Fara í efni  

Bæjarráð

3230. fundur 02. október 2014 kl. 16:00 - 20:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Formaður bæjarráðs óskar eftir að taka mál nr. 1410012 um viljayfirlýsingu hagsmunaaðila Grundartangasvæðisins, inn með afbrigðum, sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

1.Óbyggðanefnd - þjóðlendukröfur

1302217

Beiðni óbyggðanefndar um gögn vegna þjóðlendumála á svæði 8 vestur, hjá óbyggðanefnd.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs úrvinnslu málsins.

2.Umsókn um byggingarlóð - Álmskógar 4

1409111

Umsókn Callisia ehf. dags. 12.9.2014, um byggingarlóð við Álmskóga 4.
Bæjarráð óskar eftir að umsækjandi leggi fram framkvæmdaáætlun vegna umsóknar sinnar fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs sem er þann 16. október 2014.
Bæjarráð tekur fram að lóðinni verður ekki úhlutað til annars meðan beðið er eftir umbeðnum gögnum.

3.Umsókn um byggingarlóð - Álmskógar 2

1409112

Umsókn Callisia ehf. dags. 12.9.2014, um byggingarlóð við Álmskóga 2.
Bæjarráð óskar eftir að umsækjandi leggi fram framkvæmdaáætlun vegna umsóknar sinnar fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs sem er þann 16. október 2014.

Bæjarráð tekur fram að lóðinni verður ekki úhlutað til annars meðan beðið er eftir umbeðnum gögnum.

4.Kirkjubraut 2 - Skagaferðir ehf., veitingaleyfi f. kaffihús

1409170

Erindi Sýslumannsins á Akranesi dags. 16.9.2014, þar sem óskað er umsagnar á umsókn Hildar Björnsdóttur f.h. Skagaferða ehf. um leyfi til rekstrar veitingastaðar í flokki II, kaffihús, að Kirkjubraut 2 á Akranesi.
Bæjarráð vísar til fyrirliggjandi umsagnar skipulags- og byggingafulltrúa Akraneskaupstaðar dags. 30. september sl.

5.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Erindi framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 29.9.2014, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð kr. 630.000 til kaupa á búnaði fyrir stofnanir bæjarsins.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun úr tækjakaupasjóði:
1.Endurnýjun borðstofuborðs og stóla að sambýlinu Laugarbraut, samtals að fjárhæð kr. 400.000.
2.Endurnýjun ljósritunarvélar fyrir Leikskólann Vallarsel, samtals að fjárhæð samtals kr. 230.000.

Fjárhæðinni kr. 630.000 verður ráðstafað af liðnum 21 - 83 - 4660 "viðhald áhalda".

6.Fimleikafélag Akraness

1401102

Erindi Fimleikafélags Akraness dags. 22.9.2014, vegna aðstöðuleysis.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar umsagnar frá Íþróttabandalagi Akraness um erindið.

7.Skógræktarfélag Akraness - styrkbeiðni

1409139

Styrkbeiðni og greinargerð Jens Baldurssonar f.h. Skógræktarfélags Akraness dags. 15.9.2014, vegna starfsársins 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2015.

8.Þjónustumiðstöð aldraðra - umsókn í framkvæmdasjóð aldraðra

1406045

Bréf framkvæmdasjóðs aldraðra dags. 24.9.2014, vegna umsóknar um framlag til húsnæðiskaupa.
Lagt fram til kynningar.

9.Hraðhleðslustöð á Akranesi

1407133

Svar ON (Orku náttúrunnar) dags. 16.9.2014 vegna óska um hraðhleðslustöð á Akranesi.
Bæjarráð fagnar ákvörðun Orku Náttúrunnar og vísar málinu til skipulags- og umhverfisnefndar og framkvæmdaráðs til kynningar.

10.Umsókn um byggingarlóð - Seljuskógar 1

1409110

Umsókn Callisia ehf. dags. 12.9.2014, um byggingarlóð við Seljuskóga 1.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

11.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2014

1409188

Ársfundur Jöfnunarsjóðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 8. október 2014.
Bæjarstjóri sækir fundinn f.h. Akraneskaupstaðar.

12.Hagaflöt 9 - byggingargallar

1306001

Bréf innanríkisráðuneytisins dags. 17.9.2014, vegna svars Akraneskaupstaðar til forsvarsmanna Húsfélagsins við Hagaflöt 9.
Lagt fram til kynningar.

13.Capacent könnun - þjónusta sveitarfélaga

1409244

Tilboð Capacent um þjónustukönnun.
Lagt fram til kynningar.

14.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2015

1409186

Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna fyrir árið 2015.
Lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2014 - stjórn SSV

1403078

Fundargerð stjórnar SSV frá 11.9.2014.
Lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2014 - Samband ísl. sveitarfélaga

1402050

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.9.2014.
Lögð fram til kynningar.

17.Grundartangasvæði - viljayfirlýsing

1410012

Viljayfirlýsing hagsmunaaðila Grundatangasvæðisins til samstarfs á sviði umhverfismála, mótun framtíðasýnar, upplýsinga um lýðfræði og aðrar tölfræðilegar upplýsingar um svæðið með það að markmiði að vera leiðandi í umhverfismálum, upplýsingagjöf um svæðið, forgangsröðun á valkostum fyrir framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum.
Bæjarráð fagnar samstarfi við hagsmunaaðila svæðisins og samþykkir viljayfirlýsinguna.

18.Starfshópur um uppbyggingu og rekstur Sementsreits

1409162

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um uppbyggingu og rekstur Sementsreitsins.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf vegna starfshóps um uppbyggingu og rekstur Sementsreitsins.

19.Laugafiskur - starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands

1312021

Helgi Helgason framkvæmdastjóri mætir á fundinn.

20.Laugafiskur - lyktarmengun

1206151

Guðmundur Sigurbjörnsson og Brynhildur Björnsdóttir mæta á fundinn.
Bæjarráð þakkar Guðmundi og Brynhildi fyrir komuna.

21.Launakerfi Akraneskaupstaðar

1409227

Greinargerð framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um þörf á uppfærslu launakerfis Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykktir fjárveitingu allt að 1,5 mkr. vegna kaupa á nýju launakerfi fyrir Akraneskaupstað.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum 21-83-4995 "óviss útgjöld" en óráðstafað þar er kr. 658.000 að teknu tilliti til ráðstöfunarinnar nú.

22.Fundur sveitarfélaga með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis 2014

1409226

Sameiginlegur fundur sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi, Samtaka sveitarfélaga og þingmanna Norðvestur-kjördæmis verður haldinn í Kaupfélaginu á Akranesi föstudaginn 3 október n.k. Fundurinn hefst kl.13.00.
Bæjarstjórn allri er boðið að mæta á fundinn.

23.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2014

1409225

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október nk. kl. 10:00.
Bæjarráð samþykkir að bæjarráð, bæjarstjóri, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, fjármálastjóri og aðalbókari sæki ráðstefnuna.

24.Strætó Akranesi, útboð 2014

1409020

Erindi framkvæmdaráðs dags. 29.9.2014, þar sem lagt er til við bæjarráð að auglýsa útboð á akstri innanbæjarstrætó með breyttri akstursáætlun. Samningstímabil verði fjögur ár frá n.k. áramótum.
Bæjarfulltrúi Ólafur Adolfsson,formaður bæjarráðs, víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að bjóða út innanbæjarakstur strætó til næstu fjögurra ára og felur umhverfis- og framkvæmdasviði að halda kynningarfund áður en nýtt leiðarkerfi tekur gildi.

25.Starfshópur um starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar

1409231

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um starfsmannanstefnu Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf vegna starfshóps sem koma skal fram með tillögur um starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar.
Starfshópurinn skal ljúka störfum fyrir 1. febrúar 2015.

26.Starfshópur um Breið

1409230

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um skipulag á Breiðarsvæði.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf vegna starfshóps um skipulag Breiðarsvæðisins.

27.Höfði - fjárhagsáætlun 2015

1409229

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri,og Kristjana Ólafsdóttir formaður stjórnar mæta á fundinn og gera grein fyrir fjárhagsstöðu Höfða.
Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra og formanni stjórnar fyrir greinargóða yfirferð um stöðu Höfða.

28.Suðurgata 57 gamla Landsbankahúsið - auglýst til sölu

1409054

Tillaga að auglýsingu og söluupplýsingum vegna eignarinnar við Suðurgötu 57.
Bæjarráð samþykkir söluskilmála vegna Suðurgötu 57.

29.Heilbrigðisstofnun Vesturlands - tillaga um samstarfsamning.

1406178

Tillaga Ingibjargar Pálmadóttur frá 26.6.2014, um samstarfi milli Akraneskaupstaðar og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE). Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins eftir fund með Guðjóni Brjánssyni, forstjóra HVE sem haldinn var þann 30. september sl.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

30.Laugarbraut 8 - málefni sambýlisins

1409181

Erindi aðstandenda íbúa við Laugarbraut 8, dags. 17.9.2014.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að kynna fyrir aðstandendum fyrirliggjandi hugmyndir um uppbyggingu íbúðakjarna á sambýlinu á Vesturgötu.

31.Breiðargata 4 - endurnýjun stöðuleyfis.

1408045

Erindi Þrastar Sigmundssonar dags. 25.7.2014 þar sem hann óskar eftir samningi við Akraneskaupstað vegna fiskhjalls við Breiðargötu 4.
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 2.9.2014.
Bæjarráð samþykkir erindi Þrastar Sigmundssonar og felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs úrvinnslu málsins.

32.Seljuskógar 1 - 5 - umsókn um lóð

1409072

Umsókn Eyfaxa ehf. um lóðir við Seljuskóga 1,3 og 5 og einnig um að fá að breyta deiliskipulagi lóðanna.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og vísar því til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar.

33.Umsókn um byggingarlóð - Seljuskógar 5

1409108

Umsókn Callisia ehf. dags. 12.9.2014, um byggingarlóð við Seljuskóga 5.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

34.Umsókn um byggingarlóð - Seljuskógar 3

1409109

Umsókn Callisia ehf. dags. 12.9.2014, um byggingarlóð við Seljuskóga 3.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00