Fara í efni  

Bæjarráð

3117. fundur 12. maí 2011 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 2. maí 2011, þar sem sótt er um viðbótarfjárveitingu samtals kr. 6,8 m.kr. vegna langtímaveikinda starfsmanna sem falla undir stofnanir Fjölskyldustofu. Um er að ræða veikindi starfsmanna sem nema 4 vikum eða lengur og er fjárveiting ekki til staðar í viðkomandi stofnunum.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi frá óráðstöfuðum lið undir óvissum útgjöldum, liður 21-95 í fjárhagsáætlun.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

786. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2011.

Lögð fram.

3.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.

1101010

Fundargerðir 9, 10 og 11 funda starfshóps um framkvæmdasamninga við félagasamtök.

Lögð fram.

4.Starfshópur um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum.

1012103

Fundargerð 8. fundar frá 19. apríl 2011.

Lögð fram.

5.Breið - framkvæmdir á Jaðarsbökkum/Helga og Haraldur

1105046

Erindi Helgu Ingunnar Sturlaugsdóttur og Haraldar Jónssonar dags. 30. apríl 2011 um kaup Akraneskaupstaðar á lóðarhluta á Breiðinni.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

6.Breið - framkvæmdir á Jaðarsbökkum/Matthea og Benedikt

1105045

Erindi Mattheu Sturlaugsdóttur og Benedikts Jónmundssonar dags. 30. apríl 2011 um kaup Akraneskaupstaðar á lóðarhluta á Breiðinni.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

7.Ársreikningur Byggðasafnsins 2010

1105024

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu ásamt ársreikningi Byggðasafnsins.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.

1101010

Minnisblað starfshóps um framkvæmdasamninga dags. 10. maí 2011, þar sem tillögur starfshópsins eru sendar bæjarráði og bæjarstjórn til umfjöllunar og ákvörðunar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.

9.Fjárhagsstaða stofnana 2011

1103148

Milliuppgjör vegna janúar-mars 2011.

Í ljósi þess að milliuppgjörið sýnir að rekstrar- og fjármagnsútgjöld eru umfram fjárhagsáætlun beinir bæjarráð því til framkvæmdastjóra og forstöðumanna stofnana að gæta aðhalds í rekstri deilda og stofnana Akraneskaupstaðar sem kostur er í ljósi aðstæðna. Milliuppgjörið lagt fram.

10.Ársreikningur 2010

1102168

Ársreikningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2010 ásamt sundurliðunum. Aðalsjóður, Eignasjóður og Gáma ásamt samstæðuársreikningi A- og B hluta Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir ársreikningana og leggur til við bæjarstjórn að þeir verði samþykktir.

11.Afskriftir 2010

1012142

Tillaga félagsmála- og fjármálastjóra um afskriftir dags. 6. maí 2011.

Afgreiðslu frestað.

12.Norræn samvinna - þátttaka Akraneskaupstaðar

1105001

Minnisblað bæjarritara dags. 4 maí 2011.
Tillaga Einars Brandssonar og Gunnars Sigurðssonar um að "Bæjarstjórn Akraness samþykki að framlengja samþykkt bæjarráðs frá 30. júlí 2009 um norrænt vinabæjarsamstarf um 2 ár, 2011 og 2012. Jafnframt verði bæjarstjóra falið að koma þessari samþykkt á framfæri til þeirra sem málið varðar."
Gunnar Sigurðsson (sign), Einar Brandsson (sign).
Forseti lagði til að tillögunni verði vísað til nánari skoðunar í bæjarráði og var það samþykkt.

Bæjarráð hafnar fram kominni tillögu og telur að kostnaður Akraneskaupstaðar vegna vinabæjarsambands sbr. minnisblað bæjarritara gefi ekki tilefni til þess að Akraneskaupstaður hætti vinabæjarsamskiptum við norræna vinabæi sína sem ástundað hefur verið undanfarna áratugi.

Bæjarráð áréttar að fjárveitingar til þessa mála verði stillt í hóf sem kostur er.

13.Ályktun aðalfundar Lögreglufélags Vesturlands

1104092

Ályktun aðalfundar Lögreglufélags Vesturlands sem haldinn var í Stykkishólmi 19. apríl 2011.

Lögð fram.

14.Fjárhagsstaða stofnana 2011

1103148

Bréf framkvæmdastóra Fjölskyldustofu dags. 1. maí 2011, þar sem gert er grein fyrir stöðu fjármála þeirra deilda sem heyra undir fjölskylduráð fyrir tímabilið jan - mars 2011. Sótt er um viðbótarfjárveitingu vegna ársins sem nemur 38,2 m.kr vegna aukningar á framfærslu og þjónustu tilsjónarmanna.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að erindinu verði vísað til formlegrar meðferðar við aðra endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011.

15.Ársreikningur 2010 - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

1105018

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

16.Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. - tillaga

1105019

Bréf Fasteignafélags Akraneskaupstaðar dags. 5. maí 2011 þar sem lagt er til við bæjarráð og bæjarstjórn að skuld Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf við aðalsjóð sem í ársbyrjun 2010 var kr. 1.876 millj. verði lækkuð í kr. 876 millj. og kr. 1.000 millj. verði færðar til hækkunar á eigin fé félagsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að uppgjör félagsins og Akraneskaupstaðar taki mið af því.

17.Markaðsstofa Vesturlands - samstarf sveitarfélaga

1102106

Bréf Markaðsstofu Vesturlands, dags. 14. febrúar 2011.
Stjórn Akranesstofu hefur fjallað um erindið á fundi sínum þann 3. maí s.l. og leggur til að beiðni Markaðsstofu verði samþykkt um fjárframlag.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði styrkur að fjárhæð kr. 1,3 m.kr. til Markaðsstofu Vesturlands og að fjárhæðinni verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2011, enda samþykki önnur sveitarfélög á Vesturlandi sambærilegar fjárveitingar.

18.Starfshópur um ferðamál

1011005

Samantekt og framkvæmdaáætlun starfshóps um átaksverkefni við ferðatengda þjónustu á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir tillögur starfshópsins og felur honum að fylgja málum eftir í samræmi við niðurstöðu starfshópsins. Bæjarráð óskar jafnframt að starfshópurinn skili matsskýrslu til bæjarráðs við starfslok.

19.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 20. apríl 2011, þar sem lagt er til að fyrirhuguð deiliskipulagsbreyting verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynnt íbúum.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - ársreikningur 2010

1104091

Ársreikningur 2010 og endurskoðunarskýrsla 2010.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

21.Kynnisferð til Brussel 5.-9. júní.

1104132

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. apríl 2011, ásamt auglýsingu á kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9.júní n.k.

Bæjarfulltrúum er heimilt að sækja umrædda kynnisferð með vísan til reglna um launakjör bæjarfulltrúa sem kveður m.a. á um að kjörnir bæjarfulltrúar eiga rétt á því að sækja námskeið eða ráðstefnur innanlands eða erlendis um málefni sveitarfélaga og leggur bæjarsjóður til allt að kr. 35.000.- á ári á hvern bæjarfulltrúa eða samtals kr. 140.000.- á kjörtímabilinu. Áskilið er að ráðstefnan eða námskeiðið sé skipulagt á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga eða sambærilegs aðila.

22.Ársreikningur SSV 2010

1104093

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 20. apríl 2011, ásamt ársreikningi ársins 2010.

Lagt fram.

23.Viðbótarfjárveiting til tækjakaupa

1104087

Bréf leikskólastjóra Teigasels dags. 18. apríl 2011, þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni til kaupa á frystiskáp.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00