Fara í efni  

Bæjarráð

3209. fundur 16. janúar 2014 kl. 16:00 - 17:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Starfsmenn
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.SSV - faghópur vegna menningarsamnings

1401019

Beiðni SSV dags. 30.12.2013, um tilnefningu í faghóp á bak við menningarsamning og menningarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Hörð Helgason sem aðalmann og Önnu Leif Elídóttur sem varamann í faghóp að höfðu samráði við Hvalfjarðarsveit.

2.SSV - aðalfundur 2013

1308158

Fundargerðir 44. aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var 12. september 2013 og framhaldsaðalfundar frá 22. nóvember 2013.

Lögð fram.

3.SSV - fundargerðir 2013

1303069

Fundargerð stjórnar SSV frá 18.12.2014.
Lögð fram.

4.OR - breyting á starfsemi

1401068

Tilkynning Orkuveitu Reykjavíkur dags. 6.1.2014, þar sem gerð er grein fyrir breyttri starfsemi vegna ákvæða raforkulaga.

Lagt fram til kynningar.

5.ASÍ - gjaldskrárhækkanir

1401096

Erindi forseta ASÍ dags. 13.1.2014, þar sem óskað er eftir að sveitarfélög hækki ekki gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins.
Afrit af svari forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur til forseta ASÍ dags. 13.1.2014, vegna athugasemda um gjaldskrárhækkun OR.

Bæjarráð vísar til nýsamþykktrar fjárhágsætlunar Akraneskaupstaðar vegna ársins 2014 þar sem fallið var frá fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum og tekur undir orð forseta ASÍ.

Ennfremur samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við sameigendur Akraneskaupstaðar í Orkuveitu Reykjavíkur um gjaldskrárhækkanir fyrirtækisins.

6.Höfði - breyting á dvalarrými

1401109

Afrit af bréfi Höfða til velferðarráðherra dags. 7.1.2014, þar sem m.a. er óskað eftir að fá að breyta 8 dvalarýmum í hjúkrunarrými.

Lagt fram til kynningar.

7.Höfði - Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu - ályktun

1401099

Fréttatilkynning með ályktun stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu dags. 14.1.2014.

Lagt fram til kynningar.

8.SSV - starfshópur um skipulag SSV

1401046

Erindi SSV dags. 29.11.2013, þar sem lögð er fram skýrsla starfshóps um skipulag SSV, til umsagnar hjá sveitarstjórnum. Umsögnum skal skilað til SSV fyrir 15.1.2014.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

9.Óbyggðanefnd - þjóðlendukröfur

1302217

Bréf Óbyggðanefndar dags. 17.12.2013, þar sem gerð er grein fyrir kröfum fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og opinber kynning óbyggðanefndar á þeim. Þeir sem telja sig eiga eignaréttindi á því landsvæði sem fellur innan kröfusvæðis ríkisins, þurfa að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd, fyrir 20.3.2014.

Bæjarstjóri hefur falið framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs úrvinnslu málsins.

10.Gagnaveita Reykjavíkur - ósk um undanþágu frá upplýsingalögum

1304066

Bréf forsætisráðuneytisins dags. 20.12.2013, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt á undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga, Gagnaveitu Reykjavíkur ehf.
Lagt fram til kynningar.

11.Skipulagsbreyting, Stofnanareitur - Kirkjuhvoll.

1312129

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 7.1.2014, þar sem lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi, vegna Kirkjuhvols, lóð við Merkigerði númer 7 í Stofnanareit. Landnotkun verði breytt úr reit fyrir þjónustustofnanir í verslun og þjónusta.

Bæjarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á skipulagi í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið.

12.Sementsverksmiðjan - starfsleyfi

906001

Afrit af bréfi Sementsverksmiðjunnar til Umhverfisstofnunar dags. 30.12.2013, þar sem óskað er eftir að starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar verði fellt úr gildi.

Lagt fram til kynningar.

13.Lífeyrissjóður samt. sveitarfél. - óbreytt endurgreiðsluhlutfall 2014

1312064

Bréf stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 30.12.2013, þar sem gerð er grein fyrir samþykkt stjórnar á tillögu tryggingastærðfræðings Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 6. desember 2013, vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild LSS. Þar var lagt til að endurgreiðsluhlutfall til lífeyrisgreiðslna í B-deild verði óbreytt frá síðasta ári, eða 56%.

Bæjarráð samþykkir tillögu sjóðsstjórnar.

14.Kútter Sigurfari - staða mála

903133

Bréf forsætisráðherra dags. 27.12.2013, þar sem gerð er grein fyrir fimm milljóna kr. styrk til Byggðasafnsins í Görðum vegna Kútters Sigurfara.

Bæjarráð þakkar áhuga forsætisráðuneytisins á málefnum Kútters Sigurfara og vísar erindinu til umsagnar stjórnar Byggðasafnsins í Görðum.

15.Kostnaður við matarmiða starfsmanna Akraneskaupstaðar.

1305056

Tillaga bæjarstjóra dags. 14.1.2014.
Minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs dags. 14.1.2014.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verðgildi matarmiða til starfsmanna Akraneskaupstaðar verði kr. 1300 og gildi frá 1. febrúar 2014.

16.Þorrablót Skagamanna 2014 - íþróttahús

1401088

Tölvupóstur Sævars Freys Þráinssonar dags. 3.1.2014, f.h. club ´71, þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af íþróttahúsinu á Vesturgötu fyrir Þorrablót Skagamanna 25. janúar n.k. Einnig er óskað eftir að Akraneskaupstaður heiðri einn Akurnesing fyrir störf í þágu samfélagsins.

Bæjarráð samþykkir framkomið erindi frá Sævari Frey Þráinssyni með beiðni um stuðning við Þorrablót Skagamanna, sem haldið verður þann 25. janúar næstkomandi. Í því felst að fella niður leigu á íþróttahúsinu við Vesturgötu og að velja Skagamann ársins 2013.

17.Fulltrúar í nefndum og ráðum - breyting

1311139

Gerð er tillaga um Björn Guðmundsson sem varaformann í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Magnúsar F. Ólafssonar og Dagnýju Jónsdóttur í stað Valdísar Eyjólfsdóttur sem varamann í Menningarmálanefnd.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

18.OR - skipulagsbreyting v/ hitaveitugeymis

1312081

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 7.1.2014, þar sem erindi Orkuveitu Reykjavíkur um breytingu á skipulagi, í veitur- og helgunarsvæði, vegna staðsetningar á nýjum 6000 m3 hitaveitugeymi á Akranesi. Erindinu er vísað til kynningar og umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð felur umhverfis- og framkvæmdasviði að láta undirbúa nauðsynlegar breytingar á skipulagi, vegna nýs hitaveitugeymis á Akranesi.

19.Deiliskipulagsbreyting Skógarhverfi 1. áfangi, Viðjuskógar 8-14, og 16-18.

1104152

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 7.1.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að auglýst verði breyting á deiliskipulagi Skógahverfis 1. áfanga vegna lóðanna nr. 8 - 14 og 16 - 18 við Viðjuskóga.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

20.Deiliskipulagsbreyting, Vesturgata 83 - Krókalón.

1303108

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 9.1.2014, þar sem skipulags- og umhverfisnefnd hafnar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krókalóns vegna Vesturgötu 83.
Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 17:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00