Fara í efni  

Bæjarráð

3187. fundur 26. apríl 2013 kl. 10:00 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Breytingar á kjörstjórnum 2013

1304064

Yfirlit yfir fulltrúa stjórnmálaflokka í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum I, II og III sem starfa munu á kjördag vegna alþingiskosninganna 27. apríl 2013.

Yfirlit lagt fram og samþykkt.

2.Ábending um leiðréttingu kjörskrár vegna nýs ríkisfangs

1304165

Bréf Þjóðskrár Íslands þar sem tilkynnt er um að með ríkisfangsbréfi innanríkisráðuneytisins, dags. 17. apríl 2013, hafi einstaklingur með lögheimili á Akranesi öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Þjóðskrá Íslands hefur breytt skráningu í þjóðskrá til samræmis við framangreint og vill vekja athygli sveitarstjórnar á þessu svo leiðrétta megi kjörskrá Akraness skv. 4. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Lagt fram. Kjörskrá Akraness verður leiðrétt í samræmi við erindi Þjóðskrár Íslands.

3.Umsókn um að vera tekin á kjörskrá í Akraneskaupstað

1212166

Bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 20. des. 2012, varðandi umsókn einstaklings búsetts erlendis um að vera á kjörskrá m.a. við kosningar til Alþingis. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 er umsóknin fullnægjandi og hefur viðkomandi því verið tekinn á kjörskrá í Akraneskaupstað.

Lagt fram.

4.Ábending um leiðréttingu kjörskrár vegna flutnings lögheimilis

1304166

Bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 18. apríl 2013, varðandi ranga skráningu einstaklings á kjörskrárstofnum sem sveitarstjórnum Skorradalshrepps og Akraness voru látnir í té vegna alþingiskosninganna 27. apríl 2013. Viðkomandi skal vera á kjörskrá í Skorradalshreppi en ekki á Akranesi skv. 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis. Athygli sveitarstjórnanna er vakin á þessu svo leiðrétta megi kjörkrár þeirra skv. 1. og 2. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000.

Lagt fram. Kjörskrá Akraness verður leiðrétt í samræmi við erindi Þjóðskrár Íslands.

5.Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu - kosningaeftirlit

1304147

Tölvupóstur innanríkisráðuneytis, dags. 19. apríl 2013, varðandi kosningaeftirlit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).

Lagt fram.

6.Alþingiskosningar 27. apríl 2013

1303045

Frá áritun bæjarráðs Akraness á kjörskrá þann 11. apríl sl. hefur einn karlmaður á kjörskrá látist.
Skv. úrskurði Þjóðskrár Íslands skal færa einn karlmann, sem hlaut nýlega íslenskan ríkisborgararétt, á kjörskrá á Akranesi og einn karlmann skal strika út af kjörskrá á Akranesi en Skorradalshreppur samþykkti skráningu viðkomandi í hreppinn þann 17/4 sl. og færist hann því á kjörskrá í Skorradalshreppi.

Á kjörskrá á Akranesi mv. 26. apríl 2013 eru því alls 4672 eða 2368 karlar og 2304 konur.

Bæjarráð Akraness samþykkir kjörskrána þannig breytta.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00