Fara í efni  

Bæjarráð

3208. fundur 27. desember 2013 kl. 09:00 - 09:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlunar 2013

1311118

Tillaga að viðauka 3 vegna fjárhagsáætlunar 2013.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2013 sem gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðunnar að fjárhæð 5 milljónir og handbæru fé frá rekstri að fjárhæð 544 milljónir.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn.

2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013

1301297

Rekstarniðurstaða samstæðureiknings fyrir janúar - október 2013.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 102,9 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er 96 millj. kr. Lögð fram til kynningar.

3.Fræðsluferð vegna málefna flóttafólks og annara innflytjenda til Kaupmannahafnar.

1312012

Erindi framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 18. desember 2013, þar sem mælt er með að tveir starfsmenn félagsþjónustunnar fari í fræðsluferð til Kaupmannahafnar í mars 2014, varðandi málefni flóttafólks og annara innflytjenda.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

4.Starfshópur um tekjutengingar þjónustugjalda - stöðuskýrsla

1312098

Stöðuskýrsla starfshóps um tekjutengingu þjónsutugjalda frá 11. desember 2013.

Lögð fram til kynningar.

5.Höfði - ábyrgð á láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

1212068

Einföld ábyrgð Akraneskaupstaðar vegna lántöku Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 60.000.000,-.

Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 60.000.000 kr. í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Dvalarheimilinu Höfða. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu nýrrar hjúkrunarálmu og breytingu á tvíbýlum í einbýli sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarráð skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins að eignarhald að félaginu megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Akraneskaupstaður selji eignarhlut í HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis til annarra opinberra aðila, skuldbindur Akraneskaupstaður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur kt. 300660-3989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Akraneskaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar og staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Málefni Sementsverksmiðjunnar.

1305074

Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við vegna Sementsverksmiðjunnar ehf.

Í tæp fimmtíu ár gegndi Sementsverksmiðja Ríkisins á Akranesi veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu á Akranesi og landinu öllu. Með tilkomu verksmiðjunnar var stigið stórt skref hjá ungu lýðveldi í uppbyggingu iðnaðar og þekkingar til þess að nota innlent hráefni til sementsgerðar og spara þar með dýrmætan gjaldeyri í þröngum vöruskiptajöfnuði landsins.

Bæjaryfirvöld á Akranesi ásamt stjórnendum og starfsmönnum verksmiðjunnar börðust í mörg ár fyrir því m.a. með viðræðum við fulltrúa ríkisins, að starfsemi verksmiðjunnar væri tryggð og sú mikilvæga þekking á framleiðslu sements úr íslensku hráefni glataðist ekki.

Á fyrstu áratugum í rekstri verksmiðjunnar störfuðu þar allt að 180 manns. Með breyttri tækni fækkaði starfsmönnum og á seinni árum störfuðu lengst af um 80 manns við verksmiðjuna. Þessi starfsemi hefur verið til skamms tíma mikilvægur hlekkur í öflugu atvinnulífi Akurnesinga sem ber að þakka.

Nú er svo komið að sementsframleiðslu á Íslandi hefur verið hætt og ber að harma það.

Bæjaryfirvöld á Akranesi lögðu ríkinu til um 7 hektra lands undir rekstur verksmiðjunnar á sinum tíma. Þegar ljóst var upp úr aldamótum 2000 að ríkið færi frá rekstrinum og verksmiðjan yrði seld einkaaðilum var gerð krafa um að landið yrði að nýju í eigu Akraneskaupstaðar og gengið frá samkomulagi við ríkið þar um.

Fulltrúar núverandi eigenda leituðu til bæjaryfirvalda um hugsanlegt samkomulag um yfirtöku Akranesskaupstastaðar á stórum hluta eigna félagsins. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að hefja viðræður við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar ehf.

Bæjarráð vill færa fram sérstakar þakkir til bæjarstjóra og starfsmanna Akraneskaupstaðar sem unnið hafa að því á undanförnum mánuðum að ná hagstæðu samkomulagi um yfirtöku kaupstaðarins á lóðum og byggingum á 6 hekturum lands. Samkomulagið var unnið með fulltrúum núverandi eigenda Sementsverksmiðjunar og er þeim jafnframt tryggt athafnasvæði á um 0,5 hektara lands til allt að15 ára.

Með samkomulaginu hafa bæjaryfirvöld full yfirráð yfir þessum mikilvægum lóðum. Boðað hefur verið til íbúafundar þann 18. janúar nk. og er fundurinn upphaf vinnu við mikilvægt skipulagsferli sem mun felast í hugmyndasamkeppni og í nánu samráði við íbúa Akraness.

Bæjaryfirvöld binda miklar vonir við að í þessari uppbyggingu takist vel til og að hér sé eitt besta byggingar- og útivistarland við Faxaflóa sem allt er á móti suðri við sjávarströnd, nánast í miðjum bænum.

7.Sementsverksmiðjan, breyting á lóðamörkum - TRÚNAÐARMÁL

1305074

Vegna afhendingar fasteigna og lóða á atahafnasvæði Sementsverksmiðjunnar ehf. er nauðsynlegt að breyta lóðamörkum á Faxabraut 11 og 11A.

Bæjarráð samþykkir breytt lóðamörk milli Faxabrautar 11 og Faxabrautar 11A og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu og staðfestingar. Faxabraut 11 verður 6.027 m2 og Faxabraut 11A verður 20.925 m2.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til umfjöllunar og staðfestingar í bæjarstjórn.

8.Sementsverksmiðjan, lóðaleigusamningur - TRÚNAÐARMÁL

1305074

Vegna afhendingar fasteigna og lóða á athafnasvæði Sementsverksmiðjunnar ehf. er nauðsynlegt að gera nýjan lóðaleigusamning vegna Faxabrautar 11.

Bæjarráð samþykkir lóðarleigusamning vegna Faxabrautar 11 og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu og staðfestingar.

9.Sementsverksmiðjan, rammasamningur - TRÚNAÐARMÁL

1305074

Vegna afhendingar fasteigna og lóða á athafnasvæði Sementsverkmiðjunnar ehf. er nauðsynlegt að undirrita rammasamning og afleidda löggerninga og skjöl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi rammasamning milli Akraneskaupstaðar og Sementsverkmiðjunnar ehf., leigusamning milli Akraneskaupstaðar og Sementsverkmiðjunnar ehf. um Faxabraut 11A og Mánabraut 20, leigusamning milli Akraneskaupstaðar og Sementsverkmiðjunnar ehf. um Faxabraut 10, þríhliða samkomulag Akraneskaupstaðar, Sementsverksmiðjunnar ehf og Arion Banka hf., staðfestingu um efndadag milli Akraneskaupstaðar, Sementsverksmiðjunnar ehf., Arion banka hf. og Lýsingu hf., afsöl vegna þeirra eigna sem afhentar verða Akraneskaupstað, lóðarleigusamning um Faxabraut 11, sem og aðra löggerninga og skjöl sem nauðynleg eru til að skilyrði rammasamnings séu uppfyllt.
Bæjarstjóra verði falið að skrifa undir öll framangreind skjöl til staðfestingar þeim skuldbindingum sem í því felast fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu og staðfestingar.

10.Stjórn Byggðasafnsins að Görðum - 5

1311010

Fundargerð frá 14. nóvember 2ö13.

Lögð fram.

11.Starfshópur vegna tekjutengingar afslátta af þjónustugjöldum - 3

1311007

Fundargerð frá 5 nóvember 2013.

Lögð fram.

12.Starfshópur vegna tekjutengingar afslátta af þjónustugjöldum - 4

1312010

Fundargerð frá 11. desember 2013.

Lögð fram.

13.SSV - fundargerðir 2013

1303069

Fundargerð sjórnar frá 18. desember 2013.

Lögð fram.

14.Fundargerðir 2013 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1301584

811. fundargerð stjórnar frá 13. desember 2013

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 09:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00