Fara í efni  

Bæjarstjórn

1255. fundur 23. maí 2017 kl. 17:00 - 17:33 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1701261

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 28. mars síðastliðnum.

2.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar

1705138

Lagt er til að sumarleyfi bæjarstjórnar verði frá 14. júní til og með 21. ágúst næstkomandi þannig að síðasti fundur bæjarstjórnar fyrir sumarleyfi verði 13. júní næstkomandi. Á meðan sumarleyfi stendur er lagt til bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 50. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi er þriðjudaginn 22. ágúst næstkomandi.
Samþykkt 9:0.

3.Nýr golfskáli - félags- og frístundaaðstaða við Garðavöll

1609101

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. maí sl. breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2017 vegna byggingar frístundamiðstöðvar við Garðavöll. Breyting á heildarfjárfestingaráætlun ársins er um 116 mkr. sem hækkar úr 643 mkr. í 759 mkr. og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður að hámarki um 231 mkr. að frádregnum virðisaukaskatti vegna byggingarkostnaðar en fyrirhugað er að sækja um heimild til skattyfirvalda um svonefnda sérstaka og frjálsa skráningu sem felur í sér að heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts (innskattur) vegna byggingarkostnaðar.
Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn dreifist jafnt á árin 2017 og 2018 eða kr. 116 mkr. hvort árið um sig (að frádregnum virðisaukaskatti). Fjárfestingaráætlun ársins 2018 hækkar úr 724 mkr. í 840 mkr. og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð vísar ákvörðun sinni um breytingar á fjárfestingaráætlun til samþykktar í bæjarstjórn og til staðfestingar í viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
Til máls tóku:
RÓ, IP og VLJ.

Bæjarstjórn felur jafnframt bæjarstjóra að vinna áfram að rekstrar- og fjárfestingarsamningi við Golfklúbbinn Leyni til að útfæra nánar hagsmuni Akraneskaupstaðar með tilliti til nýtingar mannvirkisins.

Samþykkt 9:0.

4.Deilisk. Æðarodda - breyting vegna Æðarodda 36

1609104

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 8. maí sl. var fjallað um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Æðarodda, vegna lóðarinnar við Æðarodda 36. Breyting felst í breytingu á nýtingarhlutfalli lóðar. Skráð er ný lóð nr. 38 við Æðarodda, snúningsplan er stækkað og reiðgata lengd við húsin nr. 41, 43, 45 og 47 við Æðarodda.

Ráðið leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingu á deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0.

5.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3210. fundargerð bæjarráðs frá 11. maí 2017.
3211. fundargerð bæjarráðs frá 18. maí 2017.
Til máls tók:
IP um fundargerð nr. 3210, lið nr. 8.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

61. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 8. maí 2017.
62. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 15. maí 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - Faxaflóahafnir

1701024

156. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 12. apríl 2017.
157. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 17. maí 2017.
Til máls tóku:
ÓA um fundargerð nr. 157, lið nr. 11.
IP um fundargerðirnar almennt og sérstaklega um fundargerð nr. 156, lið nr. 3 og nr. 7.
ÓA um fundargerð nr. 156, lið nr. 3 og 7.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:33.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00