Fara í efni  

Bæjarstjórn

1254. fundur 09. maí 2017 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varabæjarfulltrúi
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Einar Brandsson stýrði fundi í forföllum Sigríðar Indriðadóttur og bauð fundarmenn velkomna.

1.Ársreikningur 2016 - ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit

1701029

Á 3209. fundi bæjarráðs þann 5. maí 2017 var staðfest ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskaupstaðar vegna ársins 2016.

Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar á ákvörðun ráðsins.
Bæjarstjórn staðfestir ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit í sundurliðunarbók ársreiknings Akraneskausptaðar vegna ársins 2016.

Samþykkt 9:0.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016 - A hluti

1704092

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016, A-hluti. Síðari umræða.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafn
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Rekstrarniðurstaða A-hluta, fyrir óreglulega liði, er jákvæð um 152,9 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 93,2 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta, eftir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindingar Höfða, er jákvæð um 122,9 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 66,6 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í þús. króna 615.179 en nam kr. 808.379 árið 2015.
Skuldaviðmið er 62,0% en var 75,0% árið 2015.
EBITDA framlegð er 4,3% en var 6,6% árið 2015.
Veltufé frá rekstri er 16,4% en var 13,4% árið 2015.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 99% en var 104% árið 2015.
Eiginfjárhlutfall er 55% og var einnig 55% árið 2015.
Veltufjárhlutfall er 1,8 en var 1,3 árið 2015.

Til máls um dagskrárliði 2(A-hluta), 3(B-hluta) og 4(samstæðu) tóku:
SFÞ, IP, IV, ÞG og VLJ.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga A- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016 - B hluti

1704093

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016, B-hluti. Síðari umræða.
2.1 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2 Gáma
2.3 Háhiti ehf.
2.4 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Rekstrarniðurstaða B-hluta, fyrir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða, var neikvæð um 32,6 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 48,5 mkr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða B-hluta, eftir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða, var jákvæð um 892,2 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 936,4 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninga B- hluta Akraneskaupstaðar og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

4.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016 - samstæða

1704094

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2016. Síðari umræða.
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða, var jákvæð um 120,3 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 44,7 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, eftir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða, var jákvæð um 1.015,1 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 1.003,1 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í þús. króna 1.235.960 en nam 411.512 árið 2015.
Skuldaviðmið er 62,0% en var 84,0% árið 2015.
EBITDA framlegð er 3,89% en var 4,35% árið 2015.
Veltufé frá rekstri er 14,58% en var 11,94% árið 2015.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 94% en var 116% árið 2015.
Eiginfjárhlutfall er 53% og var 45% árið 2015.
Veltufjárhlutfall er 1,66 en var 1,26 árið 2015.

Bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn og staðfestir hann með áritun sinni.

Samþykkt 9:0.

5.Samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga milli ríkis og sveitarfélaga

1611009

Á 3209. fundi bæjarráðs var samþykkt að fram fari fullnaðaruppgjör á 3% hlut Akraneskaupstaðar í uppgjöri lífeyrisskuldbindinga samkvæmt samningi ríkis og Akraneskaupstaðar frá 13. janúar 2017 og í samræmi við minnisblað tryggingarstærðfræðings Brúar Lífeyrissjóðs dags. 26. apríl 2017. Viðbótarkostnaði umfram áætlun verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á ákvörðun ráðsins.
Til máls tóku: ÓA.

Bæjarstjórn samþykkir fullnaðaruppgjör á 3% hlut Akraneskaupstaðar í fullnaðaruppgjöri lífeyrisskuldbindinga Höfða hjúkrunar- og dvalaheimilis samkvæmt samningi ríkis og Akraneskaupstaðar frá 13. janúar 2017.

Samþykkt 9:0.

6.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3208. fundargerð bæjarráðs frá 26. apríl 2017.
3209. fundargerð bæjarráðs frá 5. maí 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

60. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. maí 2017.
Til máls tók:
ÞG um liði nr. 1 og 4.
IV um lið nr. 4.
IP um lið nr. 4.
ÞG um lið nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

59. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 3. maí 2017.
Til máls tóku:
VÞG um lið nr. 3

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - Orkuveita Reykjavíkur

1701023

Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur nr. 242 og 243 frá 20. og 31. mars 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1701020

849. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. mars 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00