Fara í efni  

Bæjarráð

3164. fundur 13. september 2012 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson Varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag.

1202219

Afgreiðslu frestað á síðasta fundi bæjarráðs. Viðræður við byggingar- og skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu.

Guðmundur Páll Jónsson vék af fundi við umfjöllun um málið vegna vanhæfis, með vísan til sveitarstjórnarlaga.

Til viðræðna mættu Runólfur Þ. Sigurðsson og Þorvaldur Vestmann og gerðu þeir grein fyrir deiliskipulagi svæðisins og málsmeðferð þess.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur Skipulags- og umhverfisstofu að afla frekari gagna fyrir næsta fund bæjarráðs, í samræmi við umræður á fundinum.

2.OR - Planið framvinduskýrsla

1204074

Framvinduskýrsla Plansins, dags. 10. september 2012.

Lögð fram.

3.Fyrirspurn um götulýsingu.

1209101

Gunnar Sigurðsson bar upp fyrirspurn og óskaði upplýsinga um hvað Akraneskaupstaður hefði greitt fyrir götulýsingu á síðasta ári og hvaða viðmið séu notuð til greiðslu.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - nr.1

1209058

Viðræður við fjármálastjóra vegna tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2012.

Til viðræðna mætti Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.

5.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Viðræður við fjármálastjóra.

Til viðræðna mætti Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.

6.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 11 september 2012, þar sem gerð er grein fyrir rekstrarniðurstöðu janúar - júlí 2012.

Lagt fram.

Niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 36 millj. kr., en til samanburðar er áætluð neikvæð niðurstaða 31,4 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er neikvæð um 9,7 millj. kr. á móti áætlaðri neikvæðri rekstrarniðurstöðu 93,1 millj. kr.

7.Samband sjávarútvegssveitarfélaga - samþykktir

1209066

Tölvupóstur bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar, Snæfellsbæjar, Vestmannaeyja, Grindavíkur og Fjallabyggðar, mótt. 10. september s.l.

Lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja stofnfund samtakanna á Hótel Nordica 26. sept. nk.

8.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 4. september 2012, þar sem tillögu um breytingar á deiliskipulagi Vesturgötu 113b með texta skv. afgreiðslu nefndarinnar 3.september s.l. er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Grafardalur - sala á landi

1206143

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 31. ágúst 2012, þar sem tillögu Karenar Jónsdóttur um sölu á landi Grafardals er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð telur ekki tímabært að selja landið.

10.Gamli vitinn - endurbætur

1110145

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 31.8.2012, þar sem óskað er staðfestingar á afgreiðslu ráðsins um frágang samnings um endurbætur á Gamla vitanum.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.

11.Skógræktarfélag - átaksverkefni og samstarf um skógrækt og útivistarsvæði

1205112

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 31. ágúst 2012, þar sem ósk Skógræktarfélags Akraness um styrk er vísað til umfjöllunar bæjarráðs.
Minnispunktar garðyrkjustjóra lagðir fram.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2013.

12.Slökkvilið - endurnýjun á körfubíl

1207053

Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 30. ágúst 2012.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu og bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar um málið.

13.Átak í atvinnumálum 2012 - framlag

1112149

Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra um átak í atvinnumálum, dags. 6. september 2012.

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmanna- og gæðastjóra að vinna að málinu eins og lagt er til í minnisblaðinu.

14.Risna, gjafir og móttaka gesta - reglur

1206211

Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra dags. 6. september 2012, um reglur vegna risnu, gjafa og móttöku gesta.

Lagt fram.

15.Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012

1209019

Bréf bæjarritara, dags. 5. september 2012, um þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október n.k.

Bæjarráð samþykkir erindið.

16.Fjárlaganefnd - Breyttar áherslur við fjárlagagerð.

1206142

Bréf Alþingis, dags. 3. september 2012, um breyttar áherslur í fjárlagagerð.

Lagt fram. Bæjarstjóri upplýsti að fundur fulltrúa Akraneskaupstaðar með fjárlaganefnd hafi verið bókaður mánud. 8. okt. nk.

17.Viðjuskógar 11 - 17, gangstétt

1209007

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 3. september 2012, þar sem óskað er eftir heimild til að ráðst í frágangi á gangstétt við Viðjuskóga 11-17, að fjárhæð kr. 1.1 millj.

Bæjarráð samþykkir erindið. Gert verði ráð fyrir fjárhæðinni í viðauka fjárhagsáætlunar. Fjárveiting kr. 1,1 millj. kr. komi af fjárhagsliðnum ,,Landakaup vegna skipulagsmála" 31-10-5811-7.

18.Almenningssamgöngur - Skipulagsmálanefnd sambandsins

1208195

Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. ágúst 2012.

Lagt fram til kynningar.

19.Landsskipulagsstefna - samræmd stefna ríkisins um skipulagsmál

1208203

Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 9. ágúst 2012.

Lagt fram til kynningar.

20.Vegalög - Skipulagsmálanefnd Sambandsins

1208204

Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 15. ágúst 2012, lagt fram til kynningar.
Einnig er í tölvupósti Sambandsins frá 27. ágúst s.l. vakin athygli á lið 1 og 2 í 10. fundargerð skipulagsmálanefndar Sambandsins frá 17. ágúst 2012.

Lagt fram til kynningar.

21.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Fundargerðir starfshóps um stjórnskipulag Akraneskaupstaðar frá 30. ágúst og 5. september s.l.

Lagðar fram.

22.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

Fundargerðir númer 67, 68 og 69 sem haldnir voru 25. júní, 3. september og 7. september 2012.

Lagðar fram.

23.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2012

1201188

108. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 4. september 2012.

Lögð fram.

24.Samgöngunefnd SSV - fundargerðir 2012

1208213

Fundargerð Samgöngunefndar SSV frá 29. ágúst 2012.

Lögð fram.

25.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2012.

1203022

Fundargerð stjórnar SSV frá 21. ágúst 2012.

Lögð fram.

26.Beiðni um lausn frá nefndasetu.

1209102

Bréf Sveins Kristinssonar, dags. 13. sept. 2012, þar sem hann óskar eftir lausn fra nefndasetu sem annar fulltrúi Akraneskaupstaðar í nefnd á vegum SSV um almenningssamgöngur.

Bæjarráð samþykkir tilnefningu Reynis Þórs Eyvindssonar í nefndina í stað Sveins.

27.Þróunar- og nýsköpunarfélag Hvalfjarðarsveitar, Akraness og Faxaflóahafna.

1205062

Samþykkt atvinnumálanefndar um þróunar- og nýsköpunarfélag.

Formanni bæjarráðs falið að skrifa bréf til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar varðandi atvinnuuppbyggingu á athafna-, iðnaðar- og hafnasvæðum á Grundartanga, í Hvalfjarðarsveit og á Akranesi.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00