Fara í efni  

Bæjarráð

3562. fundur 26. apríl 2024 kl. 08:30 - 12:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Garðavöllur - stækkun á landssvæði

24042348

Ósk Golfklúbbsins Leynis um stækkun á svæði Garðavalla (golfvallar).



Fulltrúar Golfklúbbsins Leynis sitja fundinn en einnig var bæjarfulltrúum boðið að sitja fundinn og mættir voru: Liv Aase Skarstad, Guðmundur Ingþór Guðjónsson, Jónína Margrét Sigmundsdóttir og Kristinn Hallur Sveinsson.





Bæjarráð þakkar fulltrúum frá Golfklúbbnum Leyni fyrir komuna á fundinn og framlögð gögn sem fara nú til stjórnsýslulegrar meðferðar í skipulags- og umhverfisráði.

Gestir víkja af fundi.

2.Afskriftir 2023

2306206

Afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 20. desember 2023.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um afskriftir krafna vegna ársins 2023, samtals að fjárhæð kr. 7.026.792.

Um er að ræða fyrndar skuldir vegna álagðra opinberra gjalda þar sem fyrir liggja ítrekaðar innheimtutilraunir og árangurslaus fjárnám.
Elstu skuldirnar eru frá árinu 2015 en langflestar þeirra frá árinu 2019.

Samþykkt 3:0

3.Rýnd ráðning - ráðningarnefnd

24042341

Minnisblað um rýnda ráðningu ferlið.

kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri og Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykktir að tekið verði upp fyrirkomulag þar sem allar ráðningar hjá Akraneskaupstað skuli fara fyrir sérstaka ráðningarnefnd áður en ráðning fer fram. Í nefndinni sitja fjármálastjóri og mannauðsstjóri ásamt þeim sviðsstjóra sem ráðningarbeiðnin fellur undir hverju sinni og nefndin hafi fasta vikulega fundi.

Gert er ráð fyrir að fyrirkomulagið sé tekið upp til reynslu út árið 2025 og taki gildi frá 1. maí næstkomandi.

Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að málið sé unnið í góðri samvinnu við forstöðumenn og e.a. sniðnir af vankantar eftir því sem reynsla kemur á fyrirkomulagið.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir og Harpa Hallsdóttir víkja af fundi.

4.Skipulagsgátt - framleiðsla rafeldsneytis á Grundartanga mál til umsagnar

2403147

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 23. apríl 2024 að vísa málinu til bæjarráðs og felur ráðinu og veitir því jafnframt fullt umboð til að formgera og senda umsögn Akraneskaupstaðar varðandi framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn varðandi framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga sem send verði Skipulagsstofnun sem umsögn bæjarstjórnar Akraness.

Samþykkt 3:0

5.Skipan í ráð og nefndir - leiðbeiningar, kynjahlutföll o.fl.

24042347

Minnisblað Guðjóns Bragasonar lögfræðilegs ráðgjafa varðandi skipan í ráð og nefndir hjá Akraneskaupstað.
Lagt fram.

6.Lokaball FVA - Tækifærisleyfi

24042328

Lokaball FVA sem halda á í Fjölbrautaskólanum á Vesturlandi, Vogabraut 5, 300 Akranesi fimmtudaginn 8. maí 2024 frá kl.21:00 - 00:00.



Óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins til umsækjanda með fyrirvara um jákvæða umsögn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Samþykkt 3:0

7.Sumardagurinn fyrsti - frítt í sund

24042350

Ákvörðun bæjarstjórnar um bjóða Akurnesingum frítt í sund á sumardaginn fyrsta.
Bæjarráð samþykkir tillögu um hafa gjaldfrjálst í sund á Jaðarsbökkum sumardaginn fyrsta 2024.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð telur áhrif ákvörðunarinnar á fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbakka mjög óverulega og ekki kalla á gerð viðauka af hálfu bæjarráðs.

8.Kaup á félagslegu leiguhúsnæði

2402302

Bæjarráð samþykkti á fundin sínum þann 12. mars 2024 að auglýsa eftir hentugu húsnæði til kaups.



Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs þann 18. apríl 2024.
Bæjarráð samþykkir kaup á íbúðinni og felur sviðsstjóra frekari úrvinnslu málsins sbr. meðfylgjandi ítarbókun (trúnaðarmál).

Samþykkt 3:0

9.899. mál Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi Frestur 03.05.2024

24042333

899. mál - tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.
Lagt fram.

Bæjarráð telur ekki tilefni til þess að veita sérstaka umsögn um málið.

10.900. mál Frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku)Frestur 03.05.2024

24042334

900. mál - frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku).
Lagt fram.

Bæjarráð telur ekki tilefni til þess að veita sérstaka umsögn um málið.

Fundi slitið - kl. 12:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00