Fara í efni  

Bæjarráð

3162. fundur 23. ágúst 2012 kl. 16:00 - 17:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 20.6.2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga tjaldsvæðisins í Kalmansvík verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin leggur einnig til að haldinn verði kynningarfundur.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

2.Framkvæmdaráð - 81

1208004

Lögð fram.

3.Fjölskylduráð - 94

1208007

Lögð fram.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 72

1208005

Lögð fram.

5.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Fundargerðir starfshóps um breytingu stjórnskipulags Akraneskaupstaðar frá 9. ágúst og 14. ágúst 2012.

Lagðar fram.

6.Fjárlaganefnd - Breyttar áherslur við fjárlagagerð.

1206142

Bréf fjárlaganefndar Alþingis, dags. 18. júní 2012 þar sem gerð er grein fyrir breyttum áherslum við fjárlagagerð.

Lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna að undirbúningi fjárlagabeiðna.

7.Styrkir 2012 - v/menningar, íþróttamála, atvinnumála og annara mála.

1202070

Bréf Hallberu Jóhannesdóttur, dags. 13. ágúst 2012, þar sem hún þakkar f.h. sína hönd og Bjarna Þórs Bjarnasonar fyrir styrk sem Akraneskaupstaður veitti þeim vegna útgáfu bókarinnar ,,Á ferð og flugi með ömmu".

Lagt fram.

8.Smiðjuvellir deiliskipulag - (Kalmansvellir 6)

1204088

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 21. ágúst 2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting vegna Kalmansvalla 6 verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Æðaroddi - endurskoðað deiliskipulag

1004078

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 8. ágúst 2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga Æðarodda verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Markaðs- og atvinnumál.

1107114

Til viðræðna mætti Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri í atvinnumálum.

11.Kaffi ást ehf. Kirkjubraut 8 - rekstrarleyfi

1205119

Frestað á síðasta fundi.

Bæjarráð samþykkir að endurupptaka fyrri umsögn í ljósi fyrirliggjandi gagna og upplýsinga og fellst á að heimilaður opnunartími verði til kl. 01:00 alla daga, þó til kl. 03:00 aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags.

12.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 13. ágúst 2012, þar sem gerð er grein fyrir rekstrarniðurstöðu samstæðureiknings janúar - júní 2012.

Niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 109,7 millj. kr., en til samanburðar er áætluð jákvæð niðurstaða 16,7 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 30,8 millj. kr. á móti áætlaðri neikvæðri rekstrarniðurstöðu 34,6 millj. kr.

13.EFS - Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga.

1207001

Svar innanríkisráðuneytis, dags. 9. ágúst 2012, vegna beiðni Akraneskaupstaðar um frest á skilum á áætlun um að ná fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnar skv. 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012.

Lagt fram.

14.Síminn - samskiptalausn

1208065

Minnisblað bæjarritara, dags. 14. ágúst 2012, um samskiptalausnir Símans. Tölvupóstur viðskiptastjóra Símans dags. 26. júlí 2012 og drög að þjónustusamningi um samskiptalausnir.

Afgreiðslu frestað.

15.OR - Ábyrgð á afleiðusamningi við Arionbanka hf.

1111158

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. júní 2012,þar sem óskað er staðfestingar Akraneskaupstaðar á ábyrgð á afleiðusamningi við Arionbanka hf.

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur lagt fram varðandi ábyrgð vegna samnings við Arion banka. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra og sameiginleg umsögn fjármálaskrifstofu og borgarlögmanns frá 19. júní sl. um málið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

16.Tryggingar - útboð

1208136

Útboðsgögn frá Ríkiskaupum dagsett í ágúst 2012, vegna trygginga fyrir Akraneskaupstað.

Lögð fram.

17.Tölvukaup skv. tilboði

1202226

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 21.ágúst 2012, vegna kaupa á tölvubúnaði.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fjárveiting komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum "Óviss útgjöld" viðhald áhalda 21-95-4660-1.

Fundi slitið - kl. 17:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00