Fara í efni  

Bæjarráð

3185. fundur 18. apríl 2013 kl. 16:00 - 16:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Starfsmannamál - trúnaðarmál

1304055

Bæjarráð hafnar erindinu.

2.Vitinn - félag áhugaljósmyndara - húsnæðismál

1304032

Drög að samkomulagi með viðauka.

Drög að samningi kynnt. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

3.Lagnavinna vegna IP-símakerfis

1304124

Tillaga bæjarstjóra um fjárveitingu til að ljúka lagnavinnu í stofnunum bæjarins vegna innleiðingar á IP-símakerfi.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð allt að 500 þús.kr. til að ljúka lagnavinnu í stofnunum bæjarins vegna innleiðingar á IP-símakerfi. Fjárveiting komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum ,,óviss útgjöld", viðhald áhalda 21-95-4660-1.

4.Afskriftir 2013

1304125

Tillögur fjármálastjóra til afskrifta og úrlausna vegna ársins 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögur fjármálastjóra til afskrifta undir árinu 2012, samtals að uppphæð kr. 559.842.-

5.Sólmundarhöfði 7 - deiliskipulagsbreyting

1303097

Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar vegna breytinga á deiliskipulagi Sólmundarhöfða 7. Um er að ræða breytingu sem felst í að skilgreina aldur eigenda 50 ára og eldri í stað 60 ára. Lagt er til að tillagan verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 16:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00