Fara í efni  

Bæjarstjórn

1230. fundur 22. mars 2016 kl. 17:00 - 18:36 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Anna Lára Steindal varamaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

1.Kosning í ráð og nefndir 2016, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1601180

Hlini Baldursson hefur óskað eftir því að láta af störfum sem fulltrúi Frjálsra með framsókn í menningar- og safnanefnd.
Lögð er fram tillaga frá Frjálsum með framsókn að Helga Kristín Björgólfsdóttir verði aðalmaður í menningar- og safnanefnd og Ingi Björn Róbertsson verði varamaður.

Samþykkt 9:0.

2.Betra Akranes - áskorun

1603047

Erindi frá íbúasamtökunum Betra Akranes þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að ganga til samninga við HB Granda um að leita lausna um annað staðarval fyrir hausaþurrkunarverksmiðjuna, innan bæjarfélagsins en fjarri íbúabyggð.

Erindið var kynnt í bæjarráði þann 10. mars sl. og því vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarfulltrúi Anna Lára Steindal víkur af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku: SI, IP og IV.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa áskorun Betra Akranes í yfirstandandi kynninga- og athugasemdaferli varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis.

Samþykkt 8:0.

3.Lífeyrissjóður starfsm. sveitarfélaga - endurgreiðsluhlutfall B- deildar Akraneskaupstaðar 2016

1603052

Erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 4. mars 2016, þar sem gerð er grein fyrir tillögu tryggingastærðfræðings sjóðsins um endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild LSS. Lagt er til að hlutfallið haldist óbreytt eða 56% fyrir árið 2016.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. mars 2016 að hlutfall endurgreiðslu lífeyris vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild LSS verði 56% og vísaði ákvörðuninni til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að endurgreiðsluhlutfall lífeyris vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild verði 56% árið 2016.

Samþykkt 9:0.

4.Reglur um slægjustykki - endurskoðun 2016

1602227

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 14. mars 2016 tillögu garðyrkjustjóra um breytingu á reglum um slægjustykki og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tók: VLJ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur um slægjustykki.

Samþykkt 9:0.

5.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3176. fundargerð bæjarráðs frá 10. mars 2016.
Til máls tóku:
VLJ um liði nr. 20 og 21.
ÓA um liði nr. 20 og 21.
VLJ um liði nr. 20 og 21.

Bæjarfulltrúi VLJ leggur fram tillögu að eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Akraness lýsir sig andvíga öllum hugmyndum um áframhaldandi gjaldtöku á vegfarendur um Vesturlandsveg, umfram vegfarendur á öðrum þjóðvegum sem liggja að höfuðborgarsvæðinu.

ÓA um liði nr. 20 og 21 og um bókunina.
EBr um liði nr. 20 og 21 og um bókunina. EBr leggur fram tillögu um að bókun VLJ verði vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

IP um liði nr. 20 og 21 og um bókunina.
RÓ um bókunina.
IV um bókunina.
VE um liði nr. 20 og 21 og um bókunina.
IP um bókunina.

Forseti ber upp tillögu EBr um að bókun VLJ verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

Samþykkt 8:0, VLJ situr hjá.

Áframhaldandi umræður um fundargerðina:
VE um lið nr. 5

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2016 - skóla- og frístundaráð

1601008

31. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 25. febrúar 2016.
32. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 1. mars 2016.
33. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 9. mars 2016.
Til máls tóku:
SI um 31. fundargerð, liði nr. 1, og 2.
SI um 32. fundargerð, lið nr. 1.
SI um 33. fundargerð, lið nr. 1.
EBr um 31. fundargerð, liði nr. 1, og 2.
IP um 31. fundargerð, liði nr. 2 og 4.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

29. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 14. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2016 - velferðar- og mannréttindaráð

1601007

35. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2016 - Faxaflóahafnir

1601011

142. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 26. febrúar.
143. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna 11. mars 2016.
Til máls tóku:
IP um 143. fundargerð, liði nr. 5 og 7 b.
ÓA um 143. fundargerð, liði nr. 5 og 7 b.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Því miður virkaði ekki upptökutækið og því er ekki unnt að hlusta á upptöku af fundinum.
Beðist er forláts á þessu en unnið er að lausn í samráði við tæknimenn.

Fundi slitið - kl. 18:36.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00