Fara í efni  

Bæjarráð

3108. fundur 27. janúar 2011 kl. 16:00 - 18:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Löggæslumál

1101125

Halla Bergþóra Björnsdóttir sýslumaður og Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn mættu til viðræðna við bæjarráð.

2.Akstursíþróttir á Akranesi

1101118

Jón Þór Jónsson formaður BÍKR kynnti akstursíþróttir.

3.Frístundagarðar - skipulag.

1008117

Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu gerir grein fyrir verkefninu.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að halda kynningarfund þar sem verkefnið yrði kynnt.

4.Átak í nýsköpunar- og atvinnumálum

1012103

Drög að erindisbréfi lagt fram.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og vísar tilnefningu til næsta fundar bæjarráðs.

5.Ferðatengd þjónusta

1101008

Drög að erindisbréfi lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Bæjarráð tilnefnir í starfshópinn á næsta fundi sínum.

6.Framlag vegna framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök

1101010

Bæjarráð tilnefni í verkefnahóp.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Bæjarráð tilnefnir í starfshópinn á næsta fundi sínum.

7.Umhverfisvakt við Hvalfjörð.

1005102

Fréttatilkynning frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð mótt. 17.janúar 2011 v. endurskoðunar áætlunar um umhverfisvöktun.

Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu, fulltrúi Akraneskaupstaðar í samráðshópi um umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga mætti á fundinn.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um framlögð gögn.

8.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

1101181

Bréf Jóns Pálma Pálssonar, framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 24. janúar 2011.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjárveitingu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

9.Búnaðarkaup árið 2011

1101176

Bréf Helgu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð um kr. 400.000,- til kaupa á tveimur fartölvum með uppsetningu.

Bæjarráð samþykkir erindið og fjárveiting er tekin af tækjakaupasjóði.

10.Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál

1009139

Húsaleigusamningur Akraneskaupstaðar við Arion banka hf. vegna húsnæðis ætlað Skagaleikflokknum við Vesturgötu 119, eignahluti 01 0201 dags. 25. janúar 2011. Samningurinn lagður fram til staðfestingar.
Einnig er lögð fram réttarsátt dags. 25.1.2011.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

11.Framlenging ákvörðunar frá 19. ágúst 2009 varðandi þjónustu og launakjör

1012097

Ákvörðun um launaskerðingu í framhaldi af viðræðum við fulltrúa starfsmanna.

Bæjarráð vísar til fundar þann 20.janúar s.l. með trúnaðarmönnum starfsmanna bæjarskrifstofu um ákvörðun bæjarstjórnar um að framlengja ákvörðun um skerðingu launakjara árið 2011. Bæjarráð getur að vandlega athuguðu máli ekki orðið við beiðni trúnaðarmanna f.h. starfsmanna um breytingu á umræddri samþykkt.

12.Kjarasamningar - Undanþágulistar vegna verkfalla

1012136

Undanþágulisti vegna verkfalla lagður fram til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lista og felur bæjarstjora að auglýsa í Stjórnartíðindum.

13.Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands 2010

1008043

Fundargerð skólanefndar dags. 9.12.2010 ásamt ályktun skólanefndar frá 9.12.2010.

Lögð fram.

14.Samstarfsnefnd - undanþágulistar v. verkfalla

1101138

Fundargerðir samstarfsnefndar nr. 146 og 147 frá 19. janúar 2011 lagðar fram.

Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00