Fara í efni  

Bæjarráð

3145. fundur 25. janúar 2012 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Akraneshöfn 2012 - starfshópur v. uppbyggingar

1112153

Bréf bæjarstjórnar dags. 18. janúar 2012, þar sem bæjarráði er falið að útbúa erindisbréf og gera tillögur um skipan í starfshóp vegna uppbyggingar Akraneshafnar 2012.

Bæjarritara falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Skipun í starfshópinn er frestað þar til erindisbréfið liggur fyrir.

2.Katanestjörn - endurheimt tjarnar

1201168

Bréf Faxaflóahafna dags. 13. janúar 2012, til eignaraðila, um endurheimt Katanestjarnar ásamt skýrslu um málið.

Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2013-2015

1201106

Bréf bæjarstjórnar dags. 18. janúar 2012, þar sem tillögunni er vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar.

Á fundinn mætti til viðræðna Andrés Ólafsson, fjármálastjóri. Farið var yfir forsendur og ýmsa þætti 3ja ára áætlunar.

4.Reglur um innkaupakort

1201211

Drög að reglum um innkaupakort.

Lagt fram til kynningar.

5.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar

1111088

Afgreiðslu frestað.

6.Aðstoð vegna húsnæðis

1107396

Bæjarstjóri gerði grein fyrir erindinu.

Afgreiðla trúnaðarmál.

7.Kaup á hugbúnaði 2012

1201244

Kaup á leyfum vegna Microsoft hugbúnaðar. Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 25. janúar 2012, þar sem lagt er til að tilboði Omnis ehf um Microsoft leyfi verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8.Starfshópur um atvinnumál - 16

1201011

16. fundargerð starfshóps um atvinnumál frá 18. janúar 2012.

Lögð fram.

9.Orkuveita Reykjavíkur - Fundargerð eigendafundar 5. janúar 2012.

1112159

Lögð fram.

10.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2011

1107002

Fundargerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands númer 102 og 103 frá 28. nóvember og 5. desember 2011.

Lagðar fram.

11.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2012

1201188

104. fundargerð heilbrigðisnefndar frá 16. janúar 2012.

Lagðar fram.

12.Fab Lab 2012 - framlag

1112145

Viðræður við Samúel og Vigdísi hjá Fab Lab.

Á fundinn mættu verkefnastjóri og formaður starfshóps um Fab-Lab til viðræðna um málefni smiðjunnar. Gerðu þau grein fyrir rekstri, þátttöku og horfum.

13.Snjómokstur

1201114

Bréf Umferðarstofu dags. 9. janúar 2012, þar sem hvatt er til og óskað eftir að öryggi í umferðinni verði haft í huga við ákvörðun um snjóhreinsun að vetrarlagi í framtíðinni.

Vísað til Framkvæmdastofu til umfjöllunar.

14.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins

1109059

Bréf Samtaka sveitarfélag á Vesturlandi þar sem óskað er eftir staðfestingu á samningi um almenningssamgöngur. Um er að ræða yfirtöku á skipulagingu almenningssamgangna á milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um samninginn.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00