Fara í efni  

Bæjarráð

3151. fundur 26. apríl 2012 kl. 16:00 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Fulltrúar Akraneskaupstaðar í stjórnum.

1204124

Tillaga um að bæjarráð haldi formlega fundi með fulltrúum Akraneskaupstaðar í stjórnum og ráðum samstarfsfyrirtækja.

Bæjarráð samþykkir að taka upp þá vinnureglu að fulltrúar kaupstaðarins í ráðum og stjórnum samstarfsfyrirtækja, verði kallaðir á fund bæjarráðs til upplýsingagjafar og samráðs um málefni viðkomandi fyrirtækja. Stefnt skal að tveimur fundum á ári að jafnaði.

Bæjarráð hvetur fulltrúa kaupstaðarins að hafa frumkvæði að því að óska eftir fundi með bæjarráði gerist þess þörf umfram reglubundna fundi sbr ofangreint.

2.OR - staðfesting eigenda vegna lána

1103053

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10. apríl 2012, minnisblað fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 10. apríl 2012 og bréf bæjarráðs dags. 13. apríl 2012.

Bæjarráð fór yfir málið og samþykkir að leggja til við bæjarstjórn eftirfarandi tillögu að samþykkt:

"Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að veita Orkuveitu Reykjavíkur, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda hlutfallslega ábyrgð vegna EUR 6.200.000 lántöku Orkuveitunnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. heimild í 2. mgr. 1. gr. laga, nr. 139/2001 um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Lán Orkuveitu Reykjavíkur er tekið til að endurfjármagna fráveituverkefni á Akranesi, Borganesi og Kjalarnesi sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Heildarfjárþörf verkefnisins er 5,8 milljarðar króna. Ábyrgð eigenda Orkuveitu Reykjavíkur nemur því ekki hærra hlutfalli en 80% af fjárþörf verkefnisins.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með einnig að veita veð í tekjum sveitarfélagsins, til tryggingar ofangreindri ábyrgð, vegna lántöku Orkuveitu Reykjavíkur hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð EUR 6.200.000 fram til nóvember 2020. Er veðsetning þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 3. gr. reglugerðar um tryggingar Lánasjóðs sveitarfélaga í tekjum sveitarfélags nr. 123/2006.
Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni kt. 270754-3929 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Akraneskaupstaðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar."
Vísað til afgreiðslu aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn verður föstudaginn 27. apríl n.k. til frágangs málinu.

3.OR - Planið framvinduskýrsla

1204074

Famvinduskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13. mars 2012, lögð fram til kynningar.

Rætt var um framvindu fráveituframkvæmda á Akranesi. Þeim framkvæmdum hefur verið frestað til 2015 og 2016 vegna fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur og efnahagshruns á Íslandi.

Lagt fram.

4.Lánasjóður sveitarfélaga - arðgreiðsla vegna 2011

1204058

Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. dags. 11. apríl 2012. Arðgreiðsla til Akraneskaupstaðar er 9.167.640 kr. á árinu 2012, þegar tillit hefur verið tekið til fjármagnstekjuskatts.

Lagt fram.

5.Tölvuþjónusta - hýsing og rekstrarþjónusta fyrir Akraneskaupstað

1203110

Minnisblað Ríkiskaupa dags. 10. apríl 2012 vegna kaupa Akranesbæjar á tölvuþjónustu.

Lagt fram.

6.Íþróttabandalag Akraness - rekstrarsamningur 2012 - endurnýjun

1204023

Bréf fjölskylduráðs, dags. 18. apríl 2012, þar sem rekstrarsamningi við Íþróttabandalag Akraness fyrir árið 2012 er vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

7.Innheimta fasteignagjalda - samningur

1204097

Drög að samningi við Motus um innheimtu fasteignagjalda dags. 18. apríl 2012. Samningurinn er til tveggja ára.

Afgreiðslu frestað.

8.Matjurtagarðar 2012 - leiguverð

1204111

Bréf garðyrkjustjóra dags. 23. apríl 2012 um breytingu á leiguverði matjurtagarða 2012. Lagt er til að gjald fyrir heilan garð (100 fm) verði kr. 4.000.- og fyrir hálfan garð verði kr. 2.000.-

Bæjarráð samþykkir erindið.

9.Æðaroddi 40 - umsókn um lóð

1203077

Umsögn framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu dags. 12. apríl 2012 vegna umsóknar Karls Inga Sveinssonar og Sigrúnar Vigdísar Gylfadóttur um lóðina við Æðarodda 40. Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á úthlutun lóðarinnar.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Æðarodda 40 til Karls I. Sveinssonar og Sigrúnar V. Gylfadóttur í samræmi við samþykkta skilmála um úthlutun lóða.

10.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag

1202219

Bréf byggingar- og skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2012, þar sem gerð er grein fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grenja - hafnarsvæðis og lagt til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og umhverfisnefndar verði samþykkt. Bæjarráð áréttar að öll gögn málsins verði lögð fram við bæjarráð og stjórn áður en endanleg afgreiðsla málsins fer fram.

11.Grenjar - hafnarsvæði, aðalskipulagsbreyting.

1204103

Bréf byggingar- og skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2012, þar sem gerð er grein fyrir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar að breytingu á aðalskipulagi Grenja - hafnarsvæðis. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að farið verði með breytinguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillagan send Skipulagsstofnun til umfjöllunar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og umhverfisnefndar verði samþykkt. Bæjarráð áréttar að öll gögn málsins verði lögð fram við bæjarráð og stjórn áður en endanleg afgreiðsla málsins fer fram.

12.Æðaroddi - endurskoðað deiliskipulag

1004078

Bréf byggingar- og skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2012, þar sem gerð er grein fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Æðarodda. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og umhverfisnefndar verði samþykkt. Bæjarráð áréttar að öll gögn málsins verði lögð fram við bæjarráð og stjórn áður en endanleg afgreiðsla málsins fer fram.

13.Leikskólar - fjárveiting v. vinnufatnaðar

1204060

Umsókn leikskólastjóra Vallarsels dags. 11. apríl 2012 f.h. leikskólastjóra á Akranesi um fjárveitingu til kaupa á vinnufatnaði leiðbeinenda.
Akrasel kr. 147.524,-
Garðasel kr. 79.436,-
Teigasel kr. 56.740,-
Vallarsel kr. 102.292,-

Erindinu vísað til umsagnar starfsmannastjóra.

14.Vinnuskóli Akraness - skýrsla um starfsemi

1204054

Bréf rekstrarstjóra Vinnuskóla Akraness dags. 30. mars 2012 og skýrsla starfshóps um rekstur Vinnuskóla Akraness dags. í mars 2012.

Bæjarráð þakkar greinargóða skýrslu. Framkvæmdaráði og framkvæmdastofu falið að taka skýrsluna til efnislegrar úrvinnslu.

15.Jafnréttisáætlun.

912027

Bréf bæjarritara dags. 16. mars 2012 um skipan í starfshóp um gerð jafnréttisstefnu og samþykkt á erindisbréfi.

Bæjarráð skipar eftirtalda aðila í starfshópinn:

Hrönn Ríkharðsdóttir, sem jafnframt verði formaður starfshópsins.

Þórður Guðjónsson,

Margrét Þóra Jónsdóttir,

Hjördís Garðardóttir,

Ólafur Ingi Guðmundsson.

16.Sumarstörf fyrir námsmenn - átak 2012

1203223

Bréf Vinnumálastofnunar dags. 28. mars 2012 vegna átaks til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur næsta sumar.

Lagt fram.

17.Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

1202221

Bréf Jöfnunarsjóða sveitarfélaga dags. 2. apríl 2012 vegna tímabundinna breytinga á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Lagt fram.

18.Framhaldsskólar á Vesturlandi.

1104047

Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 26. mars 2012 vegna samstarfs framhaldsskóla á Vesturlandi. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hyggst skipa starfshóp n.k. haust til að vinna að samstarfi framhaldsskóla á Vesturlandi um námsframboð, stjórnun og stoðþjónustu í anda nýrra laga og námsskrár.

Lagt fram.

19.Lagning raflína í jörð - ábendingar til nefndar

1204013

Bréf Iðnaðarráðuneytis dags. 23. mars 2012 um þingsályktunartillögu um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma athugasemdum á framfæri sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð.

Lagt fram.

20.Tillaga til umsagnar mál 120 - heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

1203198

Tölvupóstur Alþingis dags. 26. mars 2012 vegna umsagnar á tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, mál nr. 120.

Vísað til umfjöllunar Fjölskylduráðs.

21.Tillaga til þingsályktunar mál 220 - tímasett áætl. um flutning heilsug. frá ríki til sveitarfél.

1203208

Tölvupóstur Alþingis dags. 27. mars 2012 vegna umsagnar á tillögu til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, mál nr. 220.

Vísað til umfjöllunar Fjölskylduráðs.

22.Tvöföld búseta - ályktun

1204030

Afrit af bréfi í tölvupósti 3. apríl 2012 vegna ályktunar Búnaðarþings 2012 um tvöfalda búsetu.

Lagt fram.

23.Þingmál sem varða sveitarfélög - umsögn

1204019

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. apríl 2012 þar sem vakin er athygli á fréttum á heimasíðu sambandsins um þingmál sem varða sveitarfélög og umsagnir. Umsögn Akraneskaupstaðar dags. 23. apríl 2012 send Sambandi Íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð staðfestir umsögnina.

24.Umhverfisvaktin við Hvalfjörð - mælingar á mengandi efnum í neysluvatni.

1201426

Afrit af opnu bréfi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur til forsvarsmanna Norðuráls og Elkem á Grundartanga dags. 19. apríl 2012.

Lagt fram.

25.Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum - leiðbeiningarrit

1204041

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga mótt: 11.apríl 2012 um leiðbeiningarrit um lýðræði í sveitarfélögum.

Lagt fram.

26.Faxaflóahafnir sf. - aðalfundarboð 2012

1204083

Aðalfundarboð og dagskrá Faxaflóahafna dags. 13. apríl 2012.
Aðalfundur verður haldinn föstudaginn 11. maí 2012 kl. 15:00 í sjóminjasafninu Grandagarði 8, Reykjavík.

Bæjarstjóra falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

27.Samkomulag um launakjör

1203122

Drög að samkomulagi við bæjarritara um launakjör dags. 25. apríl 2012.

Bæjarritari vék af fundi við umfjöllun málsins.

Afgreiðslu frestað.

28.Atvinnu- og nýsköpunarhelgi 9.-12. mars 2012.

1112079

Bréf formanns starfshóps um atvinnumál dags. 25. apríl 2012, þar sem óskað er eftir 900 þús. kr. til að halda atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akranesi þann 27. - 29. apríl 2012.

Bæjarráð samþykkir erindið. Kostnaði við málið verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðnum ´"Aðkeypt önnur vinna" 21-95-4980-1.

29.Starfshópur um atvinnumál - 17

1202018

Fundargerð starfshóps um atvinnumál frá 22. febrúar 2012.

Lögð fram.

29.1.Markaðsráð - stofnun

1111090

29.2.Innovit - atvinnu- og nýsköpun

1106158

29.3.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins

1109059

29.4.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar

1111088

30.Fundargerðir - Saga Akraness

1105138

82. fundur ritnefndar um Sögu Akraness frá 23. mars 2012.

Lögð fram.

31.Fjallskilasamþykkt - nefnd um sameiningu samþykkta

1202233

10. og 11. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta frá 11. og 18. apríl 2012.

Lagðar fram.

32.Samband íslenskra sveitarfélaga - XXVI. landsþing

1202168

Fundargerð XXVI landsþings Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 23. mars 2012.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00