna eldra deiliskipulags verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók EBr.

Bæjarstjórn samþykkir að tillagan ásamt breytingarblaði vegna eldra deiliskipulags verði auglýst í samræmi við 41. gr. sbr. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

6.Deilisk. Stofnanareitur - Vesturgata breyting v/ fimleikahúss

1703203

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 9. júní síðstliðinn var lögð fram breyting á deiliskipulagi Stofnanareits-Vesturgata.

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits-Vesturgata sem upphaflega var samþykkt 1991. Tillagan var unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 5. júní 2017.
Breytingin felst í því að byggingarreitur austan íþróttahúss er stækkaður til norðurs og suðurs þannig að þar megi reisa íþróttahús ásamt tengibyggingum og göngustígur frá Háholti inn á stofnanalóðina er færður til austurs. Opinn kynningarfundur var haldinn 9. júní 2017.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Til máls tók EBr.

Bæjarstjórn samþykkir að breytingartillaga Stofnanareits-Vesturgata verði auglýst í samræmi við 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

7.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3212. fundargerð bæjarráðs frá 26. maí 2017.
3213. fundargerð bæjarráðs frá 2. júní 2017.
Til máls tók:
EBr um fundargerð nr. 3212, lið nr. 3.
IP um fundargerð nr. 3212, lið nr. 1 og lið nr. 4.
IV um fundargerð nr. 3212, lið nr. 4 og lið nr. 10.
EBr um fundargerð nr. 3212, lið nr. 10.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

60. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 24. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

61. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 30. maí 2017.
62. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. júní 2017.
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð nr. 61, lið nr. 1.
ÞG um fundargerð nr. 61, lið nr. 1.
IV um fundargerð nr. 61, lið nr. 1.
VÞG um fundargerð nr. 61, lið nr. 1.
IP um fundargerð nr. 61, lið nr. 1.
IV um fundargerð nr. 61, lið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2017 - Höfði

1701010

73. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 22. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.SSV - aðalfundur 2017

1703016

Fundargerð aðalfundar SSV frá 29. mars 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2017 - Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

1701021

130. fundargerð stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 10. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1701020

850. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00