Fara í efni  

Bæjarstjórn

1253. fundur 25. apríl 2017 kl. 17:00 - 18:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.
Forseti minntist Magnúsar Oddssonar sem var bæjarstjóri á Akranesi á árunum 1974 til 1982 en hann lést þann 11. apríl síðastliðinn. Voru Magnúsi þökkuð störf hans í þágu Akraneskaupstaðar og fjölskyldu hans sendar innilegar samúðarkveðjur. Bæjarfulltrúar risu úr sætum til heiðurs minningu hans.

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016 - A hluti

1704092

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016, A- hluti, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafn
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Rekstrarniðurstaða A-hluta, fyrir óreglulega liði, er jákvæð um 152,9 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 93,2 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða A-hluta, eftir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindingar Höfða, er jákvæð um 122,9 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 66,6 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í þús. króna 615.179 en nam kr. 808.379 árið 2015.
Skuldaviðmið er 62,0% en var 75,0% árið 2015.
EBITDA framlegð er 4,3% en var 6,6% árið 2015.
Veltufé frá rekstri er 16,4% en var 13,4% árið 2015.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 99% en var 104% árið 2015.
Eiginfjárhlutfall er 55% og var einnig 55% árið 2015.
Veltufjárhlutfall er 1,8 en var 1,3 árið 2015.

Bæjarráð staðfesti ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. verði samþykktir.
Til máls um dagskrárliði 1, 2 og 3 tóku:
SFÞ, IV, ÓA, RÓ og SI.

Samþykkt 9:0 að vísa reikningum A- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016 - B hluti

1704093

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016, B- hluti, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.
2.1 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2 Gáma
2.3 Háhiti ehf.
2.4 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Rekstrarniðurstaða B-hluta, fyrir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða, var neikvæð um 32,6 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 48,5 mkr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða B-hluta, eftir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða, var jákvæð um 892,2 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 936,4 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð staðfesti ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis verði samþykktir.
Samþykkt 9:0 að vísa ársreikningum B- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2016 - samstæða

1704094

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2016, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða, var jákvæð um 120,3 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 44,7 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, eftir óreglulega liði þ.e. uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða, var jákvæð um 1.015,1 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 1.003,1 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í þús. króna 1.235.960 en nam kr. 411.512 árið 2015.
Skuldaviðmið er 62,0% en var 84,0% árið 2015.
EBITDA framlegð er 3,9% en var 4,3% árið 2015.
Veltufé frá rekstri er 14,6% en var 11,9% árið 2015.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 94% en var 116% árið 2015.
Eiginfjárhlutfall er 53% en var 45% árið 2015.
Veltufjárhlutfall er 1,7 en var 1,3 árið 2015.

Bæjarráð staðfesti samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.
Samþykkt 9:0 að vísa samstæðureikningi A- og B- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

4.Aðalsk. - Sementsreitur, breyting / íbúafundur

1701210

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 18. apríl 2017, var lögð var fram tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félaga ehf., dags. 30. mars 2017, að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þar sem gert er ráð fyrir breyttri landnotkun á Sementsreit.

Lýsing vegna breytingarinnar var kynnt í febrúar 2017 og haldinn um hana almennur kynningarfundur 16. febrúar. Nokkrar umsagnir bárust og var tekið mið af þeim við frágang breytingartillögunnar eftir því sem við átti.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst til kynningar í samræmi við, 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögum að breyttu deiliskipulagi svæðisins.
Til máls tók: RÓ.

Bæjarstjórn samþykkir að breytingartillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna Sementsreits dagsett 30. mars 2017 verði auglýst til kynningar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

5.Deilisk. - Sementsreitur

1604011

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 18. apríl 2017, var lögð var fram tillaga Ask arkitekta, dags. 31. mars 2017, að nýju deiliskipulagi fyrir Sementsreit ásamt greinargerð, húsakönnun og öðrum skýringargögnum.

Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags á Sementsreit var kynnt í febrúar 2017 og haldinn um hana almennur kynningarfundur 16. febrúar. Á kynningarfundi var jafnframt farið yfir drög að nýju deiliskipulagi við Sementsreit.

Nýtt deiliskipulag tekur yfir hluta deiliskipulags Akraneshafnar sbr. deiliskipulagsuppdrátt sem staðfestur var af félagsmálaráðherra þann 13.október 1987. Skipulagsmörkum í því deiliskipulagi verður breytt til samræmis við nýtt deiliskipulag við Sementsreit.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan, ásamt breytingu á deiliskipulagi sem staðfest var af félagsmálaráðherra þann 13. október 1987, þar sem skipulagssvæði þess er minnkað um sama svæði og fellur undir hið nýja skipulag, verði auglýstar samhliða til kynningar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: RÓ og VLJ sem leggur fram eftirfarandi bókun:
Við undirrituð lýsum yfir áhyggjum okkar yfir því að byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi á Sementsreit nægi ekki til að afla nægilegra tekna til að mæta þeim kosnaði sem þarf til að gera svæðið byggingarhæft.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)

Frh. umræðu:
EBr.

Bæjarstjórn samþykkir að tillaga Ask arkitekta dags.31. mars 2017 að nýju deiliskipulagi fyrir Sementsreit, ásamt greinargerð, húsakönnun og öðrum skýringargögnum verði auglýst.

Málsmeðferð deiliskipulagstillögunnar verði í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsing hennar verði í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Samþykkt 9:0.

6.Deilisk.br. - Akraneshöfn

1704025

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 18. apríl 2017, var fjallað um mörk deiliskipulaga milli Semetntsreits og Hafnarsvæðis.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsmörkum á deiliskipulagi Akraneshafnar sem staðfest var af félagsmálaráðherra þann 13. október 1987 verði breytt til samræmis við nýtt deiliskipulag Sementsreits. Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar skal vera skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsmörkum á deiliskipulagi Akraneshafnar sem staðfest var af félagsmálaráðherra 13. október 1987 verði breytt til samræmis við nýtt deiliskipulag Sementsreits.

Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar verði skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsing hennar fari samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt 9:0.

7.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3207. fundargerð bæjarráðs frá 19. apríl 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

60. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 18. apríl 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

59. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 18. apríl 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

57. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 22. mars 2017.
58. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. apríl 2017.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2017 - Höfði

1701010

72. fundargerð stjórnar Höfða frá 10. apríl 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00