Fara í efni  

Bæjarráð

3189. fundur 15. maí 2013 kl. 08:00 - 09:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Byggðasafnið að Görðum - umsókn um að byggja eldsmiðju

1207066

Erindi Byggðasafnsins dags. 13. maí 2013, ásamt kostnaðaráætlun vegna byggingar eldsmiðju á safnasvæðinu að Görðum.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til umhverfis- og framkvæmdasviðs.

2.Fræðslustjóri að láni

1305068

Erindi framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 13. maí 2013, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess að ráðist verði í verkefnið "Fræðslustjóri að láni".

Bæjarráð samþykkir að fara af stað með verkefnið "Fræðslustjóri að láni".

3.Umsókn um launalaust leyfi

1305069

Erindi framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 13. maí 2013, þar sem óskað er eftir launalausu leyfi frá Brekkubæjarskóla fyrir Önnu Leif Elídóttur tímabilið frá 1. ágúst 2013 til 31. júlí 2014.

Bæjarráð samþykkir erindið.

4.Faxaflóahafnir - aðalfundur 2013

1304111

Umboð Akraneskaupstaðar vegna aðalfundar Faxaflóahafna sem haldinn verður í Sjóminjasafninu föstudaginn 17. maí 2013 kl. 15:00.

Bæjarráð samþykkir að Sveinn Kristinsson fari með umboð Akraneskaupstaðar á aðalfundinum.

5.Faxaflóahafnir sf. - kosning fulltrúa í stjórn 2013

1305095

Kosning fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna.

Bæjarráð tilnefnir Svein Kristinsson sem aðalfulltrúa og Gunnar Sigurðsson sem áheyrnarfulltrúa í stjórn Faxaflóahafna.

6.Höfði - kosning fulltrúa í stjórn.

1305071

Kosning aðalmanns í stjórn Höfða í stað Kjartans Kjartanssonar.

Bæjarráð tilnefnir Valdimar Þorvaldsson sem aðalfulltrúa og Guðmund Pál Jónsson sem varamann.

7.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál

1305108

Tillaga að erindisbréfi fyrir starfshóp um atvinnu- og ferðamál Akraneskaupstaðar

Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir starfshóp um atvinnu- og ferðamál Akraneskaupstaðar.

8.Styrkir vegna afþreyingar og viðburða 2013.

1303109

Tillaga bæjarstjóra um styrkveitingar vegna afþreyingar og viðburða 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

9.Starfshópur um atvinnumál - 27

1303003

27. fundargerð frá 6. mars 2013.

Lögð fram.

10.Samstarfsnefnd - 149

1305012

149. fundargerð frá 13. maí 2013.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 09:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00