Fara í efni  

Bæjarráð

3557. fundur 12. mars 2024 kl. 12:15 - 16:40 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Úttekt á rekstri og fjárhag

2312188

Áframhaldandi vinna við fjárhagslega markmiðasetningu Akraneskaupstaðar.
Áframhaldandi vinna verður á sérstökum vinnufundi með fulltrúum KPMG þann 21. mars næstkomandi kl. 13:00.

2.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Mánaðaryfirlit janúar 2024
Lagt fram.

3.Stjórnarráð Íslands - Fundur ríkisstjórnarinnar 8. mars 2024

2403074

Stuðningur ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga í mars 2024.
Bæjarráð fagnar nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem skapað geta forsendur til að kveða niður vexti og verðbólgu en samningurinn er til næstu fjögurra ára.

Aðkoma ríkisvaldsins með veigamiklum hætti var metin nauðsynlegt til að greiða fyrir gerð samninganna og einnig er sveitafélögum ætlað veigamikið hlutverk í þessu sambandi og ritaði Samband íslenskra sveitarfélaga undir yfirlýsingu þess efnis sbr. meðfylgjandi fylgigögn.

Bæjarráð óskar eftir samantekt og greiningu á fjárhagslegum aðgerðum sem vænst er að sveitarfélagið framkvæmi með tilliti til aðlögun gjaldskráa ársins 2024 að viðmiðum greindrar yfirlýsingar sem er að hækkun frá fyrra ári sé ekki umfram 3,5%. Akraneskaupstaður hefur ekki farið þá leið líkt og sum sveitarfélög, að hækka gjaldskrár tvisvar á ári, og ljóst að hækkanir gjaldskráa hjá Akraneskaupstað undanfarin ár hafa verið hóflegar og alls ekki í takt við hækkun verðlags sem kann þá að skýra hækkun nú umfram viðmið. Verkefnið er samt skýrt og bæjarráð mun kappkosta að uppfylla áformin.

Samþykkt 3:0

4.Kaup á félagslegu leiguhúsnæði

2402302

Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs þann 29. febrúar sl.



Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri, Halldór Sævar Guðbergsson stórnarformaður Brynju leigufélags, Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna og Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi sitja fundinn undir þessum lið.



Sveinborg situr einnig fundinn undir dagskrárlið nr. 5.
Bæjarráð þakkar Guðbrandi Sigurðssyni framkvæmdastjóra og og Halldóri Sævari Guðbrandssyni fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í kaup á tveggja herbergja íbúð en gert ráð fyrir að í staðinn verði seld önnur eldri íbúð síðar á þessu ári.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og auglýsa eftir hentugu húsnæði til kaups í samstarfi við fasteignasala og á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Gestir víkja af fundi.

5.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar

2311388

Lokadrög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu. Drög að reglunum hafa áður verið kynnt fyrir öldungaráði og notendaráði án athugasemda.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum þann 5. mars sl. lokadrög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarráði.



Björnfríður Björnsdóttir verkefnastjóri stuðnings- og stoðþónustu situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð óskar eftir lögfræðilegri rýningu á regluverkinu og afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

Sveinborg Kristjánsdóttir og Björnfríður Björnsdóttir víkja af fundi.

6.SSV - Aðalfundur 2024

2402249

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi(SSV) verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2014, á Hótel Hamri, og hefst dagskráin kl. 09:30.



Seturétt á aðalfundinum eiga sveitarstjórarfulltrúar sem kosnir eru af sveitarfélögunum sem fulltrúar á aðalfund SSV sbr. 5. gr. laga SSV.



Fulltrúar á aðalfundi SSv hafa jafnframt seturétt á öðrum aðalfundum sem fara fram þennan dag sem eru:

1. Aðalfundur Starfsenduræfingar Vesturlands - kl. 09:30.

2. Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands - kl. 10:15.

3. Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands - kl. 11:15.

4. Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands - kl. 13:00.

5. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram.

Fulltrúar Akraneskaupstaðar á aðalfundinum eru eftirtaldir bæjarfulltrúar auk Haraldar Benediktssonar bæjarstjóra:
Líf Lárusdóttir, Ragnar B. Sæmundsson, Valgarður L. Jónsson, Einar Brandsson og Liv Åse Skarstad.

7.Lýðveldið Ísland 80 ára - hátíðahöld

2403006

Erindi frá afmælisnefnd vegna samstarfs við sveitarfélög í tengslum við hátíðardagskrá á Þingvöllum 15.-16. júní 2024.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar menningar-og safnanefndar með þeirri ósk að nefndin komi menningarviðburðinum í kynningu.

Samþykkt 3:0

8.Mæðrastyrksnefnd - Styrkbeiðni vegna páskaúthlutunar 2024

2403057

Mæðrastyrksnefnd - Styrkbeiðni vegna páskaúthlutunar 2024.
Bæjarráð samþykkir úthlutun til Mæðrastyrksnefndar að fjárhæð kr. 400.000 vegna komadi páskáúthlutunar. Fjárhæðinni er ráðstafað af lyklinum 02890-5948

Samþykkt 3:0

9.Skátaskálinn í Skorradal - viðauki við leigusamning

2403079

Viðauki við leigusamning um skátasvæði á Drageyri
Leigusamningur ásamt viðauka vegna skátasvæðisins á Drageyri lagður fram en samningurinn er tilkomin fyrir milligöngu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð fagnar þeim áfanga að tryggð séu loks áframhaldandi not Skátafélagsins af landinu.

10.Dalbraut 1 - leiga og breytingar á húsnæði

2310107

Samningur og skilalýsing húsnæðis að Dalbraut 1 lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

11.Umsókn um styrk til kaupa á viðburðartjaldi.

2401043

Bæjarráð fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins á fundi ráðsins þann 29. febrúar 2024.
Bæjarráð samþykkir að veita KFÍA styrk vegn nauðsynlegra jarðvesvinnu vegna áformanna. Styrkveitingin nemur allt að fjárhæðinni 1,0 m.kr. og verður greiddur út er nákvæmur kostnaður liggur fyrir. Fjárhæðinni verður ráðstafað af deild 20830-4995 og inn á deild 06820-5948.

Bæjarráð gerir þá kröfu að samráð verði haft við starfsfólk skipulags- og umhverfissviðs við undirbúning framkvæmdarinnar.

Samþykkt 3:0

12.Búnaðarkaup leikskóla

2403025

Framlagður listi yfir búnaðarkaup vegna fyrirhugaðrar fjölgunar leikskóladeild.



Bæjarráð samþykkir að hafin verði innkaup á nauðsynlegum lausum búnað skv. fyrirliggjandi lista vegna lausra kennslustofa sem fyrirhugað er að fari í útboð á næstunni. Þetta er nauðsynlegt til að fyrirbyggja að lenda í töfum á síðari stigum. Innkaupin verða hluti af heildarkostnaði framkvæmdarinnar.

Samþykkt 3:0

13.Lopapeysan - Írskir dagar 2024 - tækifærisleyfi

2401204

Umsögn starfshóps írskra daga sbr. beiðni bæjarráðs frá 15. febrúar 2024.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir umsögnina og ábendingar um að fram fari samtal við Viðbragðsaðila, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og lögregluna um mögulegan afleiddan kostnað tengt viðburðarhaldi áður en afstaða til leyfisveitingar verði tekin. Einnig er bent á að taka þurfi afstöðu til tímalengdar og fjölgunar gesta miðað við fyrra ár.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

14.Fundir bæjarráðs

2403027

Tilfærsla á fundi bæjarráðs sem samkvæmt fundadagatali á að fara fram þann 28. mars nk. en sá dagur er lögboðin frídagur (skírdagur).
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur bæjarráðs verði þann 21. mars nk. kl. 08:15.

Samþykkt 3:0

Fundur bæjarráðs sem samkvæmt fundadagatali á að fara fram þann 28. mars nk. fellur niður.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 16:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00