Fara í efni  

Bæjarstjórn

1241. fundur 11. október 2016 kl. 17:00 - 17:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Þórður Guðjónsson varamaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Foseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

1.Alþingiskosningar 2016

1609001

Launagreiðslur til kjörstjórna og annarra starfsmanna og gerð og frágangur kjörskrár vegna Alþingiskosninga 29. október 2016.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kjörskrá en alls eru 4982 á kjörskrá, konur samtals 2461 og karlar samtals 2521.
Jafnframt veitir bæjarstjórn bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingskosninga þann 29. október nk. í samræmi við 24. gr. laga númer 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Samþykkt 9:0.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði ákvörðun um greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna sem koma að framkvæmd kosninganna.

Samþykkt 9:0.

2.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3190. fundargerð bæjarráðs frá 29. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2016 - Höfði hjúkrunar og dvalarheimili

1601013

66. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 5. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2016 - Orkuveita Reykjavíkur

1601012

233. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. ágúst 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00