Fara í efni  

Bæjarstjórn

1244. fundur 22. nóvember 2016 kl. 17:00 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti óskaði eftir að taka inn á dagskrá með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar eftirfarandi tvö mál:

Nr. 1609012 (verður mál númer 4 í dagskránni).
Deiliskipulag Skógarhverfis, 2. áfangi - Akralundur. Um er að ræða afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs til bæjarstjórnar.

Nr. 1610136 (verður mál númer 5 í dagskránni).
Deiliskipulag Grenja, Hafnarsvæði H3, Krókatún 22-24. Einnig er hér um að ræða afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs til bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1601399

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 25. október síðastliðnum.

2.Sorphirða á Akranesi og í Borgarbyggð - útboð

1604025

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samið verði um tímabundna framlengingu á samningi Íslenska gámafélagsins og Akraneskaupstaðar í samræmi við framlögð gögn á meðan nýtt útboðsferli fer fram.
Til máls tók:
EBr.

Samþykkt 9:0.

3.Úrskurður Kjararáðs um laun forseta Íslands, þingfararkaup alþingismanna og launakjör ráðherra

1611060

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. nóvember að fresta hækkun á launum bæjarfulltrúa samkvæmt úrskurði kjararáðs.
Til máls tóku:
ÓA og VLJ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir ótímabundna frestun á hækkun launa bæjarfulltrúa, samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 30. október síðastliðinn, en laun bæjarfulltrúa taka mið af þingfararkaupi alþingismanna.

Kjararáð úrskurðaði hækkun á launum forseta Íslands, þingfararkaupi alþingismanna og launum ráðherra þann 30. október síðastliðinn. Hækkunin nemur um 45%. Laun bæjarfulltrúa á Akranesi taka mið af kjörum þingmanna og eru 19% af þingfararkaupi samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akraness þann 10. júní 2014. Laun bæjarstjóra og annarra embættismanna hjá Akraneskaupstað taka ekki mið af ákvörðun Kjararáðs, heldur af almennum kjarasamningum.

Bæjarstjórn mun endurskoða ákvörðunina með tilliti til þeirrar niðurstöðu sem búast má við að komi frá Alþingi.

Samþykkt 9:0.

4.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Akralundur 4

1609012

Erindi skipulags- og umhverfisráðs um breytingu á deiliskipulagi Skógahverfis 2. áfanga vegna Akralundar 4. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum. Deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi víkur af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku:
EBr og IP.

Samþykkt 7:0 og sat Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi hjá.

5.Deilisk. Grenja. hafnarsvæði H3 - Krókatún 22-24

1610136

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. október síðastliðinn var umsókn Grenja ehf. um deiliskipulagsbreytingu vegna Krókatúns 22-24 samþykkt. Breytingin felst í stækkun á byggingarreit um 30 fermetra. Breytingin var grenndarkynnt frá 27. október til og með 16. nóvember 2016. Engar athugasemdir bárust.

Ráðið leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.
Einar Brandsson bæjarfulltrúi víkur af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku:
RÓ, IV, RÁ og IP.

Samþykkt 8:0.

6.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3195. fundargerð bæjarráðs frá 10. nóvember 2016.
Til máls tóku:
ÓA um lið nr. 9.
VE um lið nr. 5.
IV um lið nr. 11.
VLJ um lið nr. 3.
RÁ um lið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2016 - skóla- og frístundaráð

1601008

50. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 15. nóvember 2016.
Til máls tóku:
VLJ um lið nr. 1.
SI um lið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2016 - velferðar- og mannréttindaráð

1601007

46. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 10. október 2016.
47. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 26. október 2016.
48. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 2. nóvember 2016.
49. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 11. nóvember 2016.
Til máls tóku:
VÞG um fundargerð 49, lið nr. 3 og um fundargerð 48, lið nr. 1.
IP um fundargerð 49, lið nr. 3 og um fundargerð 48, lið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00