Fara í efni  

Bæjarstjórn

1214. fundur 12. maí 2015 kl. 17:00 - 17:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar Sigríður Indriðadóttir stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.
Forseti óskaði eftir að taka inn með afbrigðum, sbr. c lið 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, mál nr. 1505056 - kosning í ráð og nefndir.
Samþykkt 9:0.

1.Kosning í ráð og nefndir 2015

1505056

Elínbergur Sveinsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem fulltrúi Frjálsra með framsókn í menningar- og safnanefnd.
Lagðar eru fram tillögur frá Frjálsum með framsókn um að Hlini Baldursson verði aðalmaður í menningar- og safnanefnd og Helga Kristín Björgólfsdóttir verði varamaður.
Samþykkt 9:0

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - A hluti

1504018

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014, A-hluti. Síðari umræða.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Gáma
1.4 Byggðasafn
1.5 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Til máls tóku: VE, IV, IP, RÁ og ÓA.
Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - B hluti

1504019

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014, B-hluti. Síðari umræða.
2.1 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
2.2 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.3 Háhiti ehf.
Til máls tóku: VE, IV, IP, RÁ og ÓA.
Ársreikningur samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

4.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - samstæða

1504039

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2014. Síðari umræða.
Til máls tóku: VE, IV, IP, RÁ og ÓA.
Ársreikningur samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

Bókun frá D- og Æ- lista vegna Ársreiknings 2014

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar leggja fram eftirfarandi bókun við framlagningu ársreiknings 2014 í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. maí 2015:

Það er gleðiefni að rekstur Akraneskaupstaðar á árinu 2014 hafi komið betur út en áætlanir sögðu til um. Þrátt fyrir meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir vegna kjarasamninga og mikla hækkun lífeyrisskuldbindinga, nam rekstrarafgangur samstæðunnar um 146 m.kr. Reksturinn ber þess mörg merki að standa vel og þá sérstaklega þegar horft er til nokkurra lykiltalna. Skuldahlutfall samstæðunnar er 126%, eiginfjárhlutfallið er 44,5%, veltufjárhlutfall er yfir 1 og veltufé frá rekstri nam rúmum 787 m.kr. Í ársreikningi 2014 birtast einnig áskoranir sem þarf að takast á við og ber þá helst að nefna eftirfarandi:

Lífeyrisskuldbindingar eru háar og hafa hækkað mikið síðustu ár. Sérstakt áhyggjuefni er þróun þessara mála hjá Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Höfða. Á árinu 2014 yfirtók ríkið skuldbindingar hjá sjálfseignarstofnunum sem reka dvalar- og hjúkrunarheimili. Til stendur að ganga til samninga um yfirtöku hjá þeim heimilum sem eru í eigu sveitarfélaga, þ.á.m. Höfða. Mikilvægt er að bæjaryfirvöld fylgi því fast eftir að farið verði sem fyrst í þessa samninga.

Árið 2014 fékk Akraneskaupstaður tekjujöfnunarframlag frá Jöfnunarsjóði vegna lágra útsvarstekna. Útsvar sem hutfall af heildartekjum A hluta fer lækkandi með hverju árinu. Greina þarf helstu ástæður og hvort og þá hvaða aðgerðir hægt er að ráðast í til að hlutfallið hækki.

Af helstu lykiltölum rekstrarins er framlegðarhlutfall rekstrar það viðmið sem bæta má. Markmiðið er að ná hlutfallinu upp í um 10% en það var 4,2% árið 2014.

Ein af skýringunum á því að aðalsjóður er rekinn með miklum afgangi má má rekja til hagstæðra fjármagnsliða og því er nauðsynlegt að byggja betri grunn undir reksturinn til framtíðar þannig að tekjur og útgjöld séu í jafnvægi.
Fulltrúar meirihlutans munu leggja áherslu á að takast á við þessar áskoranir og vinna markvisst að því að bæta afkomu Akraneskaupstaðar til framtíðar litið.

5.Reglur 2015 um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

1503039

Breyting á lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 30.4.2015 að gildandi viðmiðunarfjárhæðir vegna lækkunar fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2015 verði svohljóðandi:

Hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 2.817.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 3.900.000.

Hjá hjónum/sambýlingum með tekjur allt að kr. 3.945.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfelling lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 5.459.000.
Til máls tóku: VLJ, RÁ og ÓA.
Bæjarstjórn staðfestir reglurnar.
Samþykkt 9:0.

6.Heimaþjónusta - viðmið um forgangsröðun

1504014

Á 13. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 6. maí 2015 voru samþykktar breytingar á reglum um heimaþjónustu. Breytingarnar felast í að tekin eru upp viðmið um forgangsröðun í heimaþjónustu sem munu gilda jafnt við afgreiðslu umsókna um þjónustuna og þegar teknar eru ákvarðanir um afleysingar starfsmanna í sumarleyfum, veikindum og á stórhátíðum. Aðrar breytingar varða málfar og aðlögun heita að núverandi stjórnskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir reglurnar.
Samþykkt 9:0.

7.Deilisk.- Breiðarsvæði, Hafnarbraut 3

1504140

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs 30.4.2015 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að grenndarkynna deiliskipulag Breiðarsvæðis vegna lóðarinnar Hafnarbrautar 3 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynna á fyrir eigendum húsa við Suðurgötu 10, 16, 17 og 18 og eigendum húsa við Háteig 10,12,14 og 16.
Til máls tóku: RÓ, IV, RÁ og VLJ.
Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010, með þeirri breytingu að bæta eigendum Suðurgötu 19 við á listann.
Grenndarkynna á fyrir eigendum húsa við Suðurgötu 10, 16, 17, 18, og 19 og eigendum húsa við Háteig 10, 12, 14 og 16.
Samþykkt 9:0.

8.Fundargerðir 2015 - bæjarráð

1501211

3252. fundargerð bæjarráðs frá 30.4.2015.
Lögð fram.

9.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð

1501105

13. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 6.5.2015
Lögð fram.

10.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð

1501099

13. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 5.5.2015.
Til máls tóku: VÞG, RÓ, SI, IV og VLJ.
Lögð fram.

11.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð

1501125

10. og 11. fundargerðir skipulags- og umhverfisráðs frá 20.4.2015 og 30.4.2015.
Til máls tóku: IP, RÓ, RÁ og SI.
Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00