Fara í efni  

Bæjarstjórn

1220. fundur 13. október 2015 kl. 17:00 - 18:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Stefnumörkun í menningarmálum (skipulagsbreyting í menningar- og safnamálum)

1502041

Tillögur bæjarráðs um breytingar í menningarmálum á Akranesi og nýtt skipurit Akraneskaupstaðar voru lagðar fram til samþykktar í bæjarstjórn Akraness þann 22. september síðastliðinn.
Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögunum til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 13. október.
Til máls tóku:
VLJ og RÁ.

Tillaga 1 - Menningar- og safnamál - sérstakur málaflokkur
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa ráðningu forstöðumanns sem hafi yfirumsjón með menningar- og safnamálum á Akranesi.

Tillaga 2 - tilfærsla á störfum
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna skipulagsbreytinguna fyrir stjórnendum og starfsmönnum málaflokksins og bjóða fastráðnum starfsmönnum ný og breytt starfsheiti og verkefni í samræmi við sameiningu málaflokksins.

Tillaga 3 - breytingar á opnunartíma Byggðasafnsins í Görðum og Bókasafns Akraness
Bæjarráð samþykkir að breyta opnunartíma byggðasafnsins og bókasafnsins með eftirfarandi opnunartímum: Bókasafnið verði opið frá kl. 12.00 til 18.00 virka daga en að auki tvær morgunopnanir frá kl. 10:00 til 12:00 vegna sögustunda fyrir börn annarsvegar og átthagastunda fyrir almenning hinsvegar. Opið verður á laugardögum yfir vetrartímann eins og er nú er. Breytingin taki gildi 1. janúar 2016. Byggðasafnið verði lokað frá og með 1. október og frá 1. janúar til 1. maí 2016 verði bæði Byggðasafnið og Safnaskálinn lokuð vegna endurnýjunar á sýningum. Tekið verði á móti hópum samkvæmt sérstöku samkomulagi á þessu tímabili og gegn gjaldi, þar sem það á við.

Breytingarnar í heild sinni ásamt nýju skipuriti bornar upp til samþykktar.

Samþykkt: 8:0, 1 (VLJ) situr hjá.

2.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8B

1509146

Skipulags- og umhverfisráð vísar umsókn Helga Más Halldórssonar hjá Ask arkitektum, f.h. HB Granda sem sækir um deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis til bæjarstjórnar Akraness.
Breytingin felst í því að HB Grandi áformar að sameina og stækka starfsemi fiskþurrkunar félagsins við Breiðargötu.

Til máls tóku: ÓA, VÞG, IP, VLJ, VE, IV, ÓA, RÓ, VLJ og IP.
Bæjarfulltrúi ÓA leggur fram svohljóðandi tillögu að bókun og afgreiðslu málsins:

"Í dag er HB Grandi með starfsemi fiskþurrkunar á tveimur stöðum, forþurrkun að Breiðargötu 8B og eftirþurrkun að Vesturgötu 2. Í núverandi starfsleyfi er heimild fyrir þurrkun á 170 tonnum á viku.
Á deiliskipulagsuppdrætti dags. 22.09.2015 með síðari breytingum kemur fram að uppbygging HB Granda á svæðinu er fyrirhuguð í tveimur áföngum.

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir stækkun norðvestanmegin við núverandi húsnæði forþurrkunar að Breiðargötu 8B. Reiknað er með að útbúa húsnæði fyrir eftirþurrkun, rými fyrir þurrkjöfnun og pökkun auk aðstöðu fyrir starfsmenn. Vinnslugeta í nýja húsnæðinu yrði 200 til 250 tonn á viku.

Í öðrum áfanga er gert ráð fyrir stækkun sjávarmegin við núverandi húsnæði forþurrkunar. Þar á að beita annarri aðferð við þurrkun þ.e. nota færibandaklefa og eftirþurrkun við hann. Vinnslugeta til viðbótar 1. áfanga yrði 300 til 350 tonn á viku.
Heildarvinnslugeta að framkvæmdum loknum yrði þannig á bilinu 500 til 600 tonn á viku.

Bæjarstjórn telur að HB Grandi þurfi að leggja fram ítarlegri skipulagsgögn áður en tekin verður afstaða til umsóknarinnar. Það á m.a. við um búnað og aðferðir til að lágmarka grenndaráhrif starfseminnar, einkum lyktarmengun. Það á jafnframt við um mat á og viðbrögð við slíkri mengun. Bæjarstjórn vísar málinu til frekari meðferðar í skipulags- og umhverfisráði."

Tillagan og bókunin borin upp til samþykktar.

Samþykkt: 7:0, 2 sitja hjá (VE og IP).

3.Deilisk. - Krókatún - Vesturgata

1507088

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja deiliskipulagstillögu vegna Krókatúns - Vesturgötu og að hún verði send Skipulagsstofnun til umsagnar.
Deiliskipulagstillagan tekur til breytinga á staðsetningu dælustöðvar og var hún auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 12. ágúst til og 27. september sl. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt 9:0.

4.Baugalundur 20, byggingarleyfi

1504030

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja deiliskipulagsbreytingu við Baugalund 20 og auglýsa hana í B-deild Stjórnartíðinda.
Verið er að breyta bindandi byggingarlínu til samræmis við næsta hús og hafa nágrannar samþykkt hana samkvæmt grenndarkynningarbréfi.
Samþykkt 9:0.

5.Reglur um umgengni á lóðum

1508105

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja reglur um umgengni á lóðum.
Samþykkt 9:0.

6.Fundargerðir 2015 - bæjarráð

1501211

3263. fundargerð bæjarráðs frá 29. september 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð

1501099

20. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 16. september 2015.
Til máls tók: RÓ um liði númer 2 og 3.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð

1501125

18. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 28. september 2015.
19. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 5. október 2015.
Til máls tóku: IV um fundargerð 18, liði númer 1 og 11. EBr um fundargerð 18, liði númer 1 og 11.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð

1501105

22. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. september 2015.
23. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 24. september 2015.
24. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. október 2015.
Til máls tóku: VLJ um fundargerð 22, lið númer 2. RÁ um fundargerð 22, lið númer 22. VÞG um fundargerð 22, lið númer 2. RÁ um fundargerð 22, lið númer 22. VÞG um fundargerð 22, lið númer 2. VLJ um fundargerð 22, lið númer 22.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2015 - OR

1501218

219. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. ágúst 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00